Poulter í leit að lokapúslinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2013 19:15 Ian Poulter fagnaði sigrinum í Ryder-bikarnum vel. Nordicphotos/Getty Kylfingurinn Ian Poulter vonast til þess að geta fylgt eftir góðri frammistöðu á golfvellinum á nýliðnu ári með eina bikarnum sem vantar í safnið. Englendingurinn hefur aldrei unnið sigur á risamóti í íþróttinni. Poulter keppir í vikunni á fyrsta PGA-móti ársins á Hawaii. Hann viðurkennir í samtali við Reuters-fréttastofuna að hann eigi enn eftir að finna út hvað hann þurfi að gera til þess að vinna sigur á risamóti. „Ég veit ekki hvað þarf til," sagði Englendingurinn. „Ef það þýðir að ég þurfi að taka mér tuttugu vikna frí fyrir risamót þá geri ég það. Ef það þýðir að ég þurfi að spila á fimm mótum í röð til þess að vinna eitt þeirra geri ég það." Eftir rólega byrjun á golfvellinum á síðasta ári fór allt á flug hjá Poulter. Hann hafnaði í efstu tiu sætunum á þremur af risamótunum fjórum og vann sigur á HSBC Champions mótinu í Kína á Heimsmótaröðinni. Hápunktur ársins var þó frammistaða Poulter í Ryder-bikarnum. Þar fór Poulter fyrir ótrúlegri endurkomu Evrópuliðsins sem vann ótrúlegan sigur. „Ég fæ ennþá gæsahúð þegar ég tala um það," segir Poulter um frammistöðu sína á öðrum degi keppninnar. Poulter landaði þá fimm fuglum í röð, vann sigur í viðureign sinni og gaf tóninn fyrir það sem á eftir kom. „Ég hef mörg markmið. Halda áfram að bæta sömu hlutina í leik mínum, bæta mig og vonandi bæta titlum í safnið ásamt þeim fyrsta á risamóti," sagði Poulter um markmið sín á árinu. Golf Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Kylfingurinn Ian Poulter vonast til þess að geta fylgt eftir góðri frammistöðu á golfvellinum á nýliðnu ári með eina bikarnum sem vantar í safnið. Englendingurinn hefur aldrei unnið sigur á risamóti í íþróttinni. Poulter keppir í vikunni á fyrsta PGA-móti ársins á Hawaii. Hann viðurkennir í samtali við Reuters-fréttastofuna að hann eigi enn eftir að finna út hvað hann þurfi að gera til þess að vinna sigur á risamóti. „Ég veit ekki hvað þarf til," sagði Englendingurinn. „Ef það þýðir að ég þurfi að taka mér tuttugu vikna frí fyrir risamót þá geri ég það. Ef það þýðir að ég þurfi að spila á fimm mótum í röð til þess að vinna eitt þeirra geri ég það." Eftir rólega byrjun á golfvellinum á síðasta ári fór allt á flug hjá Poulter. Hann hafnaði í efstu tiu sætunum á þremur af risamótunum fjórum og vann sigur á HSBC Champions mótinu í Kína á Heimsmótaröðinni. Hápunktur ársins var þó frammistaða Poulter í Ryder-bikarnum. Þar fór Poulter fyrir ótrúlegri endurkomu Evrópuliðsins sem vann ótrúlegan sigur. „Ég fæ ennþá gæsahúð þegar ég tala um það," segir Poulter um frammistöðu sína á öðrum degi keppninnar. Poulter landaði þá fimm fuglum í röð, vann sigur í viðureign sinni og gaf tóninn fyrir það sem á eftir kom. „Ég hef mörg markmið. Halda áfram að bæta sömu hlutina í leik mínum, bæta mig og vonandi bæta titlum í safnið ásamt þeim fyrsta á risamóti," sagði Poulter um markmið sín á árinu.
Golf Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira