Innlent

Watkins í 35 ára fangelsi fyrir barnaníð

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Watkins var aðalsöngvari velsku rokksveitarinnar Lostprophets.
Watkins var aðalsöngvari velsku rokksveitarinnar Lostprophets. mynd/getty
Breski rokksöngvarinn Ian Watkins hefur verið dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir fjölda kynferðisbrota, þar á meðal tvær tilraunir til þess að nauðga börnum.

Watkins játaði hluta brotanna í síðasta mánuði en auk Watkins voru tvær konur á þrítugsaldri dæmdar í 14 og 17 ára fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Þeim er lýst sem aðdáendum söngvarans sem leyfðu honum að misnota börn sín kynferðislega.

Þá fundust um 27 terabæt af barnaníðefni í tölvum og á hörðum diskum í eigu söngvarans. Í frétt Daily Mail segir að það sé um fimmfalt geymslupláss lögreglunnar í Suður Wales sem fór með rannsókn málsins.

Watkins, sem var handtekinn og ákærður í lok síðasta árs, er sagður þurfa að sitja inni í að minnsta kosti 29 ár.


Tengdar fréttir

Quarashi ferðaðist með barnaníðingnum Watkins

Hljómsveitin Quarashi fór í tónleikaferðalag með hljómsveitinni Lostprophets. Söngvari Lostprophets, Ian Watkins, játaði í dag að hafa framið fjölda kynferðisbrota gegn börnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×