Jón Baldvin mun ekki kenna við Háskóla Íslands Hjörtur Hjartarson skrifar 28. ágúst 2013 18:59 Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra verður ekki gestafyrirlesari hjá Háskóla Íslands í vetur eins og fyrirhugað var. Þetta var ákveðið á fundi í Háskólanum síðdegis. Greint var frá því nýverið að Jón Baldvin myndi kenna námskeið í vetur um smáþjóðir og hvernig þeim farnast í alþjóðakerfinu. Jón kenndi sambærilegt námskeið við Alþjóðamálastofnun háskólans í Vilníus í Litháen. Ráðningin sætti töluverðri gagnrýni í kjölfarið, meðal annars í pistli sem birtist á vefnum Knúz.is sem Helga Þórey Jónsdóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir skrifuðu. Þar voru birtir úrdrættir úr ósæmilegum bréfum sem Jón Baldvin skrifaði Guðrúnu Harðardóttur, systurdóttur eiginkonu sinnar fyrir rúmum áratug. Þau komu fyrst fyrir sjónir almennings í tímaritinu Nýju Lífi í fyrra og vöktu mikla athygli. Í tímaritinu kom einnig fram að Jón hafi, árið 2005 verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn Guðrúnu. Ríkissaksóknari lét málið niður falla í mars 2007. Jón viðurkenndi við yfirheyrslur hjá lögreglu vegna málsins að hann hafi farið yfir strikið í skrifum sínum og sýnt af sér dómgreindabrest.Ljóst má vera að sú gagnrýni sem sett var fram í kjölfar ráðningar Jóns til Háskólans hafi haft sitt að segja í því að hún var dregin tilbaka. Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindadeildar sagði í samtali við fréttastofu að á fundi Háskólans í dag hafi heildarhagsmunir skólans verið metnir og fyrrnefnd ákvörðun tekin í kjölfarið. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um ástæður þess að ráðning Jóns var dregin tilbaka. Jón Baldvin vildi heldur ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra verður ekki gestafyrirlesari hjá Háskóla Íslands í vetur eins og fyrirhugað var. Þetta var ákveðið á fundi í Háskólanum síðdegis. Greint var frá því nýverið að Jón Baldvin myndi kenna námskeið í vetur um smáþjóðir og hvernig þeim farnast í alþjóðakerfinu. Jón kenndi sambærilegt námskeið við Alþjóðamálastofnun háskólans í Vilníus í Litháen. Ráðningin sætti töluverðri gagnrýni í kjölfarið, meðal annars í pistli sem birtist á vefnum Knúz.is sem Helga Þórey Jónsdóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir skrifuðu. Þar voru birtir úrdrættir úr ósæmilegum bréfum sem Jón Baldvin skrifaði Guðrúnu Harðardóttur, systurdóttur eiginkonu sinnar fyrir rúmum áratug. Þau komu fyrst fyrir sjónir almennings í tímaritinu Nýju Lífi í fyrra og vöktu mikla athygli. Í tímaritinu kom einnig fram að Jón hafi, árið 2005 verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn Guðrúnu. Ríkissaksóknari lét málið niður falla í mars 2007. Jón viðurkenndi við yfirheyrslur hjá lögreglu vegna málsins að hann hafi farið yfir strikið í skrifum sínum og sýnt af sér dómgreindabrest.Ljóst má vera að sú gagnrýni sem sett var fram í kjölfar ráðningar Jóns til Háskólans hafi haft sitt að segja í því að hún var dregin tilbaka. Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindadeildar sagði í samtali við fréttastofu að á fundi Háskólans í dag hafi heildarhagsmunir skólans verið metnir og fyrrnefnd ákvörðun tekin í kjölfarið. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um ástæður þess að ráðning Jóns var dregin tilbaka. Jón Baldvin vildi heldur ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira