Hringinn í kringum Ísland á hjólabrettum Freyr Bjarnason skrifar 24. júní 2013 10:00 Ottavio Calabrese glaðbeittur á hjólabrettinu sínu á Suðurlandi. Mynd/Sigurbjörg Ósk H. Sigurðardóttir Ítölsku ævintýramennirnir Ottavio Calabrese og Matteo Cappa ætla að fara hringinn í kringum Ísland á hjólabrettum. Blaðamaður náði tali af Calabrese á Suðurlandi, skammt frá Seljalandsfossi, þar sem hann var á fleygiferð á brettinu sínu. „Mér var sagt frá þessum vegi sem liggur í kringum eyjuna. Mig hafði alltaf langað til að skoða þetta land þannig að ég hugsaði með mér, hvers vegna ekki?,“ sagði Calabrese glaðbeittur. Hann reiknaði út á Google Earth að hann yrði í 26 daga að ferðast í kringum Ísland en þegar hingað var komið áttaði hann sig á því að það gæti tekið lengri tíma. „Kannski eru 26 dagar ekki nóg en við höfum einn mánuð til að fara hringinn. Eftir það eru peningarnir frá styrktaraðilunum búnir.“ Hinn 28 ára Calabrese fór fyrst í langferð á hjólabretti í gegnum Frakkland fyrir tveimur árum. Ísland er fyrsta landið utan meginlands Evrópu sem hann heimsækir. „Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér? Kannski fer ég til Marokkó eða Suður-Ameríku,“ sagði hann um framhaldið. Eins og gefur að skilja er uppátæki Calabrese og Cappa nokkuð hættulegt enda er umferðin oft mikil á þjóðveginum, sérstaklega að sumri til. „Jú, þetta er dálítið hættulegt því þjóðvegurinn hér er þröngur. Í Frakklandi er neyðarakrein þar sem ég gat verið en ef það er mikil umferð tek ég brettið bara upp og held á því,“ sagði hann og rauk af stað á brettinu, enda í miklu kapphlaupi við tímann. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ítölsku ævintýramennirnir Ottavio Calabrese og Matteo Cappa ætla að fara hringinn í kringum Ísland á hjólabrettum. Blaðamaður náði tali af Calabrese á Suðurlandi, skammt frá Seljalandsfossi, þar sem hann var á fleygiferð á brettinu sínu. „Mér var sagt frá þessum vegi sem liggur í kringum eyjuna. Mig hafði alltaf langað til að skoða þetta land þannig að ég hugsaði með mér, hvers vegna ekki?,“ sagði Calabrese glaðbeittur. Hann reiknaði út á Google Earth að hann yrði í 26 daga að ferðast í kringum Ísland en þegar hingað var komið áttaði hann sig á því að það gæti tekið lengri tíma. „Kannski eru 26 dagar ekki nóg en við höfum einn mánuð til að fara hringinn. Eftir það eru peningarnir frá styrktaraðilunum búnir.“ Hinn 28 ára Calabrese fór fyrst í langferð á hjólabretti í gegnum Frakkland fyrir tveimur árum. Ísland er fyrsta landið utan meginlands Evrópu sem hann heimsækir. „Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér? Kannski fer ég til Marokkó eða Suður-Ameríku,“ sagði hann um framhaldið. Eins og gefur að skilja er uppátæki Calabrese og Cappa nokkuð hættulegt enda er umferðin oft mikil á þjóðveginum, sérstaklega að sumri til. „Jú, þetta er dálítið hættulegt því þjóðvegurinn hér er þröngur. Í Frakklandi er neyðarakrein þar sem ég gat verið en ef það er mikil umferð tek ég brettið bara upp og held á því,“ sagði hann og rauk af stað á brettinu, enda í miklu kapphlaupi við tímann.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira