Innlent

Margir týna bílnum sínum

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/365
Tilkynningar til lögreglu um stolin ökutæki eiga ekki alltaf við rök að styðjast. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu lögreglunnar. Þar segir að sumir ökumenn týni hreinlega bílnum sínum og hringja svo í lögregluna fullvissir um að honum hafi verið stolið.

Lögreglan segir mörg dæmi um þetta og að bæði ungir og aldnir ökumenn lendi í því að muna ekkert hvar þeir lögðu bílnum sínum.

Nú þegar jólaösin sé hafin fyrir alvöru er nauðsynlegt að leggja vel á minnið hvar bíllinn er skilinn eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×