Tíska og hönnun

Silja Magg myndar nýja fatalínu KALDA á Íslandi

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Úr myndatöku Silju Magg fyrir fatamerkið KALDA, en á myndinni sjást þær Kolfinna Kristófersdóttir, fyrirsæta, og Silja Magg.
Úr myndatöku Silju Magg fyrir fatamerkið KALDA, en á myndinni sjást þær Kolfinna Kristófersdóttir, fyrirsæta, og Silja Magg. MYND/Katrín Alda
Silja Magg, ljósmyndari, starfar öllu jafna í Bandaríkjunum og í Bretlandi, en hún hefur meðal annars tekið ljósmyndir fyrir stórfyrirtæki á borð við Victoria‘s Secret Pink, Moncrief, Barney‘s, Bloomingdales og French Connection svo eitthvað sé nefnt.

Silja var á Íslandi í síðustu viku en hún er í óða önn við að mynda nýja fatalínu fatahönnuðarins Katrínar Öldu, eða KALDA, eins og hún er betur þekkt.

Kolfinna Kristófersdóttir sat fyrir í myndatökunni að þessu sinni, en Silja hefur áður myndað Kolfinnu, meðal annars fyrir forsíðu Nýs Lífs í fyrra.

KALDA selur vörur sínar meðal annars í versluninni Liberty í Lundúnum, en Katrín Alda og systir hennar Rebekka Rafnsdætur, reka jafnframt verslunina Einveru við Laugaveg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.