Tap eða sigur? Ólína Þorvarðardóttir skrifar 10. maí 2013 07:00 Mótlæti getur verið dulbúin gæfa ef réttir lærdómar eru dregnir af því sem úrskeiðis fór. Tapi má snúa í sigur með eindrægni og heiðarleika, sé litið í eigin barm, veikleikarnir viðurkenndir og mistök bætt. Samfylkingin tapaði í nýafstöðnum kosningum nærri 2/3 hluta kjörfylgis síns frá árinu 2009. Sé litið til fylgiskannana undanfarin fjögur ár, má lengst af sjá eðlilega fylgisrýrnun flokks í erfiðum stjórnvaldsaðgerðum. Nálægt þriðjungur kjörfylgis var kominn á hreyfingu um mitt kjörtímabil, en von var um einhverja endurheimt á lokasprettinum. Það hefði verið eðlilegt. Þess í stað hrundi fylgið um annan þriðjung á síðustu vikum fyrir kosningar. Flokkurinn uppskar um 13% atkvæða, einungis hálfu ári eftir að Þjóðarpúls Gallups mældi fylgið í 22,5% (nóv. 2012). Nýleg greining á ástæðum þess að kjósendur hurfu frá Samfylkingunni sýnir að það var einkum óánægja með ?frammistöðu? flokksins í stefnumálum hans sem orsakaði fylgistapið undir það síðasta. Það er nöpur niðurstaða í ljósi þess árangurs sem náðist við endurreisn efnahagslífsins undanfarin fjögur ár. Fyrir atbeina stjórnarflokkanna sluppu Íslendingar svo vel frá hruninu að þeir virðast hafa gleymt því hvað við blasti þegar björgunarstarfið hófst. Í því óminni hefur þjóðin nú kosið yfir sig sömu flokkana og ollu hruninu 2008, og þar með hafnað efnahagsstefnunni sem bjargaði þjóðarbúinu frá þroti og lagði grunn að áframhaldandi uppbyggingu. Vera kann að ríkisstjórnin hafi færst of mikið í fang og á einhverjum sviðum skort yfirsýn eða stefnufestu. Tíð ráðherraskipti spilltu fyrir samlyndi á stjórnarheimilinu. Misráðnar ákvarðanir einstaka ráðherra, jafnvel mistök í embættisfærslu, grófu undan tiltrú almennings. Skuldamál heimilanna voru ekki tekin nægilega föstum tökum í upphafi þrátt fyrir fjölda ráðstafana. Ítrekað kastaðist í kekki milli ríkisstjórnarinnar og verkalýðshreyfingarinnar. Hagsmunaaðilar efndu til harðra átaka um veiðileyfagjald, breytingar á fiskveiðistjórnun og stjórnarskrána. Sá atgangur var háður á mörgum vígstöðvum samtímis og laskaði bæði menn og málefni. Grimm og hávær stjórnarandstaða hafði líka áhrif og spillti mjög ásýnd þingsins. Örlagaríkar vikur Örlagaríkastar urðu þó lokavikur þingsins, einkum þrennt: 1) Óvænt dómsniðurstaða Icesave-málsins þeytti Framsóknarflokknum á óverðskuldað flug en gróf undan trúverðugleika beggja stjórnarflokkanna. 2) Sú ákvörðun að setja ESB-viðræðurnar á ís fram yfir kosningar olli fylgismönnum Samfylkingarinnar sárum vonbrigðum og gróf undan trausti á heilindum stjórnarsamstarfsins. 3) Forystumenn stjórnarflokkanna gáfust upp við að ná fram þeim tveimur málum sem hæst hafði borið misserin á undan, þ.e. nýrri stjórnarskrá og breytingum á fiskveiðistjórnun sem svo margir bundu vonir við að myndu ná fram að ganga. Þegar þrjú mikilvæg stefnumál höfðu verið yfirgefin á örlagastundu brast eitthvað. Ný framboð urðu til um hin sömu mál með Samfylkingarfólki í lykilhlutverki. Sú ákvörðun nýs formanns Samfylkingarinnar að þvo hendur sínar af fortíðinni, skilja sig frá hinni ?óvinsælu ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur? til þess að skapa sér og flokknum nýja ásýnd varð heldur ekki happadrjúg. Þar rofnaði samheldnin sem fram að því hafði haldið flokknum á floti gegnum þykkt og þunnt. Við þetta má auðvitað bæta ýmsu sem úrskeiðis fór í sjálfri kosningabaráttunni. Það var t.d. vandræðalegt og vanhugsað þegar sett var ofan í við viðurkenndan fræðimann fyrir vinsamlegar ábendingar um málefnaáherslur Samfylkingarinnar í skuldamálum. Nær hefði verið að taka þá gagnrýni til greina. Óánægja með ?frammistöðu? flokksins orsakaði fylgistapið í kosningunum ef marka má fylgisgreiningu. Yfir slíkum tíðindum er ekki nóg að bera sig vel – af þeim þarf að læra. Forysta Samfylkingarinnar og flokksmenn allir verða að horfast í augu við að flokkurinn þarfnast endurreisnar. Flokkurinn þarf að taka til í sínum ranni: Skerpa áherslur, endurstilla stefnumið og byggja sig upp að nýju sem trúverðugt stjórnmálaafl með erindi. Til að það megi takast þarf Samfylkingin að tengjast grasrótinni og koma á endurnýjuðu jarðsambandi út í samfélagið. Heppnist það, er aldrei að vita nema kosningatapið 2013 geti orðið viðspyrna til nýrrar sóknar og framtíðarsigra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Skoðun Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Sjá meira
Mótlæti getur verið dulbúin gæfa ef réttir lærdómar eru dregnir af því sem úrskeiðis fór. Tapi má snúa í sigur með eindrægni og heiðarleika, sé litið í eigin barm, veikleikarnir viðurkenndir og mistök bætt. Samfylkingin tapaði í nýafstöðnum kosningum nærri 2/3 hluta kjörfylgis síns frá árinu 2009. Sé litið til fylgiskannana undanfarin fjögur ár, má lengst af sjá eðlilega fylgisrýrnun flokks í erfiðum stjórnvaldsaðgerðum. Nálægt þriðjungur kjörfylgis var kominn á hreyfingu um mitt kjörtímabil, en von var um einhverja endurheimt á lokasprettinum. Það hefði verið eðlilegt. Þess í stað hrundi fylgið um annan þriðjung á síðustu vikum fyrir kosningar. Flokkurinn uppskar um 13% atkvæða, einungis hálfu ári eftir að Þjóðarpúls Gallups mældi fylgið í 22,5% (nóv. 2012). Nýleg greining á ástæðum þess að kjósendur hurfu frá Samfylkingunni sýnir að það var einkum óánægja með ?frammistöðu? flokksins í stefnumálum hans sem orsakaði fylgistapið undir það síðasta. Það er nöpur niðurstaða í ljósi þess árangurs sem náðist við endurreisn efnahagslífsins undanfarin fjögur ár. Fyrir atbeina stjórnarflokkanna sluppu Íslendingar svo vel frá hruninu að þeir virðast hafa gleymt því hvað við blasti þegar björgunarstarfið hófst. Í því óminni hefur þjóðin nú kosið yfir sig sömu flokkana og ollu hruninu 2008, og þar með hafnað efnahagsstefnunni sem bjargaði þjóðarbúinu frá þroti og lagði grunn að áframhaldandi uppbyggingu. Vera kann að ríkisstjórnin hafi færst of mikið í fang og á einhverjum sviðum skort yfirsýn eða stefnufestu. Tíð ráðherraskipti spilltu fyrir samlyndi á stjórnarheimilinu. Misráðnar ákvarðanir einstaka ráðherra, jafnvel mistök í embættisfærslu, grófu undan tiltrú almennings. Skuldamál heimilanna voru ekki tekin nægilega föstum tökum í upphafi þrátt fyrir fjölda ráðstafana. Ítrekað kastaðist í kekki milli ríkisstjórnarinnar og verkalýðshreyfingarinnar. Hagsmunaaðilar efndu til harðra átaka um veiðileyfagjald, breytingar á fiskveiðistjórnun og stjórnarskrána. Sá atgangur var háður á mörgum vígstöðvum samtímis og laskaði bæði menn og málefni. Grimm og hávær stjórnarandstaða hafði líka áhrif og spillti mjög ásýnd þingsins. Örlagaríkar vikur Örlagaríkastar urðu þó lokavikur þingsins, einkum þrennt: 1) Óvænt dómsniðurstaða Icesave-málsins þeytti Framsóknarflokknum á óverðskuldað flug en gróf undan trúverðugleika beggja stjórnarflokkanna. 2) Sú ákvörðun að setja ESB-viðræðurnar á ís fram yfir kosningar olli fylgismönnum Samfylkingarinnar sárum vonbrigðum og gróf undan trausti á heilindum stjórnarsamstarfsins. 3) Forystumenn stjórnarflokkanna gáfust upp við að ná fram þeim tveimur málum sem hæst hafði borið misserin á undan, þ.e. nýrri stjórnarskrá og breytingum á fiskveiðistjórnun sem svo margir bundu vonir við að myndu ná fram að ganga. Þegar þrjú mikilvæg stefnumál höfðu verið yfirgefin á örlagastundu brast eitthvað. Ný framboð urðu til um hin sömu mál með Samfylkingarfólki í lykilhlutverki. Sú ákvörðun nýs formanns Samfylkingarinnar að þvo hendur sínar af fortíðinni, skilja sig frá hinni ?óvinsælu ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur? til þess að skapa sér og flokknum nýja ásýnd varð heldur ekki happadrjúg. Þar rofnaði samheldnin sem fram að því hafði haldið flokknum á floti gegnum þykkt og þunnt. Við þetta má auðvitað bæta ýmsu sem úrskeiðis fór í sjálfri kosningabaráttunni. Það var t.d. vandræðalegt og vanhugsað þegar sett var ofan í við viðurkenndan fræðimann fyrir vinsamlegar ábendingar um málefnaáherslur Samfylkingarinnar í skuldamálum. Nær hefði verið að taka þá gagnrýni til greina. Óánægja með ?frammistöðu? flokksins orsakaði fylgistapið í kosningunum ef marka má fylgisgreiningu. Yfir slíkum tíðindum er ekki nóg að bera sig vel – af þeim þarf að læra. Forysta Samfylkingarinnar og flokksmenn allir verða að horfast í augu við að flokkurinn þarfnast endurreisnar. Flokkurinn þarf að taka til í sínum ranni: Skerpa áherslur, endurstilla stefnumið og byggja sig upp að nýju sem trúverðugt stjórnmálaafl með erindi. Til að það megi takast þarf Samfylkingin að tengjast grasrótinni og koma á endurnýjuðu jarðsambandi út í samfélagið. Heppnist það, er aldrei að vita nema kosningatapið 2013 geti orðið viðspyrna til nýrrar sóknar og framtíðarsigra.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun