Lífið

Mátti ekki fitna

Dansarinn Kimberly Wyatt sló í gegn með stúlknagrúppunni The Pussycat Dolls en segir pressuna í sveitinni hafa verið rosalega í viðtali við Women’s Health.

“Það snerist allt um líkamann þegar ég var í The Pussycat Dolls. Við þurftum að vera eins mjóar og hægt var því við klæddumst oft mjög efnislitlum fatnaði,” segir Kimberly. Núna segist hún gera vel við sig þegar hún vill og stendur ekki á svörunum þegar hún er spurð hvað sé uppáhalds góðgætið hennar.

Laus undan pressunni.
“Ís, bollakökur, súkkulaðikex. En uppáhaldið mitt er karamellupopp. Ég fer í bíó bara til að borða það. Hverjum er ekki sama hvaða mynd er verið að sýna?”

Með stelpunum í The Pussycat Dolls.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.