FIH bankinn notaði huldufélag til að leyna miklu tapi á fasteignalánum 22. apríl 2013 09:42 FIH bankinn notaði huldufélag til þess að leyna miklu tapi sínu á fasteignalánum sínum á síðustu árum. Í dönskum fjölmiðlum kemur fram að þessari upplýsingar hafi komið í ljós eftir að bankasýsla Danmerkur yfirtók ónýt og léleg fasteignalán frá bankanum að nafnvirði um 17 milljarða danskra króna í fyrra. FIH bankinn mun hafa notað þetta huldufélag til þess að bjóða í eignir sem bankinn setti á nauðungaruppboð og lágmarka þannig tap bankans af þessum eignum. Fram kemur að huldufélagi þessu hafi verið haldið gangandi af FIH bankanum þrátt fyrir mikið tap þess og blóðrauðar tölur í bókhaldinu. Bankasýsla Danmerkur gerir þá kröfu að huldufélagið, sem heitir A/S af 14/6 1995, verði skráð sem dótturfélag FIH bankans. Við það myndi slæm fjárhagsstaða bankans versna enn frekar en orðið er. Eins og fram hefur komið í fréttum mun Seðlabanki Íslands sennilega tapa yfir helmingi af þeim 5 milljörðum danskra króna sem Seðlabankinn átti að fá fyrir söluna á FIH bankanum. Söluverðið var m.a. bundið við gengi FIH fram til ársloka 2014. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
FIH bankinn notaði huldufélag til þess að leyna miklu tapi sínu á fasteignalánum sínum á síðustu árum. Í dönskum fjölmiðlum kemur fram að þessari upplýsingar hafi komið í ljós eftir að bankasýsla Danmerkur yfirtók ónýt og léleg fasteignalán frá bankanum að nafnvirði um 17 milljarða danskra króna í fyrra. FIH bankinn mun hafa notað þetta huldufélag til þess að bjóða í eignir sem bankinn setti á nauðungaruppboð og lágmarka þannig tap bankans af þessum eignum. Fram kemur að huldufélagi þessu hafi verið haldið gangandi af FIH bankanum þrátt fyrir mikið tap þess og blóðrauðar tölur í bókhaldinu. Bankasýsla Danmerkur gerir þá kröfu að huldufélagið, sem heitir A/S af 14/6 1995, verði skráð sem dótturfélag FIH bankans. Við það myndi slæm fjárhagsstaða bankans versna enn frekar en orðið er. Eins og fram hefur komið í fréttum mun Seðlabanki Íslands sennilega tapa yfir helmingi af þeim 5 milljörðum danskra króna sem Seðlabankinn átti að fá fyrir söluna á FIH bankanum. Söluverðið var m.a. bundið við gengi FIH fram til ársloka 2014.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira