Arnór Sveinn orðinn grænmetisæta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. maí 2013 14:15 Arnór birti þessa mynd á Instagram á dögunum. Við hana skrifaði hann: "Ef ég fer í hermannabuxur og gallaskyrtu, get ég þá opnað tískublogg?“ Mynd/Instagram Arnór Sveinn Aðalsteinsson, atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að miðla af reynslu sinni hvernig hann breytti mataræði sínu til hins betra. „Ég hef í gegnum tíðina haft mikla fordóma gagnvart grænmetisætum og eiginlega bara gagnvart grænmeti yfir höfuð. Ég leit á þetta fólk sem veiklulega hippa sem voru vannærðir og borðuðu laufblöð í öll mál,“ segir Arnór sem nú sér ljósið. Bakvörðurinn úr Kópavogi segir fordóma sína hafa stafað af þekkingarleysi og skorti á upplýsingum. Hann hafi verið alinn upp í samfélagi þar sem tvö mjólkurglös á dag séu nauðsynleg til að fá nægjanlegt magn kalks. Svo þurfi að borða prótein í öll mál til þess að byggja upp vöðva. Arnór segir mikinn misskilning í samfélaginu þegar kemur að næringu. „Þegar ég varð eldri fór ég að hafa áhuga á næringu og hvernig ég gæti notað hana sem einn lið í að ná betri líkamlegum og andlegum árangri. Mig langar að deila með fólki hvernig ég næri mig, hvað mér finnst hafa góð áhrif á mig og hvað ekki,“ skrifar Arnór á nýja bloggsíðu sína. Hann tekur skýrt fram að hann sé ekki næringarfræðingur. Kærasta hans hafi einfaldlega hvatt hann til að deila reynslu sinni og hann hafi aldrei opnað sig jafnmikið fyrir umheiminum og nú.Arnór Sveinn í leik með Breiðabliki.Mynd/Blikar.isFyrsti pistils Arnórs Sveins er afar fróðlegur. Þar kemur hann inn á ofþjálfun, hvernig kom til að hann byrjaði að kynna sér mikilvægi næringar og breytti mataræði sínu. Sú breyting hefur verið í gangi í töluverðan tíma en frá því í desember hefur hann verið grænmetisæta. Hann segir muninn á sér í dag magnaðan en hann sé alltaf að reyna að afla sér frekari þekkingar. Hann hvetur fólk til að trúa ekki öllu því sem „heilsugeirinn“ segir og kynna sér málið sjálft. „Þetta er jú eini líkaminn sem við fáum. Förum vel með hann,“ eru lokaorð fyrsta pistils Arnórs.Bloggsíðu Arnórs Sveins má nálgast hér. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Sport Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Fótbolti Dagskráin í dag: Masters, Besta, Bónus, Formúlan og NBA 360 Sport Fleiri fréttir Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Sjá meira
Arnór Sveinn Aðalsteinsson, atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að miðla af reynslu sinni hvernig hann breytti mataræði sínu til hins betra. „Ég hef í gegnum tíðina haft mikla fordóma gagnvart grænmetisætum og eiginlega bara gagnvart grænmeti yfir höfuð. Ég leit á þetta fólk sem veiklulega hippa sem voru vannærðir og borðuðu laufblöð í öll mál,“ segir Arnór sem nú sér ljósið. Bakvörðurinn úr Kópavogi segir fordóma sína hafa stafað af þekkingarleysi og skorti á upplýsingum. Hann hafi verið alinn upp í samfélagi þar sem tvö mjólkurglös á dag séu nauðsynleg til að fá nægjanlegt magn kalks. Svo þurfi að borða prótein í öll mál til þess að byggja upp vöðva. Arnór segir mikinn misskilning í samfélaginu þegar kemur að næringu. „Þegar ég varð eldri fór ég að hafa áhuga á næringu og hvernig ég gæti notað hana sem einn lið í að ná betri líkamlegum og andlegum árangri. Mig langar að deila með fólki hvernig ég næri mig, hvað mér finnst hafa góð áhrif á mig og hvað ekki,“ skrifar Arnór á nýja bloggsíðu sína. Hann tekur skýrt fram að hann sé ekki næringarfræðingur. Kærasta hans hafi einfaldlega hvatt hann til að deila reynslu sinni og hann hafi aldrei opnað sig jafnmikið fyrir umheiminum og nú.Arnór Sveinn í leik með Breiðabliki.Mynd/Blikar.isFyrsti pistils Arnórs Sveins er afar fróðlegur. Þar kemur hann inn á ofþjálfun, hvernig kom til að hann byrjaði að kynna sér mikilvægi næringar og breytti mataræði sínu. Sú breyting hefur verið í gangi í töluverðan tíma en frá því í desember hefur hann verið grænmetisæta. Hann segir muninn á sér í dag magnaðan en hann sé alltaf að reyna að afla sér frekari þekkingar. Hann hvetur fólk til að trúa ekki öllu því sem „heilsugeirinn“ segir og kynna sér málið sjálft. „Þetta er jú eini líkaminn sem við fáum. Förum vel með hann,“ eru lokaorð fyrsta pistils Arnórs.Bloggsíðu Arnórs Sveins má nálgast hér.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Sport Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Fótbolti Dagskráin í dag: Masters, Besta, Bónus, Formúlan og NBA 360 Sport Fleiri fréttir Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Sjá meira