Keppnisliðin í Formúlu 1 ætla að ræða nýtt refsikerfi fyrir ökumenn yfir keppnishelgina á Spáni eftir viku. Charlie Whiting, keppnisstjóri í formúlunni, ætlar að standa fyrir fundinum.
Fyrstu hugmyndir um refsikerfið er að ökumönnum verði refsað á stigatöflunni fyrir akstursbrot í brautinni. Vitleysa í upphafi vertíðar gæti því kostað ökumenn mikilvæg stig í titilbaráttunni auk þess sem háar fjárhæðir eru í húfi fyrir hvert sæti í stigatöflu keppnisliða sem tapast.
FIA, alþjóða akstursíþróttasambandið, hefur nú þegar reynt kerfið bak við tjöldin til að mýkja það fyrir liðunum. „Við höfum fylgst með brotum í brautinni og reynt að heimfæra þau í nýja kerfið. Það verður gert í allt sumar.“
Ráðgert er að breyta reglum í Formúlu 1 í haust til þess að gefa keppnisliðunum tækifæri til að halda fleiri æfingar næsta vetur. Refsikerfinu verður breytt þá um leið ef samstaða næst.
Liðin ætla að ræða nýjar refsileiðir

Mest lesið


Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin
Íslenski boltinn

„Svona er úrslitakeppnin“
Handbolti


„Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“
Körfubolti

Dramatík í Manchester
Enski boltinn


Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi
Íslenski boltinn

