Enski boltinn

Leyfði Andy Carroll að fara svo að Suarez fengi að njóta sín

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur nú gefið skýringuna á því af hverju hann leyfði enska landsliðsframherjanum Andy Carroll að fara til West Ham fyrir miklu minni pening en Liverpool keypti hann á frá Newcastle.

„Ég taldi að það hentaði ekki Luis að spila með Andy Carroll. Þegar þú spilar með hávaxinn mann fremst þá er ekki hægt annað en að reyna að fara í gegnum hann. Allt þarf þá að snúast í kringum stóra strákinn," sagði Brendan Rodgers.

Rodgers vili leyfa Luis Suarez að spila meira frjálsara hlutverk í framlínu Liverpool-liðsins og Úrúgvæmaðurinn er svo sannarlega að nýta sér það.

„Ef menn skoða mörkin sem Luis hefur skorað í minni stjóratíð þá hafa ekki mörg komið eftir fyrirgjafir þar sem Andy er frábær," sagði Rodgers sem vill spila upp völlinn en ekki beita löngum sendingum fram. Andy Carroll hefur verið mikið meiddur og því lítið spilað með West Ham í vetur.

„Við vorum að reyna að búa til rétta umhverfið fyrir úrvalsleikmann og Luis er slíkur leikmaður. Við höfum búið til umhverfi fyrir alla okkar leikmenn en Luis vegna varð ég að leyfa Andy Carroll að fara. Um leið tókst okkur að nýta betur hæfileika Luis," sagði Rodgers.

Luis Suarez hefur skorað 13 mörk í 9 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.  Hér fyrir ofan má sjá fernuna hans á móti Norwich.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×