Körfubolti

NBA: Bryant á hækjum eftir tap Lakers

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant
Kobe Bryant Mynd/Nordic Photos/Getty
Los Angeles Lakers tapaði í nótt á móti Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta og það sem verra er að Kobe Bryant yfirgaf höllina í Milwaukee á hækjum eftir að hafa meiðst í leiknum.

Milwaukee Bucks vann 113-103 heimasigur á Los Angeles Lakers. Larry Sanders skoraði 13 ad 21 stigi sínu í þriðja leikhluta og bæði Ersan Ilyasova og Brandon Jennings voru með 20 stig. Bucks-liðið var fyrir leikinn búið að tapa fjórum leikjum í röð.

"Löppin bólgnaði aðeins upp en ég verð í lagi," sagði Kobe Bryant við blaðamenn eftir leikinn en hann spilaði rúmlega 36 mínútur í leiknum og sýndi engin veikleikamerki inn á vellinum. Hann kom hinsvegar á hækjum út úr búningsklefanum. Bryant skoraði 30 stig fyrir Lakers en 18 þeirra komu af vítalínunni. Steve Nash skoraði 16 stig og Dwight Howard var með 15 stig og 15 fráköst.

Los Angeles Lakers hefur nú aðeins hálfan leik í forskot á Utah Jazz í baráttunni um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitkeppnina vestan megin. Þetta var fjórða tap Lakers-liðsins í síðustu fimm leikjum.

Paul George skoraði 24 stig fyrir Indiana Pacers í 103-78 sigri á Dallas Mavericks en Dallas-menn eiga einnig möguleika á að taka umrætt áttunda sæti. Dirk Nowitzki skoraði 21 stig fyrir Dallas.

Úrslit úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt:

Milwaukee Bucks - Los Angeles Lakers 113-103

Dallas Mavericks - Indiana Pacers 78-103

Phoenix Suns - Sacramento Kings 103-117

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×