Átfitt- færslurnar vinsælastar Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 23. febrúar 2013 09:30 Íslensku vinkonurnar Ásta Jóhannsdóttir, Jenný June Tómastóttir og Kolbrún Anna Vignisdóttir stofnuðu tískubloggið Keen-Bean síðasta sumar. Þar blogga þær um áhuga sinn á tísku ásamt því sem þær eru duglegar við að klæða sig upp og taka svokallaðar átfitt-myndir, en slíkar færslur njóta mikilla vinsælda í heimi tískubloggara bæði erlendis og hér heima.Hvað varð til þess að þið byrjuðuð að blogga um tísku? Það var aðallega vegna áhuga okkar allra á bæði tísku og hönnun. Þessi hugmynd hafði kitlað okkur allar á einhverjum tímapunkti og ákváðum við því að skella í hópsíðu saman þar sem að fjölbreyttar færslur yrðu settar inn daglega. Nafnið var samt frekar lengi að fæðast og það var ekki fyrr en einhverjum mánuðum eftir að hugmyndin kom upp sem að Ásta fann nafnið Keen Bean í bíómyndinni Richie Rich. Við vorum allar mjög sáttar við þetta nafn, enda grípandi og minnisstætt.Nú eruð þið duglegar við að setja inn átfitt- pósta. Er það ekki mikil fyrirhöfn? Nei alls ekki. Það er bara ótrúlega skemmtilegt að dunda sér við þetta. Það er ekkert mál að finna einhvern til að smella nokkrum myndum af því sem við klæðumst þann daginn, og er það yfirleitt kærastinn, vinkonurnar eða fjölskyldumeðlimir sem taka það að sér. Veðrið getur reymdar gripið inn í, en það er mun auðveldara að taka myndir úti í góðu veðri. Við stefunum að því að vera enn duglegri við þetta, enda eru þetta vinsælustu færslurnar.Getiði nefnt ykkar uppáhalds tískublogg fyrir utan ykkar eigið? Já, okkur finnst öllum gaman að fylgjast með Trendnet bloggurunum og það er slatti af erlendum bloggum sem við höldum upp á, við erum allar með mismunandi skoðanir á þeim en erum sammála um að þau skandinavísku standa mikið upp úr.Er eitthvað spennandi framundan hjá Keen Bean? Já algjörlega. Það er verið að hanna nýja síðu fyrir okkur sem verður mun aðgengilegri fyrir lesendur. Hún verður vonandi tilbúin fljótlega og erum mjög spenntar að sjá útkomuna og vonum að lesendur séu það líka.Flottar vinkonur með brennandi áhuga á tísku. Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Íslensku vinkonurnar Ásta Jóhannsdóttir, Jenný June Tómastóttir og Kolbrún Anna Vignisdóttir stofnuðu tískubloggið Keen-Bean síðasta sumar. Þar blogga þær um áhuga sinn á tísku ásamt því sem þær eru duglegar við að klæða sig upp og taka svokallaðar átfitt-myndir, en slíkar færslur njóta mikilla vinsælda í heimi tískubloggara bæði erlendis og hér heima.Hvað varð til þess að þið byrjuðuð að blogga um tísku? Það var aðallega vegna áhuga okkar allra á bæði tísku og hönnun. Þessi hugmynd hafði kitlað okkur allar á einhverjum tímapunkti og ákváðum við því að skella í hópsíðu saman þar sem að fjölbreyttar færslur yrðu settar inn daglega. Nafnið var samt frekar lengi að fæðast og það var ekki fyrr en einhverjum mánuðum eftir að hugmyndin kom upp sem að Ásta fann nafnið Keen Bean í bíómyndinni Richie Rich. Við vorum allar mjög sáttar við þetta nafn, enda grípandi og minnisstætt.Nú eruð þið duglegar við að setja inn átfitt- pósta. Er það ekki mikil fyrirhöfn? Nei alls ekki. Það er bara ótrúlega skemmtilegt að dunda sér við þetta. Það er ekkert mál að finna einhvern til að smella nokkrum myndum af því sem við klæðumst þann daginn, og er það yfirleitt kærastinn, vinkonurnar eða fjölskyldumeðlimir sem taka það að sér. Veðrið getur reymdar gripið inn í, en það er mun auðveldara að taka myndir úti í góðu veðri. Við stefunum að því að vera enn duglegri við þetta, enda eru þetta vinsælustu færslurnar.Getiði nefnt ykkar uppáhalds tískublogg fyrir utan ykkar eigið? Já, okkur finnst öllum gaman að fylgjast með Trendnet bloggurunum og það er slatti af erlendum bloggum sem við höldum upp á, við erum allar með mismunandi skoðanir á þeim en erum sammála um að þau skandinavísku standa mikið upp úr.Er eitthvað spennandi framundan hjá Keen Bean? Já algjörlega. Það er verið að hanna nýja síðu fyrir okkur sem verður mun aðgengilegri fyrir lesendur. Hún verður vonandi tilbúin fljótlega og erum mjög spenntar að sjá útkomuna og vonum að lesendur séu það líka.Flottar vinkonur með brennandi áhuga á tísku.
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira