Glock og Kubica reynsluóku fyrir DTM Birgir Þór Harðarson skrifar 24. janúar 2013 22:45 Glock leið vel í bílstjórasæti BMW-bílsins. mynd/bimmertoday Þjóðverjinn Timo Glock hafði BMW M3 DTM-bíl til reynslu í Barcelona í dag en sagði á dögunum skilið við Formúlu 1. Glock fær ekki að aka fyrir Marussia í Formúlu 1 í ár og viðraði strax áhuga sinn á þýska götubílakappakstrinum. Enn er eitt sæti laust í liði BMW fyrir keppnistímabil ársins en hann gæti ekið við hlið meistara síðasta árs, Bruno Spengler hjá BMW Team Schnitzer í ár. „Fyrstu kynni mín af DTM voru mjög góð," sagði Glcok við fjölmiðla eftir reynsluaksturinn. „Það tók mig ekki langan tíma að kynnast bílnum og mér leið fljótt vel í honum." Robert Kubica reynsluók Mercedes-bíl við sama tilefni í Barcelona í dag. Hann hefur verið í stöðugri endurhæfingu síðan hann náði heilsu eftir slysið sem hann lenti í fyrir tveimur árum í rallýkeppni á Ítalíu. Þá var hann ökuþór Renault í Formúlu 1. Kubica ók 114 hringi í Barcelona og sagðist hafa liðið vel í bílnum og ekki kvartaði hann undan eymslum í hendinni. „Ég er mjög sáttur með árangur minn í dag og ég átti ekki í neinum erfiðleikum í bílnum," sagði Kubica. Toto Wolff, nýráðinn mótorsportstjóri Mercedes, sagði Kubica ekki enn vera fullkomlega heilan en var ánægður með að geta gefið honum tækifæri í kappakstursbíl með niðurtogi.(Uppfært 25. janúar) Timo Glock hefur verið ráðinn áttundi ökuþór BMW í DTM fyrir árið 2013. Þetta var staðfest í dag, föstudag.Robert Kubica var í fínu formi í Barcelona. Hann er þó ekki 100% heill. Formúla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Þjóðverjinn Timo Glock hafði BMW M3 DTM-bíl til reynslu í Barcelona í dag en sagði á dögunum skilið við Formúlu 1. Glock fær ekki að aka fyrir Marussia í Formúlu 1 í ár og viðraði strax áhuga sinn á þýska götubílakappakstrinum. Enn er eitt sæti laust í liði BMW fyrir keppnistímabil ársins en hann gæti ekið við hlið meistara síðasta árs, Bruno Spengler hjá BMW Team Schnitzer í ár. „Fyrstu kynni mín af DTM voru mjög góð," sagði Glcok við fjölmiðla eftir reynsluaksturinn. „Það tók mig ekki langan tíma að kynnast bílnum og mér leið fljótt vel í honum." Robert Kubica reynsluók Mercedes-bíl við sama tilefni í Barcelona í dag. Hann hefur verið í stöðugri endurhæfingu síðan hann náði heilsu eftir slysið sem hann lenti í fyrir tveimur árum í rallýkeppni á Ítalíu. Þá var hann ökuþór Renault í Formúlu 1. Kubica ók 114 hringi í Barcelona og sagðist hafa liðið vel í bílnum og ekki kvartaði hann undan eymslum í hendinni. „Ég er mjög sáttur með árangur minn í dag og ég átti ekki í neinum erfiðleikum í bílnum," sagði Kubica. Toto Wolff, nýráðinn mótorsportstjóri Mercedes, sagði Kubica ekki enn vera fullkomlega heilan en var ánægður með að geta gefið honum tækifæri í kappakstursbíl með niðurtogi.(Uppfært 25. janúar) Timo Glock hefur verið ráðinn áttundi ökuþór BMW í DTM fyrir árið 2013. Þetta var staðfest í dag, föstudag.Robert Kubica var í fínu formi í Barcelona. Hann er þó ekki 100% heill.
Formúla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira