78 ára skólabílstjóri fór í ökuhæfnispróf að eigin frumkvæði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2013 11:08 Sæmundur Sigmundsson bílstjóri og eigandi samnefnds rútufyrirtækis í Borgarnesi. Mynd/Skessuhorn Sæmundur Sigmundsson, skólabílstjóri á Vesturlandi, fór að eigin frumkvæði í ökuhæfnispróf í kjölfar gagnrýni við störf sín. Sæmundur stóðst prófið athugasemdalaust. „Það hefur verið hart sótt að mér undanfarna mánuði og hefur gagnrýni á störf mín og meint starfshæfni við skólaakstur ekki einvörðungu skaðað mig persónulega heldur ekki síður rekstur fyrirtækisins," segir Sæmundur í viðtali á Vesturlandsvefnum Skessuhorni. Sæmundur segist í viðtalinu afar ósáttur við ávirðingar starfsmanna Gunnskólans í Borgarnesi síðastliðið haust. Þá kom starfsfólk skólans skriflegri kvörtun um akstur Sæmundar á framfæri við sveitarstjórnar. „ Ég vísa því alfarið á bug að ég sé óhæfur til að aka hópferðabílum og geng reyndar svo langt að kalla þetta einelti í minn garð," segir Sæmundur. Hann viðurkennir að hann sé þó mannlegur eins og aðrir. „Mér hafa orðið á mistök, sem þó hafa aldrei leitt til stórslyss sem betur fer. Ég held hins vegar að enginn sé svo fullkominn að hann komist í gegnum lífið án þess að gera einhver mistök. Engu að síður fullvissa ég fólk um að daginn sem ég ekki verð lengur hæfur til að aka bíl, þá mun ég leggja inn ökuskírteinið og hætta akstri," segir Sæmundur sem hefur árlega farið í sjónmælingu frá því hann komst á áttræðisaldur. Þær hafa komið vel út og nú hefur hann fengið staðfestingu á ökuhæfni sinni í prófi hjá Frumherja. „Það gerði ég í síðustu viku og var útskrifaður án athugasemda eftir rúmlega tveggja tíma akstur á 56 manna hópferðabíl um götur og stræti Reykjavíkur og Mosfellssveitar í dumbungsveðri," segir Sæmundur sem skilur ekki hvað fólki gangi til með ásökunum í sinn garð. „Ég mat það því þannig að ég hefði í raun ekki nema um tvo kosti að ræða. Annars vegar að láta undan þrýstingi sumra í þessu samfélagi og hætta akstri, eða hins vegar að halda honum áfram. Fyrst um sinn ætla ég að velja síðari kostinn og þess vegna fór ég í þetta ökupróf hjá Frumherja, til að sýna fram á að hæfni mín til aksturs er þannig að fólk á ekki að þurfa að efast um hana," segir Sæmundur í viðtalinu á Vesturlandsvefnum Skessuhorni.Viðtalið í heild sinni má sjá á Skessuhorni sem birtir einnig staðfestinguna sem Sæmundur fékk á ökuhæfni sinni. Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Sjá meira
Sæmundur Sigmundsson, skólabílstjóri á Vesturlandi, fór að eigin frumkvæði í ökuhæfnispróf í kjölfar gagnrýni við störf sín. Sæmundur stóðst prófið athugasemdalaust. „Það hefur verið hart sótt að mér undanfarna mánuði og hefur gagnrýni á störf mín og meint starfshæfni við skólaakstur ekki einvörðungu skaðað mig persónulega heldur ekki síður rekstur fyrirtækisins," segir Sæmundur í viðtali á Vesturlandsvefnum Skessuhorni. Sæmundur segist í viðtalinu afar ósáttur við ávirðingar starfsmanna Gunnskólans í Borgarnesi síðastliðið haust. Þá kom starfsfólk skólans skriflegri kvörtun um akstur Sæmundar á framfæri við sveitarstjórnar. „ Ég vísa því alfarið á bug að ég sé óhæfur til að aka hópferðabílum og geng reyndar svo langt að kalla þetta einelti í minn garð," segir Sæmundur. Hann viðurkennir að hann sé þó mannlegur eins og aðrir. „Mér hafa orðið á mistök, sem þó hafa aldrei leitt til stórslyss sem betur fer. Ég held hins vegar að enginn sé svo fullkominn að hann komist í gegnum lífið án þess að gera einhver mistök. Engu að síður fullvissa ég fólk um að daginn sem ég ekki verð lengur hæfur til að aka bíl, þá mun ég leggja inn ökuskírteinið og hætta akstri," segir Sæmundur sem hefur árlega farið í sjónmælingu frá því hann komst á áttræðisaldur. Þær hafa komið vel út og nú hefur hann fengið staðfestingu á ökuhæfni sinni í prófi hjá Frumherja. „Það gerði ég í síðustu viku og var útskrifaður án athugasemda eftir rúmlega tveggja tíma akstur á 56 manna hópferðabíl um götur og stræti Reykjavíkur og Mosfellssveitar í dumbungsveðri," segir Sæmundur sem skilur ekki hvað fólki gangi til með ásökunum í sinn garð. „Ég mat það því þannig að ég hefði í raun ekki nema um tvo kosti að ræða. Annars vegar að láta undan þrýstingi sumra í þessu samfélagi og hætta akstri, eða hins vegar að halda honum áfram. Fyrst um sinn ætla ég að velja síðari kostinn og þess vegna fór ég í þetta ökupróf hjá Frumherja, til að sýna fram á að hæfni mín til aksturs er þannig að fólk á ekki að þurfa að efast um hana," segir Sæmundur í viðtalinu á Vesturlandsvefnum Skessuhorni.Viðtalið í heild sinni má sjá á Skessuhorni sem birtir einnig staðfestinguna sem Sæmundur fékk á ökuhæfni sinni.
Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Sjá meira