Vill byrja að reisa mosku næsta sumar 24. janúar 2013 16:02 "Vonandi að við getum byrjað næsta sumar,“ segir Salmann Tamimi, varaformaður Félags múslima á Íslandi. „Vonandi að við getum byrjað næsta sumar," segir Salmann Tamimi, varaformaður Félags múslima á Íslandi en það var samþykkt í skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær að kynna tillögu um breytta landnotkun í Sogamýri svo að þar geti verið þrjá nýjar byggingarlóðir. Ein lóðin er ætluð Félagi múslima á Íslandi. Tamimi vill hefja byggingu sem allra fyrst. Í Fréttablaðinu í morgun segir að í drögum að breytingum komi fram að tilgangurinn sé meðal annars að koma til móts við óskir um lóð fyrir trúarstofnun. Það sé í samræmi við markmið mannréttindastefnu og menningarstefnu borgarinnar. Þessu fagnar Tamimi þó hann taki fréttunum með stóískri ró, enda hefur félagið beðið lengi eftir lóð til þess að byggja bænahús. „Við höfum beðið frá árinu 1999, eða í um þrettán ár," segir Tamimi um stöðu mála. Tillögurnar fara nú í kynningu, og gangi allt eftir, verður múslimum frjálst að byggja mosku í Sogamýrinni innan skamms. Þessum hugmyndum hefur þó ekki verið tekið vel allstaðar, bæði úr samfélaginu sem og frá stjórnmálaflokkum. Þannig sátu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hjá í málinu þegar það var samþykkt. „Það er á skjön við vinnubrögð skipulagsráðs að taka einstakar lóðir út fyrir sviga með þessum hætti og láta heildarhugsun í skipulagi víkja," sögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks þegar þeir útskýrðu ástæður sínar fyrir hjásetu. Tamimi segir í samtali við Vísi að það megi ekki mikið gerast til þess að félagið þurfi að bíða í annan áratug eftir mosku. „Stjórnarskipti gætu þýtt önnur þrettán ár," segir Tamimi. Um andstöðu við mosku í samfélaginu segir Tamimi að meirihluti þjóðarinnar sé á þeirri skoðun að múslimar eigi rétt á því að byggja sína mosku. „Svo eru auðvitað sumir sem eru beinlínis sjúkir af hatri í okkar garð," bætir hann við. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Vonandi að við getum byrjað næsta sumar," segir Salmann Tamimi, varaformaður Félags múslima á Íslandi en það var samþykkt í skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær að kynna tillögu um breytta landnotkun í Sogamýri svo að þar geti verið þrjá nýjar byggingarlóðir. Ein lóðin er ætluð Félagi múslima á Íslandi. Tamimi vill hefja byggingu sem allra fyrst. Í Fréttablaðinu í morgun segir að í drögum að breytingum komi fram að tilgangurinn sé meðal annars að koma til móts við óskir um lóð fyrir trúarstofnun. Það sé í samræmi við markmið mannréttindastefnu og menningarstefnu borgarinnar. Þessu fagnar Tamimi þó hann taki fréttunum með stóískri ró, enda hefur félagið beðið lengi eftir lóð til þess að byggja bænahús. „Við höfum beðið frá árinu 1999, eða í um þrettán ár," segir Tamimi um stöðu mála. Tillögurnar fara nú í kynningu, og gangi allt eftir, verður múslimum frjálst að byggja mosku í Sogamýrinni innan skamms. Þessum hugmyndum hefur þó ekki verið tekið vel allstaðar, bæði úr samfélaginu sem og frá stjórnmálaflokkum. Þannig sátu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hjá í málinu þegar það var samþykkt. „Það er á skjön við vinnubrögð skipulagsráðs að taka einstakar lóðir út fyrir sviga með þessum hætti og láta heildarhugsun í skipulagi víkja," sögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks þegar þeir útskýrðu ástæður sínar fyrir hjásetu. Tamimi segir í samtali við Vísi að það megi ekki mikið gerast til þess að félagið þurfi að bíða í annan áratug eftir mosku. „Stjórnarskipti gætu þýtt önnur þrettán ár," segir Tamimi. Um andstöðu við mosku í samfélaginu segir Tamimi að meirihluti þjóðarinnar sé á þeirri skoðun að múslimar eigi rétt á því að byggja sína mosku. „Svo eru auðvitað sumir sem eru beinlínis sjúkir af hatri í okkar garð," bætir hann við.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira