„Snarkvondir“ dagar á Ríkisútvarpinu… Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 30. nóvember 2013 06:00 Eðlilega er nú spurt um ábyrgð stjórnar Ríkisútvarpsins á því sem gerist á fjölmiðlinum þessa dagana. Því er nauðsynlegt að vekja athygli á eftirfarandi. Í lögum frá í vor segir að starfssvið stjórnar sé: „að móta í samvinnu við útvarpsstjóra dagskrárstefnu og megináherslur í starfi Ríkisútvarpsins til lengri tíma. …taka meiriháttar ákvarðanir um rekstur Ríkisútvarpsins, …ýmist að eigin frumkvæði eða fengnum tillögum útvarpsstjóra eða annarra starfsmanna. Skal útvarpsstjóri gæta þess að stjórnin sé á hverjum tíma upplýst um helstu þætti í starfseminni.“ Ný níu manna stjórn kosin af Alþingi í sumar þarf að sýna á spilin. Rekstraráætlun sem fól í sér uppsagnir sextíu starfsmanna var borin undir hana fyrir mánuði og samþykkt af meirihluta. Tveir stjórnarmenn greiddu atkvæði gegn með bókun, um að þeir teldu það brjóta gegn skyldum almannaútvarps að skera mest niður í dagskrá sem snýr að menningar- og fræðsluhlutverki, en verja afþreyingarefni sem tekur til sín auglýsingar. Eftirmálann þekkjum við. Vert er að rifja upp orð menntamálaráðherra á Alþingi sem kveðst vilja verja menningarhlutverk Ríkisútvarpsins sem markaðurinn getur ekki sinnt. Stjórn hefur nú harmað uppsagnirnar og skorað á stjórnvöld að tryggja reksturinn. Ábyrgðin En að ábyrgð útvarpsstjóra. Rekstraráætlun var lögð fyrir stjórn með hraði. Til að ekki hlytist meira tjón af. En tjónið varð og trúverðugleikinn brast. Lamað útvarp, átakafundur starfsmanna, umdeilanlegar aðferðir við uppsagnir og óljós framtíð eru staðreynd. Stjórn hefur enga hugmynd um hvernig fyllt verður í dagskrárskörðin. En í sjónvarpinu kemur yfirlit yfir skapsmuni útvarpsstjóra, sem þó eru flestum kunnir og ræða hans um að aðrir séu ábyrgir. Stjórnvöld beri ábyrgð á fjármálunum, færustu uppsagnarsérfræðingar á framkomu við brottrekna starfsmenn, ákvarðanir um hverjum var sagt upp komi „að neðan“. Geðslag útvarpsstjórans virðist það eina sem hann ber ábyrgð á og hann fær gott pláss til að biðjast fyrirgefningar á því að hafa orðið „snarkvondur“ á starfsmannafundi. Brýnna væri að fá vitneskju um hvort stefna hafi verið mörkuð til að lágmarka tjón sem hlýst af því að Rás eitt missir helming starfsmanna, tónlistardeildin er aflögð og Kastljós vængstýft. Og fróðlegt væri að sjá sérfræðingana sem Páll vísar til, standa fyrir máli sínu um fagmennsku við uppsagnir. Fyrir útvarpsstjóra sjálfan hefði verið betra að geta borið aðra fyrir ummælum sínum að það séu smámunir og lýðskrum að lækka stjórnendalaun á RÚV til að spara. Svör útvarpsstjóra voru rýr. En spurningarnar góðar sem sýnir að Ríkisútvarpið á sér viðreisnar von. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Eðlilega er nú spurt um ábyrgð stjórnar Ríkisútvarpsins á því sem gerist á fjölmiðlinum þessa dagana. Því er nauðsynlegt að vekja athygli á eftirfarandi. Í lögum frá í vor segir að starfssvið stjórnar sé: „að móta í samvinnu við útvarpsstjóra dagskrárstefnu og megináherslur í starfi Ríkisútvarpsins til lengri tíma. …taka meiriháttar ákvarðanir um rekstur Ríkisútvarpsins, …ýmist að eigin frumkvæði eða fengnum tillögum útvarpsstjóra eða annarra starfsmanna. Skal útvarpsstjóri gæta þess að stjórnin sé á hverjum tíma upplýst um helstu þætti í starfseminni.“ Ný níu manna stjórn kosin af Alþingi í sumar þarf að sýna á spilin. Rekstraráætlun sem fól í sér uppsagnir sextíu starfsmanna var borin undir hana fyrir mánuði og samþykkt af meirihluta. Tveir stjórnarmenn greiddu atkvæði gegn með bókun, um að þeir teldu það brjóta gegn skyldum almannaútvarps að skera mest niður í dagskrá sem snýr að menningar- og fræðsluhlutverki, en verja afþreyingarefni sem tekur til sín auglýsingar. Eftirmálann þekkjum við. Vert er að rifja upp orð menntamálaráðherra á Alþingi sem kveðst vilja verja menningarhlutverk Ríkisútvarpsins sem markaðurinn getur ekki sinnt. Stjórn hefur nú harmað uppsagnirnar og skorað á stjórnvöld að tryggja reksturinn. Ábyrgðin En að ábyrgð útvarpsstjóra. Rekstraráætlun var lögð fyrir stjórn með hraði. Til að ekki hlytist meira tjón af. En tjónið varð og trúverðugleikinn brast. Lamað útvarp, átakafundur starfsmanna, umdeilanlegar aðferðir við uppsagnir og óljós framtíð eru staðreynd. Stjórn hefur enga hugmynd um hvernig fyllt verður í dagskrárskörðin. En í sjónvarpinu kemur yfirlit yfir skapsmuni útvarpsstjóra, sem þó eru flestum kunnir og ræða hans um að aðrir séu ábyrgir. Stjórnvöld beri ábyrgð á fjármálunum, færustu uppsagnarsérfræðingar á framkomu við brottrekna starfsmenn, ákvarðanir um hverjum var sagt upp komi „að neðan“. Geðslag útvarpsstjórans virðist það eina sem hann ber ábyrgð á og hann fær gott pláss til að biðjast fyrirgefningar á því að hafa orðið „snarkvondur“ á starfsmannafundi. Brýnna væri að fá vitneskju um hvort stefna hafi verið mörkuð til að lágmarka tjón sem hlýst af því að Rás eitt missir helming starfsmanna, tónlistardeildin er aflögð og Kastljós vængstýft. Og fróðlegt væri að sjá sérfræðingana sem Páll vísar til, standa fyrir máli sínu um fagmennsku við uppsagnir. Fyrir útvarpsstjóra sjálfan hefði verið betra að geta borið aðra fyrir ummælum sínum að það séu smámunir og lýðskrum að lækka stjórnendalaun á RÚV til að spara. Svör útvarpsstjóra voru rýr. En spurningarnar góðar sem sýnir að Ríkisútvarpið á sér viðreisnar von.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar