Jón Bjarnason syrgir dóttur sína: „Dekurverkefni ganga fyrir heilbrigðisþjónustunni“ Kristján Hjálmarsson skrifar 30. september 2013 09:16 Jón Bjarnason fyrrverandi ráðherra er ómyrkur í máli í garð stjórnvalda. „Ég man upphafið er Katrín greindist um miðjan desember 2008 eftir að hafa beðið nokkurn tíma eftir röntgenmyndun. Þrátt fyrir að brýnt væri að fara í uppskurð og fjarlægja brjóstið var starfsemi spítalans í svo miklu lágmarki vegna sparnaðar um jól og áramót og leyfa hinna fáu sérfræðinga að komið var fram undir lok janúar er skurðaðgerðin var gerð,“ segir Jón Bjarnason, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra í bloggfærslu sem hann birti á heimasíðu sinni í gær. Tilefni færslunnar er að dóttir hans, Katrín Kolka, hefði orðið 31 árs en hún lést í byrjun árs 2011 aðeins 28 ára gömul - tveimur árum eftir að hún hafði greinst með krabbamein. Jón segir að árin tvö sem Katrín var veik leiti oft á hugann ekki síst í ljósi umræðunnar um stöðu heilbrigðiskerfisins. Allt sem hann heyri nú í fjölmiðlum kallist á við reynslu hans af því að fylgja dóttur sinni á þessum erfiða vegi og er í samræmi við ýmsar sárar spurningar sem hafa leitað á hann bæði nú og þá. Hann sé bæði búinn að vera á Alþingi og í ríkisstjórn og þekki því vel umræðuna um heilbrigðismálin þeim megin frá. „Að greinast veikur að sumri til er ekki nema fyrir frískasta fólk því tveir til þrír mánuðir geta liðið þangað til spítalinn er kominn í fullt starf á ný eftir sumarleyfin. Mér var þá ljóst að spítalinn var orðinn mjög undirmannaður enda beið dóttur minnar stöðug mannaskipti og óskipulögð viðbrögð við sjúkdómnum sem herjaði bæði með hraða og grimmd. Hver dagur er dýrmætur þegar gengið er með slíkan bráðasjúkdóm og mistök ekki aftur tekin,“ segir Jón. „Mér eru minnistæðir dagarnir og næturnar á krabbameinslegudeildinni 11 E þar sem starfsfólkið lagði fram alla sína hlýju og umhyggju þrátt fyrir mjög erfiðar vinnuaðstæður. Sumt af starfsfólkinu hafði þá þrívegis fengið uppsagnarbréf innan sama árs vegna stöðugrar hagræðingar og niðurskurðar sem aftur kallaði á mikla óvissu og álag.“ Jón rifjar það upp þegar starfsfólk spítalans leitaði dyrum og dyngjum að bestu rúmdýnunni fyrir Katrínu á deildinni en þær voru flestar gamlar, mjög slitnar og signar inn í miðjuna og hún þoldi þær alls ekki. Nýjustu dýnurnar tvær hafði starfsfólkið sjálft haft milligöngu um að útvega og fengið að gjöf frá Íslenskri erfðagreiningu. „Mér er minnistætt þegar eina röntgentækið til að mynda höfuð og heila, áratuga gamalt var stöðugt að bila þannig oft varð frá að hverfa og fresta myndatöku. Katrín var beðin að koma snemma næsta morguns ef tækist að koma tækinu í lag svo hún yrði fyrst ef það síðan bilaði. Þessi ferill allur hefði verið mikið álag fyrir fullfrískt fólk. Hvar sem að var komið var undirmönnun, starfsfólk að koma of snemma til vinnu sem hafði veikst. Hjartahlýjan og umhyggjan starfsfólksins var þá ávalt fyrir hendi. Það var hún sem gaf traustið,“ segir Jón sem heldur lýsingum af ástandinu áfram. Jón segir það heiðarlegt af forstöðumönnum og sérfræðingum lyflækninga- og krabbameinsdeilda að lýsa því yfir þær séu orðnar svo undirmannaðar, sérfræðinga skorti svo og tækjabúnað og aðstöðu að komið sé út af brúninni. Það sé ekki lengur hægt að tryggja fullnægjandi öryggi og þjónustu við sjúklinga krabbameinsdeildarinnar. Staðan sé orðin meir en grafalvarleg. „Mér fannst raunar sú sama staða vera uppi þegar dóttir mín lá þar veik fyrir tveim árum síðan. Alla vega er ákaflega erfitt að hugsa til þess að staðan hafi í raun og veru versnað frá þeim tíma. Stjórnvöld eru hinsvegar sá aðilinn sem dregur lappirnar í skilningsleysi. Þar ganga dekurverkefni fyrir heilbrigðisþjónustu. Meir að segja leyfðu forystumenn í síðustu ríkisstjórn sér að sýna þann hroka að agnúast út í Þjóðkirkjuna og biskup fyrir að beita sér fyrir og hvetja til söfnunar fyrir Landspítalann,“ segir Jón og lýkur pistlinum á orðunum. „Það er komið að örlagastundu fyrir heilbrigðisþjónustu landsmanna.“ Pistilinn má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Innlent David Lynch er látinn Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Innlent Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Innlent Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Fleiri fréttir Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Sjá meira
„Ég man upphafið er Katrín greindist um miðjan desember 2008 eftir að hafa beðið nokkurn tíma eftir röntgenmyndun. Þrátt fyrir að brýnt væri að fara í uppskurð og fjarlægja brjóstið var starfsemi spítalans í svo miklu lágmarki vegna sparnaðar um jól og áramót og leyfa hinna fáu sérfræðinga að komið var fram undir lok janúar er skurðaðgerðin var gerð,“ segir Jón Bjarnason, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra í bloggfærslu sem hann birti á heimasíðu sinni í gær. Tilefni færslunnar er að dóttir hans, Katrín Kolka, hefði orðið 31 árs en hún lést í byrjun árs 2011 aðeins 28 ára gömul - tveimur árum eftir að hún hafði greinst með krabbamein. Jón segir að árin tvö sem Katrín var veik leiti oft á hugann ekki síst í ljósi umræðunnar um stöðu heilbrigðiskerfisins. Allt sem hann heyri nú í fjölmiðlum kallist á við reynslu hans af því að fylgja dóttur sinni á þessum erfiða vegi og er í samræmi við ýmsar sárar spurningar sem hafa leitað á hann bæði nú og þá. Hann sé bæði búinn að vera á Alþingi og í ríkisstjórn og þekki því vel umræðuna um heilbrigðismálin þeim megin frá. „Að greinast veikur að sumri til er ekki nema fyrir frískasta fólk því tveir til þrír mánuðir geta liðið þangað til spítalinn er kominn í fullt starf á ný eftir sumarleyfin. Mér var þá ljóst að spítalinn var orðinn mjög undirmannaður enda beið dóttur minnar stöðug mannaskipti og óskipulögð viðbrögð við sjúkdómnum sem herjaði bæði með hraða og grimmd. Hver dagur er dýrmætur þegar gengið er með slíkan bráðasjúkdóm og mistök ekki aftur tekin,“ segir Jón. „Mér eru minnistæðir dagarnir og næturnar á krabbameinslegudeildinni 11 E þar sem starfsfólkið lagði fram alla sína hlýju og umhyggju þrátt fyrir mjög erfiðar vinnuaðstæður. Sumt af starfsfólkinu hafði þá þrívegis fengið uppsagnarbréf innan sama árs vegna stöðugrar hagræðingar og niðurskurðar sem aftur kallaði á mikla óvissu og álag.“ Jón rifjar það upp þegar starfsfólk spítalans leitaði dyrum og dyngjum að bestu rúmdýnunni fyrir Katrínu á deildinni en þær voru flestar gamlar, mjög slitnar og signar inn í miðjuna og hún þoldi þær alls ekki. Nýjustu dýnurnar tvær hafði starfsfólkið sjálft haft milligöngu um að útvega og fengið að gjöf frá Íslenskri erfðagreiningu. „Mér er minnistætt þegar eina röntgentækið til að mynda höfuð og heila, áratuga gamalt var stöðugt að bila þannig oft varð frá að hverfa og fresta myndatöku. Katrín var beðin að koma snemma næsta morguns ef tækist að koma tækinu í lag svo hún yrði fyrst ef það síðan bilaði. Þessi ferill allur hefði verið mikið álag fyrir fullfrískt fólk. Hvar sem að var komið var undirmönnun, starfsfólk að koma of snemma til vinnu sem hafði veikst. Hjartahlýjan og umhyggjan starfsfólksins var þá ávalt fyrir hendi. Það var hún sem gaf traustið,“ segir Jón sem heldur lýsingum af ástandinu áfram. Jón segir það heiðarlegt af forstöðumönnum og sérfræðingum lyflækninga- og krabbameinsdeilda að lýsa því yfir þær séu orðnar svo undirmannaðar, sérfræðinga skorti svo og tækjabúnað og aðstöðu að komið sé út af brúninni. Það sé ekki lengur hægt að tryggja fullnægjandi öryggi og þjónustu við sjúklinga krabbameinsdeildarinnar. Staðan sé orðin meir en grafalvarleg. „Mér fannst raunar sú sama staða vera uppi þegar dóttir mín lá þar veik fyrir tveim árum síðan. Alla vega er ákaflega erfitt að hugsa til þess að staðan hafi í raun og veru versnað frá þeim tíma. Stjórnvöld eru hinsvegar sá aðilinn sem dregur lappirnar í skilningsleysi. Þar ganga dekurverkefni fyrir heilbrigðisþjónustu. Meir að segja leyfðu forystumenn í síðustu ríkisstjórn sér að sýna þann hroka að agnúast út í Þjóðkirkjuna og biskup fyrir að beita sér fyrir og hvetja til söfnunar fyrir Landspítalann,“ segir Jón og lýkur pistlinum á orðunum. „Það er komið að örlagastundu fyrir heilbrigðisþjónustu landsmanna.“ Pistilinn má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Innlent David Lynch er látinn Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Innlent Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Innlent Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Fleiri fréttir Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Sjá meira
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent