Sveitabrúðkaup af bestu gerð 10. ágúst 2013 10:00 Andri Snær, Ólöf, Guðrún Arna og Birkir Ísar„Við höfum voða gaman af því að vera bara lítil fjölskylda, gerum lítið að því að tjútta en erum dálítið í útilegum og ferðalögum.“ Fréttablaðið/Arnþór „Ég lokaði á mínar kenndir til kvenna voða lengi en vissi þó af þeim í menntaskóla. Það var ekki fyrr en ég var farin að misnota áfengi að ég þurfti að fara að hugsa minn gang. Svo á einhverjum tímapunkti sprakk ég og hugsaði. Ég verð að gera það sem mér finnst rétt að gera – fyrir mig.“ Þannig lýsir Guðrún Arna Kristjánsdóttir því þegar hún kom út úr skápnum árið 2010. Þá bjó hún með manni og á með honum tvo drengi, Andra Snæ og Birki Ísar. Nú er Guðrún hamingjusamlega gift Ólöfu Þorsteinsdóttur sem kom inn í líf hennar fljótlega eftir skilnaðinn og þær hjálpast að við uppeldi strákanna. Saman tekur þessi litla fjölskylda á móti útsendurum Fréttablaðsins í fallegri íbúð á Álftanesi. Þangað flutti hún frá Grindavík og kann ljómandi vel við sig. „Hér er svolítið „úti á landi“ stemning og allir hafa tekið okkur rosalega vel. Auðvitað er alltaf erfitt fyrir börn að flytja en strákarnir hafa komið sér vel fyrir og eiga orðið félaga. Þeir hafa ekkert orðið fyrir aðkasti fyrir að búa með tveimur mömmum,“ segir Guðrún Arna. Eru bara himinlifandi að eiga þrjár mömmur og einn pabba.“ Hugsaði um þetta í tvær mínútur Að litla fjölskyldan sækist eftir „úti á landi“ stemningu kemur ekki á óvart þegar uppruninn er skoðaður. Guðrún Arna átti lengi heima í Nesjahverfi, nærri Höfn í Hornafirði og Ólöf er frá Sólheimum í Mýrdal. Hún var sex sumur að vinna í Skaftafelli og ber sterkar taugar til staðarins. Hún var í Menntaskólanum á Laugarvatni og flutti svo í bæinn 1996. En hvenær vissi hún að hún væri samkynhneigð? „Á unglingsárunum fóru þær hugsanir aðeins að láta á sér kræla. Annars var engin umræða um svona hluti í sveitinni. Ég man eftir því þegar ég heyrði fyrst um samkynhneigð. Ég var að ryksuga heima og það var verið að tala um homma og lesbíur í útvarpinu. Ég gleymi því aldrei. Þá var eins og hringdi einhverjum bjöllum hjá mér. Ég var alltaf skotin í stelpum í skólanum en ekki strákum. Svo kemur alltaf togstreita innra með manni. Nei, þetta er ekki rétt – og svona.“ Spurð út í strákamálin hlær hún: „Það fór minna fyrir þeim. Ég á engin sambönd á bak við mig, ekki við karlmenn að minnsta kosti heldur fór beint í djúpu laugina þegar ég flutti í bæinn.“ Viðbrögðum fjölskyldunnar við fregnum um að hún væri lesbía telur hún best lýst með því sem bróðir hennar hafi sagt: „Ég hugsaði um þetta í tvær mínútur og fannst þetta svo allt í lagi.“ Það var ekkert flókið. Ef mér líður vel þá eru allir sáttir.“ Í dag eru allir ánægðir En hvernig skyldi umskiptunum í lífi Guðrúnar Örnu hafa verið tekið í fjölskyldu hennar? „Þau voru auðvitað frekar erfið fyrir fólkið mitt. Sumir voru lengur að meðtaka það en aðrir að ég væri lesbía. Það tekur allt tíma. Maki minn var til dæmis talsverðan tíma að jafna sig á því, sem eðlilegt var. Hann hélt ég vissi ekki hvað ég vildi, væri bara að prófa eitthvað nýtt. En ég get sagt eins og Ólöf að í dag eru allir ánægðir af því ég er hamingjusöm og drengirnir líka. Ég var auðvitað búin að vera lengi í gagnkynhneigðu sambandi og það er von að fólk hugsi: Bíddu, hvað varstu að gera allan þennan tíma? En ég er víst ekki ein um að haga lífi mínu svona. Það vissi ég ekki fyrr en löngu eftir að ég kom út úr skápnum að fullt af konum fer þessa leið. Átta sig seint. Vonandi verður því einhverntíma tekið líkara því þegar gagnkynhneigt fólk skilur og tekur saman við aðra gagnkynhneigða maka. Mér finnst þetta ætti að geta verið jafn eðlilegt. Auðvitað eru alltaf einhver særindi í sambandi við skilnaði. Þeir eru skipbrot. En ástæðan fyrir því að ég var svona lengi inni í skápnum var kannski sú að litla systir mín kom út úr skápnum fyrir nokkuð mörgum árum. Mér fannst það mjög skrítið ef við værum tvær systurnar lesbíur en komst svo að því að það er ekkert óalgengt.“ Besti dagur Víkur Nú eru þær Guðrún Arna og Ólöf búnar að vera saman í tæp þrjú ár. En hvar hittust þær? „Við byrjuðum að spjalla saman á facebook og hittumst síðan á kaffihúsi,“ byrjar Guðrún. „Já, svo vatt það aðeins upp á sig,“ skýtur Ólöf inn í hlæjandi. „Málið var að þegar við hittumst fyrst var það vegna þess að ég ætlaði að fá ráðleggingar hjá annari lesbíu. Ég vissi af Ólöfu og ástæðan fyrir því er sú að móðir mín býr með bróður hennar,“ segir Guðrún Arna, hikandi. Ólöf kemur henni til hjálpar. „Já, móðir hennar og bróðir minn eru búin að búa saman í 16 ár og við Guðrún Arna höfðum aðeins sést tvisvar með margra ára millibili áður en við hittumst á kaffihúsinu.“ „Það er auðvitað ekki um nein blóðtengsl milli okkar að ræða en þetta er samt ekki það fyrsta sem við segjum fólki þegar það spyr hvernig við höfum kynnst,“ áréttar Guðrún Arna. Þær héldu brúðkaupið 27. júlí síðastliðinn. „Við giftum okkur í Vík í Mýrdal. Þetta var sveitabrúðkaup af bestu gerð -skemmtilegheit frá föstudegi til sunnudag. Alveg dásamlegt,“ segir Ólöf brosandi og bætir við að margir hafi hjálpað til við undirbúninginn, meðal annars drengirnir Andri og Birkir. „Við brutum blað í sögu Víkurkirkju,“ segir Guðrún. „Vissum það þó ekki fyrr en á giftingardaginn að við værum fyrsta samkynhneigða parið sem gifti sig þar, að sögn pestsins séra Haraldar Kristjánssonar. Við fengum líka rosa gott veður, logn og 28 stiga hita.“ „Já, besti dagur sem hefur komið í Vík í Mýrdal í einhver hundruð ár!,“ grínast Ólöf. Veislan var í félagsheimilinu Leikskálum í Vík. Þar voru um 100 manns og dansað fram á nótt. „Þeir síðustu fóru heim klukkan sex. Þetta var alvöru,“ segir Ólöf hlæjandi. Alltaf saman Þær Guðrún Arna og Ólöf búa ekki bara saman heldur starfa þær saman líka, á skrifstofu Sóma. „Við erum mikið saman. Búum saman, vinnum saman, förum í ræktina saman og spilum blak saman. Við höfum voða gaman af því að vera bara lítil fjölskylda, gerum lítið að því að tjútta en erum dálítið í útilegum og ferðalögum. Oftast förum við í Mýrdalinn. Þar er gróðurreitur sem fjölskyldan mín á og við tökum þátt í að rækta,“ upplýsir Ólöf. „Já, Ólöf er rosalega mikil húsmóðir og strákarnir kunna alveg að meta það. Hún er mjög dugleg að baka og elda og sér bara eiginlega um þá deild. Ég er alltaf svo upptekin,“ segir Guðrún Arna sem auk vinnunnar er í stjórn Samtakanna 78 og ströngu námi. „Ólöf hefur stjórn á hlutunum þannig að drengirnir búa við reglur, ég er svona mildari týpan og sveigi stundum aðeins framhjá þeim. En þeir eru dásamlegir drengirnir og finnst þetta allt svo eðilegt.“ Kvót: Ég var auðvitað búin að vera lengi í gagnkynhneigðu sambandi og það er von að fólk hugsi: Bíddu, hvað varstu að gera allan þennan tíma? Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
„Ég lokaði á mínar kenndir til kvenna voða lengi en vissi þó af þeim í menntaskóla. Það var ekki fyrr en ég var farin að misnota áfengi að ég þurfti að fara að hugsa minn gang. Svo á einhverjum tímapunkti sprakk ég og hugsaði. Ég verð að gera það sem mér finnst rétt að gera – fyrir mig.“ Þannig lýsir Guðrún Arna Kristjánsdóttir því þegar hún kom út úr skápnum árið 2010. Þá bjó hún með manni og á með honum tvo drengi, Andra Snæ og Birki Ísar. Nú er Guðrún hamingjusamlega gift Ólöfu Þorsteinsdóttur sem kom inn í líf hennar fljótlega eftir skilnaðinn og þær hjálpast að við uppeldi strákanna. Saman tekur þessi litla fjölskylda á móti útsendurum Fréttablaðsins í fallegri íbúð á Álftanesi. Þangað flutti hún frá Grindavík og kann ljómandi vel við sig. „Hér er svolítið „úti á landi“ stemning og allir hafa tekið okkur rosalega vel. Auðvitað er alltaf erfitt fyrir börn að flytja en strákarnir hafa komið sér vel fyrir og eiga orðið félaga. Þeir hafa ekkert orðið fyrir aðkasti fyrir að búa með tveimur mömmum,“ segir Guðrún Arna. Eru bara himinlifandi að eiga þrjár mömmur og einn pabba.“ Hugsaði um þetta í tvær mínútur Að litla fjölskyldan sækist eftir „úti á landi“ stemningu kemur ekki á óvart þegar uppruninn er skoðaður. Guðrún Arna átti lengi heima í Nesjahverfi, nærri Höfn í Hornafirði og Ólöf er frá Sólheimum í Mýrdal. Hún var sex sumur að vinna í Skaftafelli og ber sterkar taugar til staðarins. Hún var í Menntaskólanum á Laugarvatni og flutti svo í bæinn 1996. En hvenær vissi hún að hún væri samkynhneigð? „Á unglingsárunum fóru þær hugsanir aðeins að láta á sér kræla. Annars var engin umræða um svona hluti í sveitinni. Ég man eftir því þegar ég heyrði fyrst um samkynhneigð. Ég var að ryksuga heima og það var verið að tala um homma og lesbíur í útvarpinu. Ég gleymi því aldrei. Þá var eins og hringdi einhverjum bjöllum hjá mér. Ég var alltaf skotin í stelpum í skólanum en ekki strákum. Svo kemur alltaf togstreita innra með manni. Nei, þetta er ekki rétt – og svona.“ Spurð út í strákamálin hlær hún: „Það fór minna fyrir þeim. Ég á engin sambönd á bak við mig, ekki við karlmenn að minnsta kosti heldur fór beint í djúpu laugina þegar ég flutti í bæinn.“ Viðbrögðum fjölskyldunnar við fregnum um að hún væri lesbía telur hún best lýst með því sem bróðir hennar hafi sagt: „Ég hugsaði um þetta í tvær mínútur og fannst þetta svo allt í lagi.“ Það var ekkert flókið. Ef mér líður vel þá eru allir sáttir.“ Í dag eru allir ánægðir En hvernig skyldi umskiptunum í lífi Guðrúnar Örnu hafa verið tekið í fjölskyldu hennar? „Þau voru auðvitað frekar erfið fyrir fólkið mitt. Sumir voru lengur að meðtaka það en aðrir að ég væri lesbía. Það tekur allt tíma. Maki minn var til dæmis talsverðan tíma að jafna sig á því, sem eðlilegt var. Hann hélt ég vissi ekki hvað ég vildi, væri bara að prófa eitthvað nýtt. En ég get sagt eins og Ólöf að í dag eru allir ánægðir af því ég er hamingjusöm og drengirnir líka. Ég var auðvitað búin að vera lengi í gagnkynhneigðu sambandi og það er von að fólk hugsi: Bíddu, hvað varstu að gera allan þennan tíma? En ég er víst ekki ein um að haga lífi mínu svona. Það vissi ég ekki fyrr en löngu eftir að ég kom út úr skápnum að fullt af konum fer þessa leið. Átta sig seint. Vonandi verður því einhverntíma tekið líkara því þegar gagnkynhneigt fólk skilur og tekur saman við aðra gagnkynhneigða maka. Mér finnst þetta ætti að geta verið jafn eðlilegt. Auðvitað eru alltaf einhver særindi í sambandi við skilnaði. Þeir eru skipbrot. En ástæðan fyrir því að ég var svona lengi inni í skápnum var kannski sú að litla systir mín kom út úr skápnum fyrir nokkuð mörgum árum. Mér fannst það mjög skrítið ef við værum tvær systurnar lesbíur en komst svo að því að það er ekkert óalgengt.“ Besti dagur Víkur Nú eru þær Guðrún Arna og Ólöf búnar að vera saman í tæp þrjú ár. En hvar hittust þær? „Við byrjuðum að spjalla saman á facebook og hittumst síðan á kaffihúsi,“ byrjar Guðrún. „Já, svo vatt það aðeins upp á sig,“ skýtur Ólöf inn í hlæjandi. „Málið var að þegar við hittumst fyrst var það vegna þess að ég ætlaði að fá ráðleggingar hjá annari lesbíu. Ég vissi af Ólöfu og ástæðan fyrir því er sú að móðir mín býr með bróður hennar,“ segir Guðrún Arna, hikandi. Ólöf kemur henni til hjálpar. „Já, móðir hennar og bróðir minn eru búin að búa saman í 16 ár og við Guðrún Arna höfðum aðeins sést tvisvar með margra ára millibili áður en við hittumst á kaffihúsinu.“ „Það er auðvitað ekki um nein blóðtengsl milli okkar að ræða en þetta er samt ekki það fyrsta sem við segjum fólki þegar það spyr hvernig við höfum kynnst,“ áréttar Guðrún Arna. Þær héldu brúðkaupið 27. júlí síðastliðinn. „Við giftum okkur í Vík í Mýrdal. Þetta var sveitabrúðkaup af bestu gerð -skemmtilegheit frá föstudegi til sunnudag. Alveg dásamlegt,“ segir Ólöf brosandi og bætir við að margir hafi hjálpað til við undirbúninginn, meðal annars drengirnir Andri og Birkir. „Við brutum blað í sögu Víkurkirkju,“ segir Guðrún. „Vissum það þó ekki fyrr en á giftingardaginn að við værum fyrsta samkynhneigða parið sem gifti sig þar, að sögn pestsins séra Haraldar Kristjánssonar. Við fengum líka rosa gott veður, logn og 28 stiga hita.“ „Já, besti dagur sem hefur komið í Vík í Mýrdal í einhver hundruð ár!,“ grínast Ólöf. Veislan var í félagsheimilinu Leikskálum í Vík. Þar voru um 100 manns og dansað fram á nótt. „Þeir síðustu fóru heim klukkan sex. Þetta var alvöru,“ segir Ólöf hlæjandi. Alltaf saman Þær Guðrún Arna og Ólöf búa ekki bara saman heldur starfa þær saman líka, á skrifstofu Sóma. „Við erum mikið saman. Búum saman, vinnum saman, förum í ræktina saman og spilum blak saman. Við höfum voða gaman af því að vera bara lítil fjölskylda, gerum lítið að því að tjútta en erum dálítið í útilegum og ferðalögum. Oftast förum við í Mýrdalinn. Þar er gróðurreitur sem fjölskyldan mín á og við tökum þátt í að rækta,“ upplýsir Ólöf. „Já, Ólöf er rosalega mikil húsmóðir og strákarnir kunna alveg að meta það. Hún er mjög dugleg að baka og elda og sér bara eiginlega um þá deild. Ég er alltaf svo upptekin,“ segir Guðrún Arna sem auk vinnunnar er í stjórn Samtakanna 78 og ströngu námi. „Ólöf hefur stjórn á hlutunum þannig að drengirnir búa við reglur, ég er svona mildari týpan og sveigi stundum aðeins framhjá þeim. En þeir eru dásamlegir drengirnir og finnst þetta allt svo eðilegt.“ Kvót: Ég var auðvitað búin að vera lengi í gagnkynhneigðu sambandi og það er von að fólk hugsi: Bíddu, hvað varstu að gera allan þennan tíma?
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira