Íslenski boltinn

Bjórinn verður í Höllinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jón Kaldal, formaður Þróttar.
Jón Kaldal, formaður Þróttar.

Reykjavíkurborg hafnaði í dag síðari umsókn Þróttara um staðsetningu bjórtjalds í Laugardalnum fyrir landsleik Íslands og Slóveníu á föstudaginn. Þróttarar dóu hins vegar ekki ráðalausir.

„Við höfum samið við Laugardalshöll um aðstöðu og þar eru öll leyfi til staðar. Það verður viðamikil og vonandi fjölmenn upphitun í anddyri gömlu hallarinnar," segir Jón Kaldal formaður Þróttar. Skemmtunin mun hefjast klukkan 16 og standa í tvær klukkustundir. Leikurinn sjálfur hefst á Laugardalsvelli klukkan 19.

„Þar verða vanir menn sem spila tónlist og sömuleiðis sérfræðingar sem sjá um leikgreiningu landsliða Íslands og Slóveníu," segir Jón sem reiknar með því að leikgreining hefjist klukkan 17. Hann segist vonast til þess að mikill fjöldi leggi leið sína í upphitun en stuðningsmannasveit landsliðsins, Tólfan, hefur þegar boðað komu sína.

„Þarna getum við tekið á móti yfir 1000 manns," segir Jón. Landsliðsvarningur verður til sölu á svæðinu og Búllan verður með hamborgara til sölu í vagni fyrir utan Höllina.

„Bjórinn verður hins vegar inni. Þar mun fara vel um okkur," segir Jón.


Tengdar fréttir

Enn óvíst hvort við fáum áfengisleyfi

Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag þá stendur til að vera með skemmtun fyrir áhorfendur áður en landsleikur Íslands og Slóveníu hefst í byrjun júní.

Þróttarar leggja inn aðra umsókn vegna bjórtjalds

Ekkert verður af því að bjórtjald verði reist nærri félagsheimili Þróttar fyrir landsleik Íslands og Slóveníu. Þróttarar hafa þó ekki lagt árar í bát. Í gær fengu Þróttarar synjun á umsókn sína um bjórtjaldið og þeir eru hissa á þeim úrskurði.

Bjór líklega seldur í Laugardalnum

Fram kom á blaðamannafundi KSÍ í dag að boðið verði upp á ýmsar uppákomur fyrir landsleikinn gegn Slóvenum í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×