Erlent

Tíu manns handteknir og flestir gíslarnir lausir

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Verslunarmiðstöðin Westgate í Naíróbí.
Verslunarmiðstöðin Westgate í Naíróbí. Mynd/AP
Stjórnvöld í Kenía segja búið að frelsa flesta gíslana, sem hafa verið í haldi herskárra íslamista síðan á laugardag.

Meira en tíu manns hafi verið handteknir, eftir að her og lögregla réðust í morgun inn í verslunarmiðstöð í höfuðborginni Naíróbí, sem gíslatökumennirnir lögðu undir sig á laugardaginn.

Tveir gíslatökumanna hafa látist í átökum í dag, en umsátrið hefur kostað meira en 60 manns lífið. Hátt í tvö hundruð manns hafa særst.

Al Shabab, samtök herskárra íslamista í nágrannaríkinu Sómalíu, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni.

Þau segjast hafa gert þetta í hefndarskyni fyrir þátttöku kenískra hermanna hernaðaraðgerðum Afríkubandalagsins í Sómalíu, en þar hafa samtökin undanfarið átt  í vök að verjast.

Stjórnvöld í Kenía segja hins vegar greinilegt að árásarmennirnir komi víðar að en frá Sómalíu eingöngu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×