Virkt fjármálaeftirlit er undirstaða endurreisnar Aðalsteinn Leifsson skrifar 12. september 2013 06:00 Virkt fjármálaeftirlit sem uppfyllir alþjóðleg viðmið er ein forsenda uppbyggingar íslensks atvinnulífs. Eftir hrun voru gerðar ítarlegar úttektir á starfsemi Fjármálaeftirlitsins (FME) af innlendum og erlendum sérfræðingum. Kaarlo Jännäri lagði meðal annars til að valdheimildir FME yrðu auknar og stofnunin hvött til að beita sér af meiri krafti. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis kom fram að mikið skorti á að FME væri í stakk búið til að sinna eftirliti með fjármálafyrirtækjum á viðhlítandi hátt. Þá leiddi skoðun Pierre-Yves Thoreval til þeirrar niðurstöðu að FME uppfyllti innan við helming þeirra alþjóðlegu staðla (Basel Core Principles) sem settir hefðu verið fram um skilvirkt eftirlit. Þessi erfiða staða orsakaðist af langvarandi fjársvelti og undirmönnun. Sem dæmi má nefna að í lok ársins 2006 voru einungis þrír starfsmenn þeir sömu og í upphafi ársins á því sviði sem hafði eftirlit með öllum bönkunum. Í kjölfar úttektanna hefur skipulega verið unnið að uppbyggingu FME með stuðningi löggjafans, ráðuneyta, SÍ og eftirlitsskyldra aðila. Fyrir mitt næsta ár munu óháðir erlendir sérfræðingar á ný gera úttekt á störfum FME. Til mikils er að vinna fyrir íslenskt atvinnulíf að árangur í uppbyggingu eftirlitsins sé viðurkenndur. Nauðsynlegt FME er fjármagnað af þeim aðilum sem það hefur eftirlit með. Almennir skattgreiðendur þurfa því ekki að reiða fram fé til eftirlitsins. Stjórn FME og Samráðsnefnd eftirlitsskyldra aðila gæta þess að rekstraráætlun eftirlitins sé í samræmi við verkefnin. Eftirlitsskyldir aðilar hafa komið fram af ábyrgð og sýnt uppbyggingu FME skilning. Áherslur stjórnvalda eru réttilega að byggja upp atvinnulíf og auka fjárfestingar, sem eru í lágmarki. Fjármálaeftirlit sem uppfyllir alþjóðlegt viðmið er nauðsynlegt til þess að fjárfestingar aukist á Íslandi og að íslensk fyrirtæki geti leitað fjármögnunar á erlendum mörkuðum. Komið hefur fram að FME hafi ekki nýtt að fullu þær fjárheimildir sem það hefur haft undanfarin tvö ár. Ástæða þess er að eftirlitið hefur sýnt ríkt aðhald í framkvæmd uppbyggingar- og umbótaverkefna, meðvitað um hversu óheppilegt það er að kostnaður við uppbygginguna komi fram á sama tíma og fjármálastarfsemi er í lágmarki og mörg brýn verkefni í samfélaginu. Sá afgangur gerir að verkum að hægt verður að lækka framlag eftirlitsskyldra aðila til FME á næsta ári, þrátt fyrir að kostnaður við verkefnin nái hámarki þá. Auðvitað er freistandi að skera niður framlög til FME og vona að það komi ekki að sök. Þeir fjármunir sem sparast munu þó hvorki fara í heilbrigðiskerfi né menntamál með beinum hætti heldur lækka það gjald sem eftirlitsskyldir aðilar þurfa að greiða. Þeir hagsmunir eru litlir í samanburði við þann kostnað sem af hlýst ef okkur mistekst að byggja upp virkt eftirlit sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar. Sá kostnaður kemur niður á öllum. Um það höfum við Íslendingar skýrt dæmi, sem við lifum hvern dag. Uppbygging virks fjármálaeftirlits krefst úthalds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Leifsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Sjá meira
Virkt fjármálaeftirlit sem uppfyllir alþjóðleg viðmið er ein forsenda uppbyggingar íslensks atvinnulífs. Eftir hrun voru gerðar ítarlegar úttektir á starfsemi Fjármálaeftirlitsins (FME) af innlendum og erlendum sérfræðingum. Kaarlo Jännäri lagði meðal annars til að valdheimildir FME yrðu auknar og stofnunin hvött til að beita sér af meiri krafti. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis kom fram að mikið skorti á að FME væri í stakk búið til að sinna eftirliti með fjármálafyrirtækjum á viðhlítandi hátt. Þá leiddi skoðun Pierre-Yves Thoreval til þeirrar niðurstöðu að FME uppfyllti innan við helming þeirra alþjóðlegu staðla (Basel Core Principles) sem settir hefðu verið fram um skilvirkt eftirlit. Þessi erfiða staða orsakaðist af langvarandi fjársvelti og undirmönnun. Sem dæmi má nefna að í lok ársins 2006 voru einungis þrír starfsmenn þeir sömu og í upphafi ársins á því sviði sem hafði eftirlit með öllum bönkunum. Í kjölfar úttektanna hefur skipulega verið unnið að uppbyggingu FME með stuðningi löggjafans, ráðuneyta, SÍ og eftirlitsskyldra aðila. Fyrir mitt næsta ár munu óháðir erlendir sérfræðingar á ný gera úttekt á störfum FME. Til mikils er að vinna fyrir íslenskt atvinnulíf að árangur í uppbyggingu eftirlitsins sé viðurkenndur. Nauðsynlegt FME er fjármagnað af þeim aðilum sem það hefur eftirlit með. Almennir skattgreiðendur þurfa því ekki að reiða fram fé til eftirlitsins. Stjórn FME og Samráðsnefnd eftirlitsskyldra aðila gæta þess að rekstraráætlun eftirlitins sé í samræmi við verkefnin. Eftirlitsskyldir aðilar hafa komið fram af ábyrgð og sýnt uppbyggingu FME skilning. Áherslur stjórnvalda eru réttilega að byggja upp atvinnulíf og auka fjárfestingar, sem eru í lágmarki. Fjármálaeftirlit sem uppfyllir alþjóðlegt viðmið er nauðsynlegt til þess að fjárfestingar aukist á Íslandi og að íslensk fyrirtæki geti leitað fjármögnunar á erlendum mörkuðum. Komið hefur fram að FME hafi ekki nýtt að fullu þær fjárheimildir sem það hefur haft undanfarin tvö ár. Ástæða þess er að eftirlitið hefur sýnt ríkt aðhald í framkvæmd uppbyggingar- og umbótaverkefna, meðvitað um hversu óheppilegt það er að kostnaður við uppbygginguna komi fram á sama tíma og fjármálastarfsemi er í lágmarki og mörg brýn verkefni í samfélaginu. Sá afgangur gerir að verkum að hægt verður að lækka framlag eftirlitsskyldra aðila til FME á næsta ári, þrátt fyrir að kostnaður við verkefnin nái hámarki þá. Auðvitað er freistandi að skera niður framlög til FME og vona að það komi ekki að sök. Þeir fjármunir sem sparast munu þó hvorki fara í heilbrigðiskerfi né menntamál með beinum hætti heldur lækka það gjald sem eftirlitsskyldir aðilar þurfa að greiða. Þeir hagsmunir eru litlir í samanburði við þann kostnað sem af hlýst ef okkur mistekst að byggja upp virkt eftirlit sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar. Sá kostnaður kemur niður á öllum. Um það höfum við Íslendingar skýrt dæmi, sem við lifum hvern dag. Uppbygging virks fjármálaeftirlits krefst úthalds.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun