Sigmundur Davíð telur ólíklegt að Norðmenn yfirgefi Drekann Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. október 2013 18:38 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist eiga von á því að Norðmenn standi við þegar gerða samninga um olíuleit og rannsóknir á Drekasvæðinu þrátt fyrir að tveir flokkar sem styðja ríkisstjórn Ernu Solberg vilji að Norðmenn dragi sig úr verkefninu. Noregur mun hugsanlega draga sig út úr olíuleit við Ísland eftir tvö ár. Smáflokkarnir tveir sem styðja ríkisstjórn Ernu Solberg, Kristilegi þjóðarflokkurinn og Vinstri, ætla að vinna gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Frá því var greint í norska dagblaðinu Aftenposten að ný ríkisstjórn Norðmanna gæti gert út af við olíudraum Íslendinga.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki fengið nánari skýringar á afstöðu flokkanna. „Hins vegar virðist ljóst að Norðmenn munu standa við samkomulag sem var gert, þ.e þátttöku þeirra í fyrsta áfanga leitarinnar sem mun vara í tvö ár. Að þeim tíma liðnum verður vonandi komið í ljós að þarna séu verulegar líkur á olíu- og gaslindum og þá ætti það að hvetja menn áfram," segir Sigmundur Davíð.Væri það sérstakt áhyggjuefni fyrir okkur ef Petoro (að fullu í eigu norska ríkisins) myndi draga sig út úr verkefninu? „Það hefur auðvitað ýmsa kosti að hafa Norðmenn þarna með og þeir verða að öllum líkindum með að minnsta kosti þessi fyrstu tvö ár í samræmi við gert samkomulag. Ef að niðurstöður á þeim tíma verða jákvæðar þykir mér ólíklegt að þeir muni ákveða að draga sig út úr þessu þegar á hólminn er komið.“ Sigmundur Davíð segir að íslensk stjórnvöld virði afstöðu Norðmanna, hver sem hún verði, en að ríkisstjórnin muni lýsa yfir vilja til að vinna með þeim áfram. Hann segir að hver sem niðurstaðan verði muni hún ekki skaða samskipti ríkjanna. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er talað um stofnun ríkisolíufélags. „Sú vinna er í gangi og þetta er ágætis áminning um mikilvægi þess að byggja upp þekkingu og reynslu á sviði olíuleitar og rannsókna á Íslandi. Sú þekking mun nýtast okkur hvað sem líður þróuninni á Drekasvæðinu því að í hafinu í kringum okkur er mikið um að vera á þessu sviði og það yrði örugglega eftirspurn eftir aðkomu Íslendinga,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Tengdar fréttir Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist eiga von á því að Norðmenn standi við þegar gerða samninga um olíuleit og rannsóknir á Drekasvæðinu þrátt fyrir að tveir flokkar sem styðja ríkisstjórn Ernu Solberg vilji að Norðmenn dragi sig úr verkefninu. Noregur mun hugsanlega draga sig út úr olíuleit við Ísland eftir tvö ár. Smáflokkarnir tveir sem styðja ríkisstjórn Ernu Solberg, Kristilegi þjóðarflokkurinn og Vinstri, ætla að vinna gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Frá því var greint í norska dagblaðinu Aftenposten að ný ríkisstjórn Norðmanna gæti gert út af við olíudraum Íslendinga.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki fengið nánari skýringar á afstöðu flokkanna. „Hins vegar virðist ljóst að Norðmenn munu standa við samkomulag sem var gert, þ.e þátttöku þeirra í fyrsta áfanga leitarinnar sem mun vara í tvö ár. Að þeim tíma liðnum verður vonandi komið í ljós að þarna séu verulegar líkur á olíu- og gaslindum og þá ætti það að hvetja menn áfram," segir Sigmundur Davíð.Væri það sérstakt áhyggjuefni fyrir okkur ef Petoro (að fullu í eigu norska ríkisins) myndi draga sig út úr verkefninu? „Það hefur auðvitað ýmsa kosti að hafa Norðmenn þarna með og þeir verða að öllum líkindum með að minnsta kosti þessi fyrstu tvö ár í samræmi við gert samkomulag. Ef að niðurstöður á þeim tíma verða jákvæðar þykir mér ólíklegt að þeir muni ákveða að draga sig út úr þessu þegar á hólminn er komið.“ Sigmundur Davíð segir að íslensk stjórnvöld virði afstöðu Norðmanna, hver sem hún verði, en að ríkisstjórnin muni lýsa yfir vilja til að vinna með þeim áfram. Hann segir að hver sem niðurstaðan verði muni hún ekki skaða samskipti ríkjanna. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er talað um stofnun ríkisolíufélags. „Sú vinna er í gangi og þetta er ágætis áminning um mikilvægi þess að byggja upp þekkingu og reynslu á sviði olíuleitar og rannsókna á Íslandi. Sú þekking mun nýtast okkur hvað sem líður þróuninni á Drekasvæðinu því að í hafinu í kringum okkur er mikið um að vera á þessu sviði og það yrði örugglega eftirspurn eftir aðkomu Íslendinga,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Tengdar fréttir Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09