Kína, Indland og Rússland? Baldur Þórhallsson skrifar 18. júní 2013 07:15 Öll ríki verða að eiga sér bandamenn til að geta blómstrað og varið hagsmuni sína í alþjóðasamfélaginu. Lítil ríki þurfa enn meir á bandamönnum að halda en þau stærri. Í raun eru smáríki upp á þau stærri komin. Þau þurfa á skjóli þeirra að halda í efnahagslegu og pólitísku umróti alþjóðakerfisins. Samskipti ríkja byggjast ekki á góðvildinni einni saman. Til að hægt sé að treysta á bandalagsríki er ekki nægjanlegt að byggja á sameiginlegum menningararfi eða fornu samstarfi. Samvinna ríkja þarf að byggjast á gagnkvæmum hagsmunum. Best er fyrir smáríki að formbinda samskipti sín við stærri ríki innan alþjóðastofnana. Þannig má koma í veg fyrir að stóru fiskarnir éti þá smærri. Alla 20. öldina var Ísland í skjóli ríkja sem gátu látið til sín taka í alþjóðasamfélaginu. Með formlegum hætti bundumst við þessum nágrönnum okkar tryggðaböndum. Danir sáu um framkvæmd utanríkisstefnu landsins til 1940. Þá tók við skjól Breta og síðan Bandaríkjamanna. Bandaríska skjólið tryggði ekki einungis efnahagslega uppbyggingu heldur styrkti stöðu okkur á alþjóðavettvangi. Þorskastríðin eru besta dæmið um það. Í dag er bandaríska skjólið einungis hernaðarlegs eðlis. Fyrir utan alþjóðlegan stuðning hafði danska, breska og bandaríska skjólið umdeild en umtalsverð áhrif á okkar fámenna samfélag. Hverjir eru bandamenn okkar í dag? Hvaða bandamenn áttu íslensk stjórnvöld þegar þau bresku beittu hryðjuverkalögunum? Hvaða bandamenn áttum við innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þegar við þurftum á neyðaraðstoð að halda? Getur verið að íslensk stjórnvöld hafi brugðist því hlutverki sínu að tryggja landinu öfluga bandamenn sem koma til aðstoðar þegar á reynir? Nú er horft til stjórnvalda í Kína, Indlandi og Rússlandi. Gott er að auka viðskipti við þessi ríki en sú spurning hlýtur að vakna hvort samskiptin við þau geti orðið kjölfestan í íslenskri utanríkisstefnu. Eru þetta okkar nýju bandalagsríki? Er raunhæft að þessi ríki verði okkar vinveittustu nágrannar á 21. öldinni? Eru þetta þau stjórnvöld sem við viljum tengjast tryggðaböndum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Sjá meira
Öll ríki verða að eiga sér bandamenn til að geta blómstrað og varið hagsmuni sína í alþjóðasamfélaginu. Lítil ríki þurfa enn meir á bandamönnum að halda en þau stærri. Í raun eru smáríki upp á þau stærri komin. Þau þurfa á skjóli þeirra að halda í efnahagslegu og pólitísku umróti alþjóðakerfisins. Samskipti ríkja byggjast ekki á góðvildinni einni saman. Til að hægt sé að treysta á bandalagsríki er ekki nægjanlegt að byggja á sameiginlegum menningararfi eða fornu samstarfi. Samvinna ríkja þarf að byggjast á gagnkvæmum hagsmunum. Best er fyrir smáríki að formbinda samskipti sín við stærri ríki innan alþjóðastofnana. Þannig má koma í veg fyrir að stóru fiskarnir éti þá smærri. Alla 20. öldina var Ísland í skjóli ríkja sem gátu látið til sín taka í alþjóðasamfélaginu. Með formlegum hætti bundumst við þessum nágrönnum okkar tryggðaböndum. Danir sáu um framkvæmd utanríkisstefnu landsins til 1940. Þá tók við skjól Breta og síðan Bandaríkjamanna. Bandaríska skjólið tryggði ekki einungis efnahagslega uppbyggingu heldur styrkti stöðu okkur á alþjóðavettvangi. Þorskastríðin eru besta dæmið um það. Í dag er bandaríska skjólið einungis hernaðarlegs eðlis. Fyrir utan alþjóðlegan stuðning hafði danska, breska og bandaríska skjólið umdeild en umtalsverð áhrif á okkar fámenna samfélag. Hverjir eru bandamenn okkar í dag? Hvaða bandamenn áttu íslensk stjórnvöld þegar þau bresku beittu hryðjuverkalögunum? Hvaða bandamenn áttum við innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þegar við þurftum á neyðaraðstoð að halda? Getur verið að íslensk stjórnvöld hafi brugðist því hlutverki sínu að tryggja landinu öfluga bandamenn sem koma til aðstoðar þegar á reynir? Nú er horft til stjórnvalda í Kína, Indlandi og Rússlandi. Gott er að auka viðskipti við þessi ríki en sú spurning hlýtur að vakna hvort samskiptin við þau geti orðið kjölfestan í íslenskri utanríkisstefnu. Eru þetta okkar nýju bandalagsríki? Er raunhæft að þessi ríki verði okkar vinveittustu nágrannar á 21. öldinni? Eru þetta þau stjórnvöld sem við viljum tengjast tryggðaböndum?
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun