Segir AGS reka pólitík sem vinni gegn hagsmunum almennings Höskuldur Kári Schram skrifar 13. desember 2013 12:02 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, gefur lítið fyrir gagnrýni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á skuldaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Hann segir að sjóðurinn hafi alltaf verið á móti almennum aðgerðum og að pólitísk stefna hans hafi aldrei reynst almenningi vel. Þetta kom fram í máli forsætisráðherra á Alþingi í morgun. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að skuldaaðgerðirnar séu verðbólguhvetjandi og að þær muni auka vanda Íbúðalánasjóðs. Seðlabanki Íslands tekur í svipaðan streng. Í rökstuðningi peningastefnunefndar bankans í vikunni kom fram að nefndin telur að áhrif skuldaniðurfærslunnar á verðbólgu séu mögulega vanmetin. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, tók málið upp á Alþingi og kallaði eftir viðbrögðum frá forsætisráðherra. „Eins og hæstvirtur forsætisráðherra veit þá hækkar höfuðstóll verðtryggðra lána við aukna verðbólgu. Þannig að hættan er sú að boðaðar aðgerðir verði einfaldlega á skömmum tíma étnar upp af verðbólgu,“ sagði Guðmundur. Forsætisráðherra sagði að afstaða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi alltaf legið fyrir. „Það er svosem ekki nýtt. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lýst sig andsnúinn almennum skuldaaðgerðum undanfarin ár. Ég hef fyrir mitt leyti marglýst að ég sé algjörlega ósammála þeirri pólitík sem AGS rekur og hefur því miður ekki reynst heimilum sérstaklega vel í mörgum eða flestum þeirra landa sem AGS hefur komið að málum,“ sagði Sigmundur. Sigmundur sagði hins vegar að afstaða Seðlabankans hafi verið jákvæðari en hann átti von á. „Það er reyndar í áætlun bankans örlitið meiri verðbólga heldur en í þeirri greiningu sem sérfræðihópurinn vann. En það eru ekki veruleg áhrif. Það eru mjög óveruleg áhrif sem hægt er að hafa áhrif á þ.e. vinna gegn og það er gert ekki hvað síst með seinni hluta aðgerðanna þ.e. öðrum áfanganum varðandi skattaafslátt vegna séreignasparnaðar. Það virkar í hina áttina. Þannig að saman virka þessar leiðir til þess að magna upp kosti hvorrar leiðar fyrir sig og draga úr ókostunum,“ sagði Sigmundur. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, gefur lítið fyrir gagnrýni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á skuldaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Hann segir að sjóðurinn hafi alltaf verið á móti almennum aðgerðum og að pólitísk stefna hans hafi aldrei reynst almenningi vel. Þetta kom fram í máli forsætisráðherra á Alþingi í morgun. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að skuldaaðgerðirnar séu verðbólguhvetjandi og að þær muni auka vanda Íbúðalánasjóðs. Seðlabanki Íslands tekur í svipaðan streng. Í rökstuðningi peningastefnunefndar bankans í vikunni kom fram að nefndin telur að áhrif skuldaniðurfærslunnar á verðbólgu séu mögulega vanmetin. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, tók málið upp á Alþingi og kallaði eftir viðbrögðum frá forsætisráðherra. „Eins og hæstvirtur forsætisráðherra veit þá hækkar höfuðstóll verðtryggðra lána við aukna verðbólgu. Þannig að hættan er sú að boðaðar aðgerðir verði einfaldlega á skömmum tíma étnar upp af verðbólgu,“ sagði Guðmundur. Forsætisráðherra sagði að afstaða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi alltaf legið fyrir. „Það er svosem ekki nýtt. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lýst sig andsnúinn almennum skuldaaðgerðum undanfarin ár. Ég hef fyrir mitt leyti marglýst að ég sé algjörlega ósammála þeirri pólitík sem AGS rekur og hefur því miður ekki reynst heimilum sérstaklega vel í mörgum eða flestum þeirra landa sem AGS hefur komið að málum,“ sagði Sigmundur. Sigmundur sagði hins vegar að afstaða Seðlabankans hafi verið jákvæðari en hann átti von á. „Það er reyndar í áætlun bankans örlitið meiri verðbólga heldur en í þeirri greiningu sem sérfræðihópurinn vann. En það eru ekki veruleg áhrif. Það eru mjög óveruleg áhrif sem hægt er að hafa áhrif á þ.e. vinna gegn og það er gert ekki hvað síst með seinni hluta aðgerðanna þ.e. öðrum áfanganum varðandi skattaafslátt vegna séreignasparnaðar. Það virkar í hina áttina. Þannig að saman virka þessar leiðir til þess að magna upp kosti hvorrar leiðar fyrir sig og draga úr ókostunum,“ sagði Sigmundur.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira