Ræddi ofbeldið við embættismenn páfa Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 13. desember 2013 07:30 Martin Eyjólfsson, nýskipaður sendiherra Íslands í Páfagarði, afhendir Frans fyrsta trúnaðarbréf sitt í gær. "Þetta var mjög hátíðleg stund í mínu lífi. Það geislaði mikilli hlýju af Frans fyrsta páfa. Hann er greinilega hlýr maður, léttur í lund og skemmtilegur," segir Martin Eyjólfsson, fastafulltrúi Íslands í Genf og nýskipaður sendiherra Íslands í Vatíkaninu. Hann er fyrsti íslenski kaþólikkinn sem er skipaður sendiherra í Páfagarði. Martin afhenti páfa trúnaðarbréf sitt í gær ásamt sautján öðrum nýskipuðum sendiherrum. "Um leið og ég afhenti páfa trúnaðarbréfið sagði ég nokkur orð við hann. Ég bar honum kveðju forseta Íslands og íslensku þjóðarinnar og sagði honum að þetta væri mikill heiður fyrir mig. Jafnframt sagði ég páfa að ég myndi biðja fyrir honum. Hann brosti út að eyrum enda leggur páfi mikið upp úr bæninni og mætti hennar," segir Martin. Þegar hinir nýskipuðu sendiherrar höfðu afhent trúnaðarbréf sín hélt Frans fyrsti stutta ræðu þar sem hann hvatti heimaríki sendiherranna til að berjast gegn mansali með öllum tiltækum ráðum, það væri svartur blettur í samfélagi þjóðanna. "Þegar páfi hafði lokið máli sínu gafst mér tækifæri til að skiptast á nokkrum orðum við hann. Ég færði honum Kærleikskúlu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra að gjöf og sagði honum frá verkefninu, sem hann blessaði," segir Martin. Martin hefur þegar átt fundi með háttsettum embættismönnum Páfagarðs. Þar lýsti hann yfir ánægju með að Frans páfi hefði fært boðskap kirkjunnar í átt að grunngildum hennar og lagt áherslu á þau málefni sem sameina mannkyn. Á fundunum ræddi Martin meðal annars hörmulegt kynferðisofbeldi sem nemendur í Landakotsskóla sættu á síðari hluta síðustu aldar. "Ég lýsti yfir mikill hryggð yfir því hvernig kaþólska kirkjan á Íslandi virðist ætla að taka á þeim málum og var meðal annars að vísa til nýlegrar umfjöllunar um sanngirnisbætur til þolenda," segir Martin og hvetur kaþólsku kirkjuna til að finna viðunandi lausn á þessum málum. Langalangafi Martins, Gunnar Einarsson, var annar tveggja tólf ára íslenskra drengja sem fóru utan árið 1870 til náms hjá jesúítum í Kaupmannahöfn. Hinn var Jón Sveinsson, Nonni, sem hélt áfram til Frakklands. Gunnar tók kaþólska trú í Kaupmannahöfn en sneri að því loknu heim aftur. Fjölskylda Gunnars varð síðan kjarninn í starfi kaþólska safnaðarins á Íslandi fyrstu áratugina. Jóhannes Gunnarsson, sonur Gunnars, var fyrsti íslenski biskupinn í Landakoti, en hann var langömmubróðir Martins Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Sjá meira
"Þetta var mjög hátíðleg stund í mínu lífi. Það geislaði mikilli hlýju af Frans fyrsta páfa. Hann er greinilega hlýr maður, léttur í lund og skemmtilegur," segir Martin Eyjólfsson, fastafulltrúi Íslands í Genf og nýskipaður sendiherra Íslands í Vatíkaninu. Hann er fyrsti íslenski kaþólikkinn sem er skipaður sendiherra í Páfagarði. Martin afhenti páfa trúnaðarbréf sitt í gær ásamt sautján öðrum nýskipuðum sendiherrum. "Um leið og ég afhenti páfa trúnaðarbréfið sagði ég nokkur orð við hann. Ég bar honum kveðju forseta Íslands og íslensku þjóðarinnar og sagði honum að þetta væri mikill heiður fyrir mig. Jafnframt sagði ég páfa að ég myndi biðja fyrir honum. Hann brosti út að eyrum enda leggur páfi mikið upp úr bæninni og mætti hennar," segir Martin. Þegar hinir nýskipuðu sendiherrar höfðu afhent trúnaðarbréf sín hélt Frans fyrsti stutta ræðu þar sem hann hvatti heimaríki sendiherranna til að berjast gegn mansali með öllum tiltækum ráðum, það væri svartur blettur í samfélagi þjóðanna. "Þegar páfi hafði lokið máli sínu gafst mér tækifæri til að skiptast á nokkrum orðum við hann. Ég færði honum Kærleikskúlu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra að gjöf og sagði honum frá verkefninu, sem hann blessaði," segir Martin. Martin hefur þegar átt fundi með háttsettum embættismönnum Páfagarðs. Þar lýsti hann yfir ánægju með að Frans páfi hefði fært boðskap kirkjunnar í átt að grunngildum hennar og lagt áherslu á þau málefni sem sameina mannkyn. Á fundunum ræddi Martin meðal annars hörmulegt kynferðisofbeldi sem nemendur í Landakotsskóla sættu á síðari hluta síðustu aldar. "Ég lýsti yfir mikill hryggð yfir því hvernig kaþólska kirkjan á Íslandi virðist ætla að taka á þeim málum og var meðal annars að vísa til nýlegrar umfjöllunar um sanngirnisbætur til þolenda," segir Martin og hvetur kaþólsku kirkjuna til að finna viðunandi lausn á þessum málum. Langalangafi Martins, Gunnar Einarsson, var annar tveggja tólf ára íslenskra drengja sem fóru utan árið 1870 til náms hjá jesúítum í Kaupmannahöfn. Hinn var Jón Sveinsson, Nonni, sem hélt áfram til Frakklands. Gunnar tók kaþólska trú í Kaupmannahöfn en sneri að því loknu heim aftur. Fjölskylda Gunnars varð síðan kjarninn í starfi kaþólska safnaðarins á Íslandi fyrstu áratugina. Jóhannes Gunnarsson, sonur Gunnars, var fyrsti íslenski biskupinn í Landakoti, en hann var langömmubróðir Martins
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Sjá meira