Sport

Eaton með nauma forystu í tugþrautinni eftir fyrri daginn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ashton Eaton.
Ashton Eaton. Nordicphotos/Getty
Bandaríkjamaðurinn Asthon Eaton kom fyrstur í mark í 400 metra hlaupi í tugþrautakeppninni á HM í frjálsum í Moskvu í dag.

Greinin var sú síðasta hjá tugþrautargörpunum á fyrri keppnisdeginum. Eaton hafði töluverða yfirburði í hlaupinu, kom í mark á 46,02 sekúndum, sem að skiluðu honum í efsta sætið í heildarkeppninni.

Eaton hefur 4.502 stig en landi hans, Gunnar Nixon, hefur 4.493 stig í öðru sæti. Nixon náði 7,8 metra löngu langstökki sem var lengsta stökk dagsins.

Michael Schrader frá Þýskalandi er í þriðja sæti með 4.427 stig. Þjóðverjinn náði sömuleiðis frábæru langstökki upp á 7,85 metra.

Heimsmet Eaton í greininni frá því síðasta sumar í Eugene í Oregon er 9.039 stig. Eaton bætti ekki árangur sinn í neinni af greinunum fimm í dag.

Stöðuna og árangur keppenda í einstökum greinum má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×