Liðsfélagar lögðu upp flest mörk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2013 07:30 Sam Tillen og Ólafur Páll fengu verðlaun fyrir afrek sitt í sumar. Mynd/Daníel FH-ingarnir Ólafur Páll Snorrason og Sam Tillen gáfu flestar stoðsendingar í Pepsi-deild karla í sumar en verðlaunin fyrir stoðsendingar voru afhent í gær í útgáfuteiti bókarinnar Íslensk knattspyrna 2013. FH-ingurinn Ólafur Páll Snorrason gaf flestar stoðsendingar í Pepsi-deild karla í fótbolta sumarið 2013 eða einni fleiri en liðsfélagi hans Sam Tillen. Saman gáfu þeir félagar 21 stoðsendingu á félaga sína í FH-liðinu. Stjörnustúlkan Rúna Sif Stefánsdóttir gaf flestar stoðsendingar hjá konunum, sextán, eða tveimur fleiri en liðsfélagi hennar og markadrottning deildarinnar, Harpa Þorsteinsdóttir. Víðir Sigurðsson og bókaútgáfan Tindur afhentu í gær verðlaun fyrir flestar stoðsendingar í deildunum í tilefni af útgáfu bókarinnar Íslensk knattspyrna 2013. Það er ekki á hverju sumri sem tveir liðsfélagar leggja upp flest mörk í úrvalsdeild karla í fótbolta og Fréttablaðið skoðaði aðeins nánar stoðsendingar FH-inganna. Hér að neðan má sjá samanburð á stoðsendingunum Ólafs og Sam í Pepsi-deild karla sumarið 2013. Stoðsendingar Ólafs Páls eru vinstra megin á vellinum (4 úr horni, 4 eftir fyrirgjafir, 1 eftir aukaspyrnu og 2 með öðrum hætti) en stoðsendingar Sam Tillen eru sundurliðaðar hægra megin (7 úr horni, 2 eftir fyrirgjafir og 1 eftir aukaspyrnu).Þetta er í annað skiptið sem tveir liðsfélagar ná því að brjóta tíu stoðsendinga múrinn á sama sumri. KR-ingarnir Guðmundur Benediktsson og Gunnar Örn Jónsson náðu því 2009. Þetta er í þriðja sinn sem Ólafur Páll gefur flestar stoðsendingar á tímabili en hann var einnig með flestar stoðsendingar 2005 og 2011. Það eru bara Haraldur Ingólfsson (5 sinnum) og Guðmundur Benediktsson (3 sinnum) sem hafa náð því síðan byrjað var að taka stoðsendingar saman sumarið 1992. Sam Tillen spilaði sitt fyrsta tímabil með FH og fór að raða inn stoðsendingunum seinni hluta móts. Ólafur Páll var því nánast búinn að missa titilinn til félaga síns á lokasprettinum því Sam gaf alls átta stoðsendingar í seinni umferðinni. Ólafur Páll gaf aftur á móti meira en helming stoðsendinga sinna í júnímánuði. Ólafur Páll jafnaði met Guðmundar Benediktssonar með því að gefa tíu stoðsendingar eða fleiri á sínu þriðja tímabili en því náði FH-ingurinn einnig þegar hann vann stoðsendingatitilinn í hin tvö skiptin. Guðmundur Benediktsson afrekaði þetta tvisvar með KR (1999 og 2009) og einu sinni með Val (2005). Ólafur Páll og Sam Tillen voru einnig þeir leikmenn sem áttu þátt í undirbúningi flestra marka. Þar eru taldar með sendingar sem eiga beinan þátt í marki án þess að vera síðasta sending á þann sem skorar. Ólafur Páll kom að fimmtán mörkum en Tillen fjórtán.Óli Palli og Sam Tillen.Mynd/Samsett Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
FH-ingarnir Ólafur Páll Snorrason og Sam Tillen gáfu flestar stoðsendingar í Pepsi-deild karla í sumar en verðlaunin fyrir stoðsendingar voru afhent í gær í útgáfuteiti bókarinnar Íslensk knattspyrna 2013. FH-ingurinn Ólafur Páll Snorrason gaf flestar stoðsendingar í Pepsi-deild karla í fótbolta sumarið 2013 eða einni fleiri en liðsfélagi hans Sam Tillen. Saman gáfu þeir félagar 21 stoðsendingu á félaga sína í FH-liðinu. Stjörnustúlkan Rúna Sif Stefánsdóttir gaf flestar stoðsendingar hjá konunum, sextán, eða tveimur fleiri en liðsfélagi hennar og markadrottning deildarinnar, Harpa Þorsteinsdóttir. Víðir Sigurðsson og bókaútgáfan Tindur afhentu í gær verðlaun fyrir flestar stoðsendingar í deildunum í tilefni af útgáfu bókarinnar Íslensk knattspyrna 2013. Það er ekki á hverju sumri sem tveir liðsfélagar leggja upp flest mörk í úrvalsdeild karla í fótbolta og Fréttablaðið skoðaði aðeins nánar stoðsendingar FH-inganna. Hér að neðan má sjá samanburð á stoðsendingunum Ólafs og Sam í Pepsi-deild karla sumarið 2013. Stoðsendingar Ólafs Páls eru vinstra megin á vellinum (4 úr horni, 4 eftir fyrirgjafir, 1 eftir aukaspyrnu og 2 með öðrum hætti) en stoðsendingar Sam Tillen eru sundurliðaðar hægra megin (7 úr horni, 2 eftir fyrirgjafir og 1 eftir aukaspyrnu).Þetta er í annað skiptið sem tveir liðsfélagar ná því að brjóta tíu stoðsendinga múrinn á sama sumri. KR-ingarnir Guðmundur Benediktsson og Gunnar Örn Jónsson náðu því 2009. Þetta er í þriðja sinn sem Ólafur Páll gefur flestar stoðsendingar á tímabili en hann var einnig með flestar stoðsendingar 2005 og 2011. Það eru bara Haraldur Ingólfsson (5 sinnum) og Guðmundur Benediktsson (3 sinnum) sem hafa náð því síðan byrjað var að taka stoðsendingar saman sumarið 1992. Sam Tillen spilaði sitt fyrsta tímabil með FH og fór að raða inn stoðsendingunum seinni hluta móts. Ólafur Páll var því nánast búinn að missa titilinn til félaga síns á lokasprettinum því Sam gaf alls átta stoðsendingar í seinni umferðinni. Ólafur Páll gaf aftur á móti meira en helming stoðsendinga sinna í júnímánuði. Ólafur Páll jafnaði met Guðmundar Benediktssonar með því að gefa tíu stoðsendingar eða fleiri á sínu þriðja tímabili en því náði FH-ingurinn einnig þegar hann vann stoðsendingatitilinn í hin tvö skiptin. Guðmundur Benediktsson afrekaði þetta tvisvar með KR (1999 og 2009) og einu sinni með Val (2005). Ólafur Páll og Sam Tillen voru einnig þeir leikmenn sem áttu þátt í undirbúningi flestra marka. Þar eru taldar með sendingar sem eiga beinan þátt í marki án þess að vera síðasta sending á þann sem skorar. Ólafur Páll kom að fimmtán mörkum en Tillen fjórtán.Óli Palli og Sam Tillen.Mynd/Samsett
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira