Sögulegur sigur hjá Vettel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. nóvember 2013 20:59 Nordic Photos / Getty Images Þjóðverjinn Sebastian Vettel varð í kvöld fyrsti maðurinn frá upphafi til að vinna átta mót í röð á sama tímabilinu í Formúlu 1 kappakstrinum er hann bar sigur úr býtum í Texas í kvöld. „Ég er orðlaus. Við megum ekki gleyma þessum dögum,“ sagði Vettel við liðsfélaga sína eftir að hafa komið fyrstur í mark í bandaríska kappakstrinum. Michael Schumacher og Alberto Ascari áttu gamla metið en Vettel hefur verið ósigrandi síðan að stutt hlé var gert á mótaröðinni í sumar. Vettel tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Formúlunni fyrir þremur keppnum síðan. Vettel var á ráspól í dag, eins og svo oft áður, og styrkti stöðu sína með öflugum akstri strax í upphafi. Romain Grosjean, Lotus, varð annar í dag eftir keppni við Mark Webber, liðsfélaga Vettel hjá Red Bull. Lewis Hamilton, Mercedes, varð fjórði og Fernando Alonso á Ferrari fimmti. Alonso tryggði sér annað sætið í stigakeppni ökuþóra með árangrinum í dag. Eitt mót er eftir á keppnistímabilinu en það verður haldið í Brasilíu um næstu helgi. Með sigri þar mun Vettel jafna árangur Ascari sem vann tíu mót í röð yfir tvö tímabil, frá 1952 til 1953. Formúla Mest lesið Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel varð í kvöld fyrsti maðurinn frá upphafi til að vinna átta mót í röð á sama tímabilinu í Formúlu 1 kappakstrinum er hann bar sigur úr býtum í Texas í kvöld. „Ég er orðlaus. Við megum ekki gleyma þessum dögum,“ sagði Vettel við liðsfélaga sína eftir að hafa komið fyrstur í mark í bandaríska kappakstrinum. Michael Schumacher og Alberto Ascari áttu gamla metið en Vettel hefur verið ósigrandi síðan að stutt hlé var gert á mótaröðinni í sumar. Vettel tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Formúlunni fyrir þremur keppnum síðan. Vettel var á ráspól í dag, eins og svo oft áður, og styrkti stöðu sína með öflugum akstri strax í upphafi. Romain Grosjean, Lotus, varð annar í dag eftir keppni við Mark Webber, liðsfélaga Vettel hjá Red Bull. Lewis Hamilton, Mercedes, varð fjórði og Fernando Alonso á Ferrari fimmti. Alonso tryggði sér annað sætið í stigakeppni ökuþóra með árangrinum í dag. Eitt mót er eftir á keppnistímabilinu en það verður haldið í Brasilíu um næstu helgi. Með sigri þar mun Vettel jafna árangur Ascari sem vann tíu mót í röð yfir tvö tímabil, frá 1952 til 1953.
Formúla Mest lesið Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira