Fyrrverandi formaður VR: „Gyltan var mikill gleðigjafi í lífi okkar“ Kristján Hjálmarsson skrifar 23. september 2013 11:45 Stefán Einar með gyltuna góðu á afmælisdeginum. Mynd/Úr einkasafni „Ég hef ekki búið með svíni áður en það venst furðulega vel,“ segir Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi formaður VR, í nýrri færslu á Facebooksíðu-sinni. Stefán Einar fagnaði þrítugsafmæli sínu um helgina og fékk svín að gjöf frá gömlum félögum. „Ég hélt örlítinn gleðskap að heimili mínu á laugardaginn. Ég á gamla og mjög góða vini úr Borgarnesi sem heita Guðmundur Skúli Halldórsson og Fannar Þór Kristjánsson. Þeir eru þeirrrar gerðar að þeir eru gjörsamlega óútreiknanlegir, maður veit aldrei upp á hverju þeir taka,“ segir Stefán Einar. Þegar boðið barst í veisluna fóru þeir Guðmundur Skúli og Fannar Þór að ræða sín á milli, á opinni Facebooksíðu, hvað væri best að gefa Stefáni Einari. Þeir veltu upp hugmyndum um ólík húsdýr. „Þegar boðið hófst komu þeir með stórt og veglegt búr. Í fanginu voru þeir með sex vikna gamlan grís sem þeir höfðu nefnt fallegu nafni, í höfuðið á konu sem hefur haft mikil áhrif á líf mitt. Þetta olli auðvitað ákveðnum vandkvæðum en við vorum með þessa gyltu á heimilinu í rúman sólarhring,“ segir Stefán Einar sem vill þó ekki gefa upp nafn gríssins. Stefán Einar segir að gyltan hafi vakið mikla lukku á heimilinu. Hann og Sara Lind Guðbergsdóttir, unnusta hans, hafi lengi velt því fyrir sér hvað ætti að gera við grísinn. „Við komum honum síðan fyrir á Hraðastöðum í Mosfellssveit. Þar er lítill húsdýragarður sem leikskólabörn heimsækja. Gyltan er þar ásamt silkihænum, kanínum og litlum rebba. Henni líður mjög vel þar - allavega síðast þegar ég frétti," segir Stefán Einar. „Gyltan var mikill gleðigjafi í lífi okkar. Afmælisdagurinn sjálfur var í gær og ég hafði hugsað mér að eyða honum í eitthvað annað en að ala upp grís. En það spillti nú deginum ekki og ég mun ekki gleyma honum svo glatt,“ segir Stefán Einar. Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
„Ég hef ekki búið með svíni áður en það venst furðulega vel,“ segir Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi formaður VR, í nýrri færslu á Facebooksíðu-sinni. Stefán Einar fagnaði þrítugsafmæli sínu um helgina og fékk svín að gjöf frá gömlum félögum. „Ég hélt örlítinn gleðskap að heimili mínu á laugardaginn. Ég á gamla og mjög góða vini úr Borgarnesi sem heita Guðmundur Skúli Halldórsson og Fannar Þór Kristjánsson. Þeir eru þeirrrar gerðar að þeir eru gjörsamlega óútreiknanlegir, maður veit aldrei upp á hverju þeir taka,“ segir Stefán Einar. Þegar boðið barst í veisluna fóru þeir Guðmundur Skúli og Fannar Þór að ræða sín á milli, á opinni Facebooksíðu, hvað væri best að gefa Stefáni Einari. Þeir veltu upp hugmyndum um ólík húsdýr. „Þegar boðið hófst komu þeir með stórt og veglegt búr. Í fanginu voru þeir með sex vikna gamlan grís sem þeir höfðu nefnt fallegu nafni, í höfuðið á konu sem hefur haft mikil áhrif á líf mitt. Þetta olli auðvitað ákveðnum vandkvæðum en við vorum með þessa gyltu á heimilinu í rúman sólarhring,“ segir Stefán Einar sem vill þó ekki gefa upp nafn gríssins. Stefán Einar segir að gyltan hafi vakið mikla lukku á heimilinu. Hann og Sara Lind Guðbergsdóttir, unnusta hans, hafi lengi velt því fyrir sér hvað ætti að gera við grísinn. „Við komum honum síðan fyrir á Hraðastöðum í Mosfellssveit. Þar er lítill húsdýragarður sem leikskólabörn heimsækja. Gyltan er þar ásamt silkihænum, kanínum og litlum rebba. Henni líður mjög vel þar - allavega síðast þegar ég frétti," segir Stefán Einar. „Gyltan var mikill gleðigjafi í lífi okkar. Afmælisdagurinn sjálfur var í gær og ég hafði hugsað mér að eyða honum í eitthvað annað en að ala upp grís. En það spillti nú deginum ekki og ég mun ekki gleyma honum svo glatt,“ segir Stefán Einar.
Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira