„RÚV á ekki að vera allt fyrir alla alltaf“ Boði Logason skrifar 27. nóvember 2013 15:25 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir að það hafi staðið til í nokkrun tíma að starfsfólki yrði sagt upp á RÚV. Hann vill nota fjármagn sem átti að fara til RÚV í háskólana hér á landi. Í viðtali við Harmageddon í dag sagði Illugi að síðastliðið vor hafi verið tekin ákvörðun um að takmarka það rými sem RÚV fær á auglýsingamarkaði, og í staðinn átti að bæta það með 215 milljóna króna fjárframlagi úr ríkissjóði. Í fjárlögum þessa árs hafi hins vegar verið tekin ákvörðun um að uppfylla ekki framlagið til RÚV að fullu. „Ég hef sagt það, og lagt það til, að ég vil frekar nota þessa upphæð, þessar 215 milljónir, í háskólana okkar því þar er gríðarlegur vandi. Það er erfið ákvörðun en ég held að hún sé óumflýjanleg,“ segir hann. „Þetta snýst um forgangsröðun og við þurfum að taka svona ákvarðanir.“ Þá segist hann gera sér grein fyrir því að það hafi ekki verið auðvelt fyrir Ríkisútvarpið að bregðast við þessum minni fjárframlögum. „Við erum að sjá það í dag hver niðurstaðan er. Þetta hefur legið fyrir í nokkurn tíma og menn hafa verið að undirbúa sig undir það að takast á við þessa stöðu,“ segir hann. Þá spurði hann þá Frosta og Mána, stjórnendur Harmageddon, hvort að það væri hlutverk RÚV að vera í samkeppni við aðra fjölmiðla um afþreyingarefni eða hvort að það væri eitthvað annað? „Mín afstaða er þessi: RÚV á að horfa til þess að það sé ákveðin fjölbreytni í efni á markaðnum, með öðrum orðum það á ekki að reyna að vera allt fyrir alla alltaf. Það á að horfa á hvað markaðurinn getur gert og hverju hann á að sinna.“ Viðtalið við Illuga má sjá í heild sinni í myndskeiðinu hér að ofan eða á sjónvarpssíðu Vísis. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir að það hafi staðið til í nokkrun tíma að starfsfólki yrði sagt upp á RÚV. Hann vill nota fjármagn sem átti að fara til RÚV í háskólana hér á landi. Í viðtali við Harmageddon í dag sagði Illugi að síðastliðið vor hafi verið tekin ákvörðun um að takmarka það rými sem RÚV fær á auglýsingamarkaði, og í staðinn átti að bæta það með 215 milljóna króna fjárframlagi úr ríkissjóði. Í fjárlögum þessa árs hafi hins vegar verið tekin ákvörðun um að uppfylla ekki framlagið til RÚV að fullu. „Ég hef sagt það, og lagt það til, að ég vil frekar nota þessa upphæð, þessar 215 milljónir, í háskólana okkar því þar er gríðarlegur vandi. Það er erfið ákvörðun en ég held að hún sé óumflýjanleg,“ segir hann. „Þetta snýst um forgangsröðun og við þurfum að taka svona ákvarðanir.“ Þá segist hann gera sér grein fyrir því að það hafi ekki verið auðvelt fyrir Ríkisútvarpið að bregðast við þessum minni fjárframlögum. „Við erum að sjá það í dag hver niðurstaðan er. Þetta hefur legið fyrir í nokkurn tíma og menn hafa verið að undirbúa sig undir það að takast á við þessa stöðu,“ segir hann. Þá spurði hann þá Frosta og Mána, stjórnendur Harmageddon, hvort að það væri hlutverk RÚV að vera í samkeppni við aðra fjölmiðla um afþreyingarefni eða hvort að það væri eitthvað annað? „Mín afstaða er þessi: RÚV á að horfa til þess að það sé ákveðin fjölbreytni í efni á markaðnum, með öðrum orðum það á ekki að reyna að vera allt fyrir alla alltaf. Það á að horfa á hvað markaðurinn getur gert og hverju hann á að sinna.“ Viðtalið við Illuga má sjá í heild sinni í myndskeiðinu hér að ofan eða á sjónvarpssíðu Vísis.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira