Hvetja til útstrikana á eigin frambjóðanda Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 13. apríl 2013 00:53 Ingi Karl kallaði Hildi öllum illum nöfnum á Facebook-síðu sinni vegna myndaalbúmsins Karlar sem hata konur. Píratar hafa sent frá sér tilkynningu vegna ummæla Inga Karls Sigríðarsonar, sem skipar 9. sæti flokksins í norðausturkjördæmi, um Hildi Lilliendahl. Flokkurinn hvetur kjósendur til að strika nafn hans út á kjörseðlinum. Ingi Karl kallaði Hildi öllum illum nöfnum á Facebook-síðu sinni vegna myndaalbúmsins Karlar sem hata konur, og í athugasemdakerfi Vísis vegna fréttar um útvarpsþáttinn Harmageddon skrifaði Ingi Karl: „Það þarf að gefa Hildi lilendal high five með sleggu í andlitið úr bíl á 200km/h.“Eva Lind Þuríðardóttir, framkvæmdastjóri Pírata, sagði í samtali við Vísi að sér væri mjög brugðið, og að flokkurinn liti ummælin alvarlegum augum. Í tilkynningu sem Birgitta Jónsdóttir, einn af oddvitum flokksins, birti í kvöld segir að ummæli Inga Karls endurspegli ekki almenn sjónarmið flokksmeðlima, en of seint sé að víkja honum úr sæti þar sem framboðslistum hafi verið skilað inn. Tilkynning Pírata í heild sinni: Píratar fordæma hverskonar ofbeldi, líkamlegt sem og andlegt. Í kjölfar dreifingar á ummælum frambjóðanda Pírata í 9. sæti í norðaustur kjördæmi um Hildi Lilliendahl, vilja Píratar ítreka að ummæli hans endurspegla alls ekki almenn sjónarmið flokksmeðlima. Engu okkar sem þurfum að svara fyrir flokkinn sem talsmenn, né þeim sem hafa unnið hve mest fyrir flokkinn geta sætt okkur við ummæli sem þessi. Því miður er ekki hægt að víkja honum úr sæti eftir að framboðslistum hefur verið skilað inn. Píratar vilja þó hvetja til þess að strikað verði yfir nafn hans á kjörseðlum. Píratar eru flokkur beins lýðræðis, gagnsæis og borgaralegra réttinda og bjóða alla velkomna að starfinu hvort sem það eru karlar eða konur. Píratar kjósa öðruvísi á lista sína en aðrir. Það eru engir kynjakvótar, enginn forvöl og engir fléttulistar. Fólkið ræður. Kynjatölfræði flokksins er þó þannig að oddvitar flokkana skiptast jafnt. Fimm efstu fulltrúar flokksins í öllum kjördæmum skiptast þannig að konur eru í 41% sæta og karlmenn í 59%. Þessi tölfræði er sérstaklega skemmtileg fyrir þær sakir að umtalsvert fleiri karlmenn buðu sig fram en konur. Við erum hvorki vinstri né hægri flokkur og við erum ekki kynjaflokkur. Við erum holdgerving nútímans þar sem gömul hugmyndafræði og kyn skipta ekki máli. Góðar stefnur og góðar manneskjur eru ofar öðru. Við erum að gera það besta sem við getum til að læra af þessum ófyrirséðu atburðum og bregðast við þessu á sem heiðvirðilegastan máta. Með vinsemd og virðingu, Píratar. Kosningar 2013 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Píratar hafa sent frá sér tilkynningu vegna ummæla Inga Karls Sigríðarsonar, sem skipar 9. sæti flokksins í norðausturkjördæmi, um Hildi Lilliendahl. Flokkurinn hvetur kjósendur til að strika nafn hans út á kjörseðlinum. Ingi Karl kallaði Hildi öllum illum nöfnum á Facebook-síðu sinni vegna myndaalbúmsins Karlar sem hata konur, og í athugasemdakerfi Vísis vegna fréttar um útvarpsþáttinn Harmageddon skrifaði Ingi Karl: „Það þarf að gefa Hildi lilendal high five með sleggu í andlitið úr bíl á 200km/h.“Eva Lind Þuríðardóttir, framkvæmdastjóri Pírata, sagði í samtali við Vísi að sér væri mjög brugðið, og að flokkurinn liti ummælin alvarlegum augum. Í tilkynningu sem Birgitta Jónsdóttir, einn af oddvitum flokksins, birti í kvöld segir að ummæli Inga Karls endurspegli ekki almenn sjónarmið flokksmeðlima, en of seint sé að víkja honum úr sæti þar sem framboðslistum hafi verið skilað inn. Tilkynning Pírata í heild sinni: Píratar fordæma hverskonar ofbeldi, líkamlegt sem og andlegt. Í kjölfar dreifingar á ummælum frambjóðanda Pírata í 9. sæti í norðaustur kjördæmi um Hildi Lilliendahl, vilja Píratar ítreka að ummæli hans endurspegla alls ekki almenn sjónarmið flokksmeðlima. Engu okkar sem þurfum að svara fyrir flokkinn sem talsmenn, né þeim sem hafa unnið hve mest fyrir flokkinn geta sætt okkur við ummæli sem þessi. Því miður er ekki hægt að víkja honum úr sæti eftir að framboðslistum hefur verið skilað inn. Píratar vilja þó hvetja til þess að strikað verði yfir nafn hans á kjörseðlum. Píratar eru flokkur beins lýðræðis, gagnsæis og borgaralegra réttinda og bjóða alla velkomna að starfinu hvort sem það eru karlar eða konur. Píratar kjósa öðruvísi á lista sína en aðrir. Það eru engir kynjakvótar, enginn forvöl og engir fléttulistar. Fólkið ræður. Kynjatölfræði flokksins er þó þannig að oddvitar flokkana skiptast jafnt. Fimm efstu fulltrúar flokksins í öllum kjördæmum skiptast þannig að konur eru í 41% sæta og karlmenn í 59%. Þessi tölfræði er sérstaklega skemmtileg fyrir þær sakir að umtalsvert fleiri karlmenn buðu sig fram en konur. Við erum hvorki vinstri né hægri flokkur og við erum ekki kynjaflokkur. Við erum holdgerving nútímans þar sem gömul hugmyndafræði og kyn skipta ekki máli. Góðar stefnur og góðar manneskjur eru ofar öðru. Við erum að gera það besta sem við getum til að læra af þessum ófyrirséðu atburðum og bregðast við þessu á sem heiðvirðilegastan máta. Með vinsemd og virðingu, Píratar.
Kosningar 2013 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira