Lífið

Hægri hönd stjarnanna á meðal vor

Rigging-sérfræðingurinn Eric Porter hélt svokallað rigging-námskeið hér á landi fyrir stuttu á vegum Luxor tækjaleigu og –sölu. Eric þessi er sko enginn nýgræðingur í bransanum og hefur unnið með mörgum af stærstu stjörnum heims.

Rigging er vel þekkt orð í tækjabransanum og nær yfir það þegar búnaður er hengdur upp í veislum og á viðburðum.

“Þegar við erum að hengja upp ljósagrindur, hljóðkerfi, tjöld og fleira í húsum erum við að rigga,” segir Bragi Reynisson, framkvæmdastjóri Luxor tækjaleigu og –sölu.

“Á námskeiðinu lærðum við um alla helstu þætti sem þarf að varast. Þetta er í raun grunnnámskeið sem þú þarft að fara á áður en þú ferð af stað og hengir nokkur tonn af búnaði yfir fólk,” segir Bragi en alls fóru tíu starfsmenn frá Luxor á námskeiðið.

Karl Sigurðsson, verkefnastjóri hjá Luxor, hlustar af athygli.
Námskeiðið var haldið í stúdíói Sagafilm að Laugavegi 176 en Luxor er hluti af Sagafilm. Kennarinn Eric Porter er eins og áður sagði enginn nýgræðingur í faginu og hefur unnið með nöfnum á borð við Queen, Elton John, REM og Diana Ross síðastliðin þrjátíu ár. Þá hefur hann unnið að stórviðburðum eins og verðlaunahátíðum fyrir MTV og Eurovision. Það má því með sanni segja að þeir Luxor-menn séu orðnir sprenglærðir í rigging-fræðum eftir dvöl Erics á landinu og óhætt að treysta þeim fyrir hvaða viðburði sem er.

Eric er rigging-sérfræðingur.
Facebook-síða Luxor.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.

Eric fer yfir undirstöðuatriðin með strákunum í Luxor.
Luxor-menn útskrifuðust auðvitað allir af námskeiðinu með glæsibrag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.