Vonbrigði á Tálknafirði Kristján Már Unnarsson skrifar 13. júní 2013 14:59 Borinn Nasi frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða á borstað í Tálknafirði. Mynd/Egill Aðalsteinsson. Borun eftir heitu vatni við Tálknafjörð hefur verið hætt án þess að tilætlaður árangur næðist. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Við vorum algjörlega sannfærð um að við myndum finna þarna gnægð af heitu vatni," sagði Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti Tálknafjarðar, í samtali við fréttastofu 365. Hreppsnefndin ákvað á fundi í gærkvöldi, að tillögu Hauks Jóhannessonar jarðfræðings, að láta staðar numið en borinn var þá kominn niður á 1.400 metra dýpi. Góður hiti reyndist í holunni, um 70 gráður, en nánast ekkert heitt vatn kom upp, eða aðeins um tveir sekúndulítrar. Holan var boruð skammt frá Stóra-Laugardal, um fimm kílómetrum vestan við þorpið. Þar er heit laug og önnur borhola, sem þegar gefur um 40 sekúndulítra af 38 stiga heitu vatni. Það nýtist til að kynda sundlaug Tálknafjarðar og grunnskólann á Sveinseyri. Vonast hafði verið til að með borun fyndist nægt vatn til viðbótar til að leggja hitaveitu í öll hús þorpsins. Eyrún segir að nú verði skoðað hvort heita vatnið, sem þegar sé til staðar, geti dugað með varmaskiptum í hitaveitu. Sú hola sé metin upp á 1,5 megvött og eitt megavatt gæti nægt til að kynda þorpið. Tengdar fréttir Þorpið þyrstir í fréttir af bormönnum Allra augu á Tálknafirði mæna þessa dagana á þrjá bormenn sem þar bora eftir heitu vatni. Þeir eru komnir niður á það dýpi þar sem heitavatnsæðin átti að vera. 31. maí 2013 19:45 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Borun eftir heitu vatni við Tálknafjörð hefur verið hætt án þess að tilætlaður árangur næðist. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Við vorum algjörlega sannfærð um að við myndum finna þarna gnægð af heitu vatni," sagði Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti Tálknafjarðar, í samtali við fréttastofu 365. Hreppsnefndin ákvað á fundi í gærkvöldi, að tillögu Hauks Jóhannessonar jarðfræðings, að láta staðar numið en borinn var þá kominn niður á 1.400 metra dýpi. Góður hiti reyndist í holunni, um 70 gráður, en nánast ekkert heitt vatn kom upp, eða aðeins um tveir sekúndulítrar. Holan var boruð skammt frá Stóra-Laugardal, um fimm kílómetrum vestan við þorpið. Þar er heit laug og önnur borhola, sem þegar gefur um 40 sekúndulítra af 38 stiga heitu vatni. Það nýtist til að kynda sundlaug Tálknafjarðar og grunnskólann á Sveinseyri. Vonast hafði verið til að með borun fyndist nægt vatn til viðbótar til að leggja hitaveitu í öll hús þorpsins. Eyrún segir að nú verði skoðað hvort heita vatnið, sem þegar sé til staðar, geti dugað með varmaskiptum í hitaveitu. Sú hola sé metin upp á 1,5 megvött og eitt megavatt gæti nægt til að kynda þorpið.
Tengdar fréttir Þorpið þyrstir í fréttir af bormönnum Allra augu á Tálknafirði mæna þessa dagana á þrjá bormenn sem þar bora eftir heitu vatni. Þeir eru komnir niður á það dýpi þar sem heitavatnsæðin átti að vera. 31. maí 2013 19:45 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Þorpið þyrstir í fréttir af bormönnum Allra augu á Tálknafirði mæna þessa dagana á þrjá bormenn sem þar bora eftir heitu vatni. Þeir eru komnir niður á það dýpi þar sem heitavatnsæðin átti að vera. 31. maí 2013 19:45