Jón Baldvin mun ekki kenna við Háskóla Íslands Hjörtur Hjartarson skrifar 28. ágúst 2013 18:59 Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra verður ekki gestafyrirlesari hjá Háskóla Íslands í vetur eins og fyrirhugað var. Þetta var ákveðið á fundi í Háskólanum síðdegis. Greint var frá því nýverið að Jón Baldvin myndi kenna námskeið í vetur um smáþjóðir og hvernig þeim farnast í alþjóðakerfinu. Jón kenndi sambærilegt námskeið við Alþjóðamálastofnun háskólans í Vilníus í Litháen. Ráðningin sætti töluverðri gagnrýni í kjölfarið, meðal annars í pistli sem birtist á vefnum Knúz.is sem Helga Þórey Jónsdóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir skrifuðu. Þar voru birtir úrdrættir úr ósæmilegum bréfum sem Jón Baldvin skrifaði Guðrúnu Harðardóttur, systurdóttur eiginkonu sinnar fyrir rúmum áratug. Þau komu fyrst fyrir sjónir almennings í tímaritinu Nýju Lífi í fyrra og vöktu mikla athygli. Í tímaritinu kom einnig fram að Jón hafi, árið 2005 verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn Guðrúnu. Ríkissaksóknari lét málið niður falla í mars 2007. Jón viðurkenndi við yfirheyrslur hjá lögreglu vegna málsins að hann hafi farið yfir strikið í skrifum sínum og sýnt af sér dómgreindabrest.Ljóst má vera að sú gagnrýni sem sett var fram í kjölfar ráðningar Jóns til Háskólans hafi haft sitt að segja í því að hún var dregin tilbaka. Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindadeildar sagði í samtali við fréttastofu að á fundi Háskólans í dag hafi heildarhagsmunir skólans verið metnir og fyrrnefnd ákvörðun tekin í kjölfarið. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um ástæður þess að ráðning Jóns var dregin tilbaka. Jón Baldvin vildi heldur ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra verður ekki gestafyrirlesari hjá Háskóla Íslands í vetur eins og fyrirhugað var. Þetta var ákveðið á fundi í Háskólanum síðdegis. Greint var frá því nýverið að Jón Baldvin myndi kenna námskeið í vetur um smáþjóðir og hvernig þeim farnast í alþjóðakerfinu. Jón kenndi sambærilegt námskeið við Alþjóðamálastofnun háskólans í Vilníus í Litháen. Ráðningin sætti töluverðri gagnrýni í kjölfarið, meðal annars í pistli sem birtist á vefnum Knúz.is sem Helga Þórey Jónsdóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir skrifuðu. Þar voru birtir úrdrættir úr ósæmilegum bréfum sem Jón Baldvin skrifaði Guðrúnu Harðardóttur, systurdóttur eiginkonu sinnar fyrir rúmum áratug. Þau komu fyrst fyrir sjónir almennings í tímaritinu Nýju Lífi í fyrra og vöktu mikla athygli. Í tímaritinu kom einnig fram að Jón hafi, árið 2005 verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn Guðrúnu. Ríkissaksóknari lét málið niður falla í mars 2007. Jón viðurkenndi við yfirheyrslur hjá lögreglu vegna málsins að hann hafi farið yfir strikið í skrifum sínum og sýnt af sér dómgreindabrest.Ljóst má vera að sú gagnrýni sem sett var fram í kjölfar ráðningar Jóns til Háskólans hafi haft sitt að segja í því að hún var dregin tilbaka. Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindadeildar sagði í samtali við fréttastofu að á fundi Háskólans í dag hafi heildarhagsmunir skólans verið metnir og fyrrnefnd ákvörðun tekin í kjölfarið. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um ástæður þess að ráðning Jóns var dregin tilbaka. Jón Baldvin vildi heldur ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira