Brottkast myndað af sjófugli Svavar Hávarðsson skrifar 11. mars 2013 06:00 Myndirnar sýna skip á veiðum frá þessu sjónarhorni og þar með hegðun annarra sjófugla. nordicphotos/getty Hugvitssamleg notkun myndavélartækni hefur gefið nýja sýn á hegðun sjófugla við ætisleit á sjó. Vísindamenn festu myndavélar á tíu súlur, sem er stærsti sjófugl Evrópu, og fylgdust með hversu mikið sjófuglar sækja í brottkast fiskiskipa við veiðar; heilan fisk og fiskúrgang. Með þessu freistuðu þeir þess að finna svör við því hvort bann við brottkasti á nýtanlegum fiski gæti haft áhrif á fuglastofna, auk upplýsinga um hegðunarmynstur þeirra. Gárungar setja fram þá kenningu að fundin sé tækni til að vakta ólöglegt brottkast. Rannsóknin er unnin af hópi franskra og breskra vísindamanna undir handleiðslu Steves Votier hjá Plymouth-háskóla. Rannsóknin fór fram undan strönd Bretlandseyja, en í kringum eyjarnar hafast tveir þriðju súlustofnsins við. Niðurstöðurnar voru birtar í Plos One, sem er ritrýnt vísindatímarit. Aðferðafræðin var í raun einföld; tíu myndavélar sem ætlaðar eru til að fylgjast með gæludýrum voru festar á fuglana. Fyrst sneru vélarnar fram en veiðiaðferð súlunnar, svokallað súlukast þar sem fuglinn stingur sér á miklum hraða í sjóinn, varð til þess að vélunum var snúið aftur. Afraksturinn var 20.000 myndir sem gáfu nýja sýn á hegðun sjófugla við ætisleit. Staðsetningarbúnaður var síðan nýttur til að auka við gildi rannsóknarinnar og kortleggja flug þeirra. Ljóst er að súlurnar, og fjöldi annarra sjófugla, sækja mjög í það æti sem gengur út af fiskiskipum við veiðar, sem einnig á við um Íslandsmið, eins og þekkt er. Þó einskorðast ætisleit þeirra ekki við skipin, heldur fer hún saman við veiðar á lifandi æti. Þetta staðfestir rannsóknin. Eins og þekkt er stefnir Evrópusambandið að því að banna brottkast á nýtanlegum fiski, sem í dag er gríðarlegt. Þetta er talið hafa áhrif á sjófugla og að vakta þurfi áhrif bannsins á vistkerfi fuglanna í framtíðinni. Hliðarafurð verkefnisins virðist blasa við. Ljóst er að notkun myndavéla getur gagnast til rannsókna á fuglum og hegðunarmynstri þeirra með mjög árangursríkum hætti. Á sama hátt er spurt hvað útiloki að nýta tæknina til þess að leysa flókin verkefni sem stjórnvöld um allan heim hafa leitað lausna við; að nota sjófugla til þess að fylgjast með brottkasti fiskiskipa í framtíðinni þar sem það verður með öllu bannað. Ísland er þar ekki undanþegið. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Hugvitssamleg notkun myndavélartækni hefur gefið nýja sýn á hegðun sjófugla við ætisleit á sjó. Vísindamenn festu myndavélar á tíu súlur, sem er stærsti sjófugl Evrópu, og fylgdust með hversu mikið sjófuglar sækja í brottkast fiskiskipa við veiðar; heilan fisk og fiskúrgang. Með þessu freistuðu þeir þess að finna svör við því hvort bann við brottkasti á nýtanlegum fiski gæti haft áhrif á fuglastofna, auk upplýsinga um hegðunarmynstur þeirra. Gárungar setja fram þá kenningu að fundin sé tækni til að vakta ólöglegt brottkast. Rannsóknin er unnin af hópi franskra og breskra vísindamanna undir handleiðslu Steves Votier hjá Plymouth-háskóla. Rannsóknin fór fram undan strönd Bretlandseyja, en í kringum eyjarnar hafast tveir þriðju súlustofnsins við. Niðurstöðurnar voru birtar í Plos One, sem er ritrýnt vísindatímarit. Aðferðafræðin var í raun einföld; tíu myndavélar sem ætlaðar eru til að fylgjast með gæludýrum voru festar á fuglana. Fyrst sneru vélarnar fram en veiðiaðferð súlunnar, svokallað súlukast þar sem fuglinn stingur sér á miklum hraða í sjóinn, varð til þess að vélunum var snúið aftur. Afraksturinn var 20.000 myndir sem gáfu nýja sýn á hegðun sjófugla við ætisleit. Staðsetningarbúnaður var síðan nýttur til að auka við gildi rannsóknarinnar og kortleggja flug þeirra. Ljóst er að súlurnar, og fjöldi annarra sjófugla, sækja mjög í það æti sem gengur út af fiskiskipum við veiðar, sem einnig á við um Íslandsmið, eins og þekkt er. Þó einskorðast ætisleit þeirra ekki við skipin, heldur fer hún saman við veiðar á lifandi æti. Þetta staðfestir rannsóknin. Eins og þekkt er stefnir Evrópusambandið að því að banna brottkast á nýtanlegum fiski, sem í dag er gríðarlegt. Þetta er talið hafa áhrif á sjófugla og að vakta þurfi áhrif bannsins á vistkerfi fuglanna í framtíðinni. Hliðarafurð verkefnisins virðist blasa við. Ljóst er að notkun myndavéla getur gagnast til rannsókna á fuglum og hegðunarmynstri þeirra með mjög árangursríkum hætti. Á sama hátt er spurt hvað útiloki að nýta tæknina til þess að leysa flókin verkefni sem stjórnvöld um allan heim hafa leitað lausna við; að nota sjófugla til þess að fylgjast með brottkasti fiskiskipa í framtíðinni þar sem það verður með öllu bannað. Ísland er þar ekki undanþegið.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira