Lesblind börn læra lestur með hundum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 10. ágúst 2013 08:30 Óhefðbundið Verkefni þar sem börn með lestrarörðugleika lásu fyrir hunda sló í gegn á Seltjarnarnesi í vetur. „Við fengum helstu upplýsingar um persónuleika barnanna og Brynja Tomer, sem er algjör hundasérfræðingur, paraði hunda og börn samkvæmt því,“ segir Margrét Sigurðardóttir, æskulýðsfulltrúi og forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Selsins á Seltjarnarnesi. Margrét, ásamt Brynju, fór af stað með verkefnið í samstarfi við yfirvöld Valhúsaskóla eftir að henni barst til eyrna að slíkt hefði gefist vel í Bandaríkjunum. Fjögur börn, fjórir hundar og hundaeigendur voru fengin til þátttöku. „Við vinnum þetta verkefni á þeim forsendum að það sé ekki verið að leiðrétta barnið.“ Þegar barn er sífellt leiðrétt myndast stress við að ná hverju einasta orði réttu og skilningur á samhengi textans týnist. „Þetta er svo dásamlegt. Hundarnir mæna bara á börnin. Þeir eru ekkert að leiðrétta heldur dá þau,“ útskýrir Margrét. Hundaeigendurnir voru einnig lykilaðilar í verkefninu. Ef upp kom orð sem ekki telst í orðaforða tíu ára barns útskýrði það, með hjálp eigandans, merkingu orðsins fyrir hundinum. „Það er lestrarskali í skólum sem öll börn eru mæld eftir og öll börnin fjögur höfðu færst ofar á honum,“ segir Margrét um niðurstöður verkefnisins. „Eitt barn sem vildi aldrei lesa heima þegar við byrjuðum í þessu var í lok verkefnisins byrjað að fara upp í rúm og lesa sjálft. Annað barn, sem átti annað gæludýr heima en hund, var byrjað að lesa fyrir það gæludýr.“Margrét Sigurðardóttir„Ég er mjög stolt af þessu og af hópnum okkar öllum. Ég hefði aldrei getað gert þetta ein.“ Margrét segir afar mikilvægt, ef fleiri hafa áhuga á að ráðast í slíkt verkefni, að það fari í gegnum samtökin Vigdís, vinir gæludýra á Íslandi, til þess að rétt sé að því staðið. „Verkefnið kemur frá samtökum að nafni R.E.A.D., Reading Education Assistance Dogs, sem hefur haldið námskeið fyrir okkur,“ útskýrir hún. „Þetta var svo fallegt verkefni, ég var alltaf með gæsahúð,“ segir Margrét og bætir við að það séu engar ýkjur. „Börnin komu yfir til okkar í félagsmiðstöðina á handahlaupum.“ Til stendur að halda áfram með verkefnið í haust. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira
Verkefni þar sem börn með lestrarörðugleika lásu fyrir hunda sló í gegn á Seltjarnarnesi í vetur. „Við fengum helstu upplýsingar um persónuleika barnanna og Brynja Tomer, sem er algjör hundasérfræðingur, paraði hunda og börn samkvæmt því,“ segir Margrét Sigurðardóttir, æskulýðsfulltrúi og forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Selsins á Seltjarnarnesi. Margrét, ásamt Brynju, fór af stað með verkefnið í samstarfi við yfirvöld Valhúsaskóla eftir að henni barst til eyrna að slíkt hefði gefist vel í Bandaríkjunum. Fjögur börn, fjórir hundar og hundaeigendur voru fengin til þátttöku. „Við vinnum þetta verkefni á þeim forsendum að það sé ekki verið að leiðrétta barnið.“ Þegar barn er sífellt leiðrétt myndast stress við að ná hverju einasta orði réttu og skilningur á samhengi textans týnist. „Þetta er svo dásamlegt. Hundarnir mæna bara á börnin. Þeir eru ekkert að leiðrétta heldur dá þau,“ útskýrir Margrét. Hundaeigendurnir voru einnig lykilaðilar í verkefninu. Ef upp kom orð sem ekki telst í orðaforða tíu ára barns útskýrði það, með hjálp eigandans, merkingu orðsins fyrir hundinum. „Það er lestrarskali í skólum sem öll börn eru mæld eftir og öll börnin fjögur höfðu færst ofar á honum,“ segir Margrét um niðurstöður verkefnisins. „Eitt barn sem vildi aldrei lesa heima þegar við byrjuðum í þessu var í lok verkefnisins byrjað að fara upp í rúm og lesa sjálft. Annað barn, sem átti annað gæludýr heima en hund, var byrjað að lesa fyrir það gæludýr.“Margrét Sigurðardóttir„Ég er mjög stolt af þessu og af hópnum okkar öllum. Ég hefði aldrei getað gert þetta ein.“ Margrét segir afar mikilvægt, ef fleiri hafa áhuga á að ráðast í slíkt verkefni, að það fari í gegnum samtökin Vigdís, vinir gæludýra á Íslandi, til þess að rétt sé að því staðið. „Verkefnið kemur frá samtökum að nafni R.E.A.D., Reading Education Assistance Dogs, sem hefur haldið námskeið fyrir okkur,“ útskýrir hún. „Þetta var svo fallegt verkefni, ég var alltaf með gæsahúð,“ segir Margrét og bætir við að það séu engar ýkjur. „Börnin komu yfir til okkar í félagsmiðstöðina á handahlaupum.“ Til stendur að halda áfram með verkefnið í haust.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira