Hinsegin dagar með pólitísku sniði Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. ágúst 2013 19:11 Arnarhóll var heldur betur litríkur og fjölbreytilegur í dag. MYND/STEFÁN KARLSSON Fjöldi fólks fylgdist með Gleðigöngu Hinsegin daga í miðbæ Reykjavíkur í dag. Sendiherrar Kanada og Bandaríkjana á Íslandi tóku þátt í göngunni að ógleymdum Jóni Gnarr borgarstjóra. Gleðigangan fór af stað klukkan tvö í dag, en þetta var í þrettánda skipti sem hún er haldin. Alls voru 39 atriði hluti af litríkri skrúðgöngu í ár. Vagnar sem ætlaðir voru sem ádeila á umdeildar aðgerðir rússneskra stjórnvalda gegn samkynhneigðum voru áberandi, sem og vagnar til heiðurs uppljóstrurunum Bradley Manning og Edward Snowden. Hátíðin var því með fremur pólitísku sniði þetta árið. Eva María Þórarinsdóttir, formaður Hinsegin daga 2013, segir mikilvægt að minna á bág kjör hinsegin fólks í öðrum löndum. Þá segir hún að það sé mikilvægt að fólk hafi í huga að mannréttindi séu ekki einkamál þjóða. Sendiherrar Bandaríkjana og Kanada á Íslandi skelltu sér í litríkan skrúða og tóku þátt í Gleðigöngunni. Luis Arreaga, sendiherra Bandaríkjana, tók þátt í göngunni í þriðja skipti í ár. Hann segir að það sé mikilvægt að halda áfram að berjast fyrir réttindum samkynhneigðra og þó að mikill árangur hafi nú náðst sé enn langt í land. Stewart Weeler, sendiherra Kanada á Íslandi, er sjálfur samkynhneigður og gekk gönguna í dag með manni sínum. Hann segir Ísland og Kanada mjög samstíga hvað varðar baráttumála samkynhneigðra. Fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar gengu með í Gleðigöngunni í dag, þar á meðal Ómar Ragnarsson, en hann hefur tekið þátt síðan leyft var að bílar keyrðu með göngunni. Þá lét Jón Gnarr sig ekki vanta frekar en fyrri daginn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Fjöldi fólks fylgdist með Gleðigöngu Hinsegin daga í miðbæ Reykjavíkur í dag. Sendiherrar Kanada og Bandaríkjana á Íslandi tóku þátt í göngunni að ógleymdum Jóni Gnarr borgarstjóra. Gleðigangan fór af stað klukkan tvö í dag, en þetta var í þrettánda skipti sem hún er haldin. Alls voru 39 atriði hluti af litríkri skrúðgöngu í ár. Vagnar sem ætlaðir voru sem ádeila á umdeildar aðgerðir rússneskra stjórnvalda gegn samkynhneigðum voru áberandi, sem og vagnar til heiðurs uppljóstrurunum Bradley Manning og Edward Snowden. Hátíðin var því með fremur pólitísku sniði þetta árið. Eva María Þórarinsdóttir, formaður Hinsegin daga 2013, segir mikilvægt að minna á bág kjör hinsegin fólks í öðrum löndum. Þá segir hún að það sé mikilvægt að fólk hafi í huga að mannréttindi séu ekki einkamál þjóða. Sendiherrar Bandaríkjana og Kanada á Íslandi skelltu sér í litríkan skrúða og tóku þátt í Gleðigöngunni. Luis Arreaga, sendiherra Bandaríkjana, tók þátt í göngunni í þriðja skipti í ár. Hann segir að það sé mikilvægt að halda áfram að berjast fyrir réttindum samkynhneigðra og þó að mikill árangur hafi nú náðst sé enn langt í land. Stewart Weeler, sendiherra Kanada á Íslandi, er sjálfur samkynhneigður og gekk gönguna í dag með manni sínum. Hann segir Ísland og Kanada mjög samstíga hvað varðar baráttumála samkynhneigðra. Fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar gengu með í Gleðigöngunni í dag, þar á meðal Ómar Ragnarsson, en hann hefur tekið þátt síðan leyft var að bílar keyrðu með göngunni. Þá lét Jón Gnarr sig ekki vanta frekar en fyrri daginn
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira