Guðjón Baldvinsson spilaði allan leikinn með Halmstad sem vann 1-0 útsigur á Åtvidaberg í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Mikael Boman skoraði eina mark leiksins á 59. mínútu. Halmstad, sem er nýliði í deildinni, hefur nú 14 stig í næstneðsta sæti deildarinnar eftir 18 umferðir. Liðið er einu stigi á eftir Öster og Brommapojkarna.
Kristinn Steindórsson spilaði ekki með Halmstad vegna meiðsla. Þá van Elfsborg 1-0 sigur á Kalmar og komst upp í fimmta sæti deildarinnar. Skúli Jón Friðgeirsson var ekki í leikmannahópi Elfsborgar frekar en fyrri daginn.
