Sauma silkisængur fyrir ríka útlendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 14. maí 2013 19:30 Verð á æðardúni er í methæðum og söluhorfur hafa aldrei verið betri. Á Skarði á Skarðsströnd eru æðarbændur byrjaðir að fullvinna fokdýrar silkisængur fyrir auðmenn úti í heimi. Talið er að um þrjúhundruð og tuttugu íslensk heimili hafi hlunnindi af dúntekju. Æðarbændur búa sig þessa dagana undir að varp æðarfugls hefjist. Hilmar Jón Kristinsson, æðarræktandi á Skarði, segir í samtali á Stöð 2 að eins og staðan sé nú séu horfur góður, bæði hvað veður og fjölda fugla snerti. Mikið virðist af æðarfugli, að minnsta kosti við Breiðafjörð. Þegar hort er yfir landið skyggir þó eitt á; snjóþyngsli á Norðurlandi, og vonast Hilmar til að snjóa fari þar að leysa svo fuglinn geti farið að setjast upp og verpa fyrir norðan. „Söluhorfur líta vel út, og verð jafnframt líka, og eiginlega aldrei litið betur út en núna. Vonandi gengur það bara allt eftir," segir Hilmar.Æðardúnn er dýr náttúruafurð, hvert kíló kostar um 170 þúsund krónur.Mynd/Egill Aðalsteinsson.Á Skarði er ein stærsta dúnhreinsun landsins og þar er búið að endurnýja tækjakost til að koma á fullvinnslu. Dúnþvottavélar, sængurfyllingarvél og saumavél eru meðal nýrra tækja sem gerir Skarðsverjum kleift að sauma silkisængurnar sjálfir í stað þess að flytja allan dúninn út sem hráefni. Þórunn Hilmarsdóttir, húsfreyja á Skarði, móðir Hilmars, segir að þetta hafi alltaf verið draumurinn, að fullvinnslan færist inn í hagkerfi Íslands. Um 170 þúsund krónur fást nú fyrir kílóið af dún enda er æðardúnssæng vara ríka fólksins. „Það eru ekki til betri sængur. Sá sem hefur einu sinni sofið undir svona sæng, hann vill ekkert annað," segir Þórunn. Tengdar fréttir Er þetta Silfurbrú Ólafar ríku á Skarði? Steinhlaðin braut, svokölluð Silfurbrú, sem Ólöf ríka er talin hafa látið enska þræla leggja á fimmtándu öld, gæti verið fundin. Bændur á Skarði segjast ekki í vafa um að hleðslur við rætur Skarðsfjalls séu hin forna Silfurbrú. Á fimmtándu öld var Skarð á Skarðsströnd mesta höfuðból landsins. Þar er talið að sama ættin hafi búið frá landnámsöld og núverandi bóndi, Kristinn Jónsson, hikar ekki við að segja að Ólöf ríka sé mesti kvenskörungur sem Ísland hefur alið. Gröf hennar er undir altari Skarðskirkju og altarisbríkin, sem Ólöf er sögð hafa gefið kirkjunni, er talin varðveita mynd hennar. Hefnd Ólafar ríku, vegna dráps Englendinga á eiginmanni hennar, Birni ríka, með orðunum frægu, "eigi skal gráta Björn bónda heldur safna liði", fólst meðal annars í því að hún hneppti fjölda Englendinga í þrældóm og herma sagnir að hún hafi látið þá leggja mikinn hlaðinn steinveg um Skarðsströnd. Með bílvegum og breyttum búskaparháttum greri yfir fornar leiðir en Hilmar, sonur Kristins bónda, leiðir okkur upp að rótum Skarðsfjalls þar sem greina má hleðslur. Hann kveðst sannfærður um að hér sé fundin Silfurbrúin. Þegar við spyrjum hvort Silfurbrúin hafi í raun verið týnd segja Skarðsverjar að hún hafi ef til vill glatast yngri kynslóðum, en eldri menn hafi vitað um þessar hleðslur, þó kannski án þess að gera sér grein fyrir hvað þetta væri. Skriður hafa fallið yfir hana og hún spillst en Hilmar segist þó sjá móta fyrir brautinni á fjögurra til fimm kilómetra kafla og telur að hún gæti hafa verið sjö til átta kílómetra löng. 10. maí 2013 18:56 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Verð á æðardúni er í methæðum og söluhorfur hafa aldrei verið betri. Á Skarði á Skarðsströnd eru æðarbændur byrjaðir að fullvinna fokdýrar silkisængur fyrir auðmenn úti í heimi. Talið er að um þrjúhundruð og tuttugu íslensk heimili hafi hlunnindi af dúntekju. Æðarbændur búa sig þessa dagana undir að varp æðarfugls hefjist. Hilmar Jón Kristinsson, æðarræktandi á Skarði, segir í samtali á Stöð 2 að eins og staðan sé nú séu horfur góður, bæði hvað veður og fjölda fugla snerti. Mikið virðist af æðarfugli, að minnsta kosti við Breiðafjörð. Þegar hort er yfir landið skyggir þó eitt á; snjóþyngsli á Norðurlandi, og vonast Hilmar til að snjóa fari þar að leysa svo fuglinn geti farið að setjast upp og verpa fyrir norðan. „Söluhorfur líta vel út, og verð jafnframt líka, og eiginlega aldrei litið betur út en núna. Vonandi gengur það bara allt eftir," segir Hilmar.Æðardúnn er dýr náttúruafurð, hvert kíló kostar um 170 þúsund krónur.Mynd/Egill Aðalsteinsson.Á Skarði er ein stærsta dúnhreinsun landsins og þar er búið að endurnýja tækjakost til að koma á fullvinnslu. Dúnþvottavélar, sængurfyllingarvél og saumavél eru meðal nýrra tækja sem gerir Skarðsverjum kleift að sauma silkisængurnar sjálfir í stað þess að flytja allan dúninn út sem hráefni. Þórunn Hilmarsdóttir, húsfreyja á Skarði, móðir Hilmars, segir að þetta hafi alltaf verið draumurinn, að fullvinnslan færist inn í hagkerfi Íslands. Um 170 þúsund krónur fást nú fyrir kílóið af dún enda er æðardúnssæng vara ríka fólksins. „Það eru ekki til betri sængur. Sá sem hefur einu sinni sofið undir svona sæng, hann vill ekkert annað," segir Þórunn.
Tengdar fréttir Er þetta Silfurbrú Ólafar ríku á Skarði? Steinhlaðin braut, svokölluð Silfurbrú, sem Ólöf ríka er talin hafa látið enska þræla leggja á fimmtándu öld, gæti verið fundin. Bændur á Skarði segjast ekki í vafa um að hleðslur við rætur Skarðsfjalls séu hin forna Silfurbrú. Á fimmtándu öld var Skarð á Skarðsströnd mesta höfuðból landsins. Þar er talið að sama ættin hafi búið frá landnámsöld og núverandi bóndi, Kristinn Jónsson, hikar ekki við að segja að Ólöf ríka sé mesti kvenskörungur sem Ísland hefur alið. Gröf hennar er undir altari Skarðskirkju og altarisbríkin, sem Ólöf er sögð hafa gefið kirkjunni, er talin varðveita mynd hennar. Hefnd Ólafar ríku, vegna dráps Englendinga á eiginmanni hennar, Birni ríka, með orðunum frægu, "eigi skal gráta Björn bónda heldur safna liði", fólst meðal annars í því að hún hneppti fjölda Englendinga í þrældóm og herma sagnir að hún hafi látið þá leggja mikinn hlaðinn steinveg um Skarðsströnd. Með bílvegum og breyttum búskaparháttum greri yfir fornar leiðir en Hilmar, sonur Kristins bónda, leiðir okkur upp að rótum Skarðsfjalls þar sem greina má hleðslur. Hann kveðst sannfærður um að hér sé fundin Silfurbrúin. Þegar við spyrjum hvort Silfurbrúin hafi í raun verið týnd segja Skarðsverjar að hún hafi ef til vill glatast yngri kynslóðum, en eldri menn hafi vitað um þessar hleðslur, þó kannski án þess að gera sér grein fyrir hvað þetta væri. Skriður hafa fallið yfir hana og hún spillst en Hilmar segist þó sjá móta fyrir brautinni á fjögurra til fimm kilómetra kafla og telur að hún gæti hafa verið sjö til átta kílómetra löng. 10. maí 2013 18:56 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Er þetta Silfurbrú Ólafar ríku á Skarði? Steinhlaðin braut, svokölluð Silfurbrú, sem Ólöf ríka er talin hafa látið enska þræla leggja á fimmtándu öld, gæti verið fundin. Bændur á Skarði segjast ekki í vafa um að hleðslur við rætur Skarðsfjalls séu hin forna Silfurbrú. Á fimmtándu öld var Skarð á Skarðsströnd mesta höfuðból landsins. Þar er talið að sama ættin hafi búið frá landnámsöld og núverandi bóndi, Kristinn Jónsson, hikar ekki við að segja að Ólöf ríka sé mesti kvenskörungur sem Ísland hefur alið. Gröf hennar er undir altari Skarðskirkju og altarisbríkin, sem Ólöf er sögð hafa gefið kirkjunni, er talin varðveita mynd hennar. Hefnd Ólafar ríku, vegna dráps Englendinga á eiginmanni hennar, Birni ríka, með orðunum frægu, "eigi skal gráta Björn bónda heldur safna liði", fólst meðal annars í því að hún hneppti fjölda Englendinga í þrældóm og herma sagnir að hún hafi látið þá leggja mikinn hlaðinn steinveg um Skarðsströnd. Með bílvegum og breyttum búskaparháttum greri yfir fornar leiðir en Hilmar, sonur Kristins bónda, leiðir okkur upp að rótum Skarðsfjalls þar sem greina má hleðslur. Hann kveðst sannfærður um að hér sé fundin Silfurbrúin. Þegar við spyrjum hvort Silfurbrúin hafi í raun verið týnd segja Skarðsverjar að hún hafi ef til vill glatast yngri kynslóðum, en eldri menn hafi vitað um þessar hleðslur, þó kannski án þess að gera sér grein fyrir hvað þetta væri. Skriður hafa fallið yfir hana og hún spillst en Hilmar segist þó sjá móta fyrir brautinni á fjögurra til fimm kilómetra kafla og telur að hún gæti hafa verið sjö til átta kílómetra löng. 10. maí 2013 18:56