Erlent

Falsfrétt um sprengingar í Hvíta húsinu hafði víðtæk áhrif

Heimir Már Pétursson skrifar
Obama var meðal annars sagður særður.
Obama var meðal annars sagður særður.
Dow Jones hlutabréfavísitalan féll skyndilega á tveimur mínútum um 130 punkta í dag þegar greint var frá því á twitter-síðu AP fréttastofunnar að tvær sprengingar hefðu orðið í Hvíta húsinu í Washington og að Barack Obama forseti væri særður.

Um gabb var að ræða því einhver eða einhverjir höfðu hakkað sig inn á twitter-síðu AP fréttastofunnar og sett þessa frétt í loftið.

Jay Carney fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins var fljótur að vísa þessum fréttum á bug og hækkaði vísitalan þá á ný. Um tvær milljónir manna eru fylgjendur twitter-síðu AP fréttastofunnar, en hin ranga frétt var á vefnum í sjö til átta mínútur áður en honum var lokað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×