Viðskipti innlent

CCP segir upp 15 starfsmönnum

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/HAG
Tölvuleikjafyrirtækið CCP sagði í gær upp um 15 starfsmönnum í Atlanta, sem unnu að þróun fjölspilunarleiksins World of Darkness.

Frá þessu er sagt á vefnum Gamasutra.

Leikurinn World of Darkness hefur verið í þróun frá árinu 2009, en var árið 2006 sameinaðist CCP fyrirtækinu White Wolf sem framleiddi hlutverkaspil úr World of Darkness heiminum og bjó heiminn til.

 „CCP gerði stefnubreytingar á mönnun liðsins sem vinnur við World of Darkness verkefnið í Atlanta, sem leiddi til uppsagnar um 15 stöðugilda hjá fyrirtækinu,“ hefur Gamasutra eftir talsmanni CCP. „Breytingin var gerð eftir mati okkar á hönnun leiksins og þörfum áframhaldandi vinnu. Þrátt fyrir þessa erfiðu ákvörðun, er CCP ákveðnir í að halda gerð leiksins áfram og gera hann að sannfærandi, ríkri og djúpri reynslu í World of Darkenss heiminum.“

CCP sagði síðast upp fólki árið 2011, þegar fyrirtækið endurskipulagði World of Darkness verkefnið. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×