Frambjóðandi Framsóknar vildi endurupptöku kynferðisbrotamáls Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 15. apríl 2013 13:12 Meðferðarheimilið Árbót í Aðaldal. Hjálmar Bogi Hafliðason, frambjóðandi Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, skrifaði undir ákorun til stjórnvalda um að beita sér fyrir endurupptöku máls Jóns Dagbjartssonar, starfsmanns meðferðarheimilisins Árbótar í Aðaldal, sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi árið 2010 fyrir kynferðisbrot gegn tveimur unglingsstúlkum. Málið fór fyrir Hæstarétt, sem þyngdi dóminn um hálft ár. Stúlkurnar voru vistaðar á meðferðarheimilinu á vegum barnaverndaryfirvalda og voru sextán og átján ára þegar brotin voru framin, en í dómi Hæstaréttar kemur fram að þau hafi verið gróf. Málið vakti mikla athygli og þótti dómurinn sögulegur vegna þess að aldrei fyrr hafði sannast fyrir dómi að börn hefðu sætt kynferðisofbeldi af hálfu starfsmanns uppeldisstofnunar á Íslandi. Í áskoruninni, sem alls 358 skrifuðu undir, var þess krafist að mál Jóns fengi „sanngjarna meðferð sem hann sannanlega fékk ekki á meðan það var rekið fyrir dómstólum“. „Þú færð náttúrlega engin svör, það er ekki það,“ sagði Hjálmar Bogi þegar fréttastofa Vísis spurði hann hvers vegna nafn hans væri að finna á listanum. „Ég ætla ekkert að kommenta á það.“Starfaði sjálfur á meðferðarheimilinu Hjálmar, sem starfar sem grunnskólakennari á Húsavík, skipar 5. sæti fyrir Framsóknarflokkinn í Norðausturkjördæmi. Miðað við fylgi flokksins í nýjustu könnunum er Hjálmar Bogi því öruggur inn sem varaþingmaður. Þrátt fyrir að vilja ekki tjá sig um veru sína á listanum segist Hjálmar Bogi þekkja Jón Dagbjartsson. „Ég bara þekki hann. Ég var sjálfur starfsmaður á þessu heimili á sínum tíma. Það er ekkert leyndarmál. Var þar tvö sumur sem sumarstarfsmaður.“ Kosningar 2013 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Sjá meira
Hjálmar Bogi Hafliðason, frambjóðandi Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, skrifaði undir ákorun til stjórnvalda um að beita sér fyrir endurupptöku máls Jóns Dagbjartssonar, starfsmanns meðferðarheimilisins Árbótar í Aðaldal, sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi árið 2010 fyrir kynferðisbrot gegn tveimur unglingsstúlkum. Málið fór fyrir Hæstarétt, sem þyngdi dóminn um hálft ár. Stúlkurnar voru vistaðar á meðferðarheimilinu á vegum barnaverndaryfirvalda og voru sextán og átján ára þegar brotin voru framin, en í dómi Hæstaréttar kemur fram að þau hafi verið gróf. Málið vakti mikla athygli og þótti dómurinn sögulegur vegna þess að aldrei fyrr hafði sannast fyrir dómi að börn hefðu sætt kynferðisofbeldi af hálfu starfsmanns uppeldisstofnunar á Íslandi. Í áskoruninni, sem alls 358 skrifuðu undir, var þess krafist að mál Jóns fengi „sanngjarna meðferð sem hann sannanlega fékk ekki á meðan það var rekið fyrir dómstólum“. „Þú færð náttúrlega engin svör, það er ekki það,“ sagði Hjálmar Bogi þegar fréttastofa Vísis spurði hann hvers vegna nafn hans væri að finna á listanum. „Ég ætla ekkert að kommenta á það.“Starfaði sjálfur á meðferðarheimilinu Hjálmar, sem starfar sem grunnskólakennari á Húsavík, skipar 5. sæti fyrir Framsóknarflokkinn í Norðausturkjördæmi. Miðað við fylgi flokksins í nýjustu könnunum er Hjálmar Bogi því öruggur inn sem varaþingmaður. Þrátt fyrir að vilja ekki tjá sig um veru sína á listanum segist Hjálmar Bogi þekkja Jón Dagbjartsson. „Ég bara þekki hann. Ég var sjálfur starfsmaður á þessu heimili á sínum tíma. Það er ekkert leyndarmál. Var þar tvö sumur sem sumarstarfsmaður.“
Kosningar 2013 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Sjá meira