Innlent

Tyrkneskur hakkari birtir persónuupplýsingar

Höfuðstöðvar Vodafone
Höfuðstöðvar Vodafone mynd/pjetur
Tölvuárás var gerð á vefsíðu Vodafone í nótt. Tyrkneskur hakkari sem kallar sig Maxney segir að honum hafi tekist að hakka sig inn í upplýsingar um 77 þúsund íslenskra viðskiptavina farsímafyrirtækisins. 

Hann segist hafa komist yfir tölvupóst, kennitölur og SMS-skeyti sem voru send á þriggja daga tímabili árið 2011. Á meðal skilaboða sem hann hefur birt á netinu eru samskipti þingmanna og ráðherra.

Í morgun sendi Vodafone frá sér tilkynningu þess efnis að ekkert benti til að tölvuþrjótarnir hefðu komist yfir persónulegar upplýsingar.

Nú eftir hádegið sendi Vodafone frá sér aðra tilkynningu þess efnis að svo virðist sem Maxney hafi náð í viðkvæm gögn og að Vodafone líti á málið afar alvarlegum augum. „Fyrirtækið biðst velvirðingar á því að í upphaflegri tilkynningu hafi komið fram að engar trúnaðarupplýsingar hafi komist til óviðeigandi.“

Ljóst er að gögnin sem sem hakkarinn náði í eru mjög viðkvæm. Hann hefur birt kennitölur, nöfn viðskiptavina, SMS-skeyti, tölvupóstfang ofl. 

Nánar verður fjallað um málið á Vísi innan tíðar. Nánar upplýsingar á vefsíðunni CyberWarNes.info




Fleiri fréttir

Sjá meira


×