Fótbolti

Mun ekki tjá sig um ástæðuna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aron leikur með AZ Alkmaar í Hollandi.
Aron leikur með AZ Alkmaar í Hollandi. Nordicphotos/Getty
Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson tilkynnti í dag á Fésbókarsíðu sinni að hann hefði ákveðið að spila fyrir hönd Bandaríkjanna í framtíðinni.

Aron er fæddur í Bandaríkjunum og bjó þar fyrstu þrjú ár ævi sinnar en foreldrar hans eru báðir íslenskir. Hann hefur því tvöfalt ríkisfang og gat valið á milli þess að gefa kost á sér í landslið Íslands eða Bandaríkjanna. Með tilkynningu sinni gefur Aron opinberlega kost á sér í bandaríska landsliðið.

Bandaríkin hafa verið fastagestur á heimsmeistaramótum í knattspyrnu allt frá árinu 1990.

Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður Arons, staðfesti í samtali við Vísi í dag að Aron myndi ekki tjá sig frekar um ástæðu þess að hann kaus Bandaríkin fram yfir Ísland þegar kom að knattspyrnulandsliðum þjóðanna.

„Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í landslið Bandaríkjanna í knattspyrnu. Val mitt hefur staðið á milli þess að spila með íslenska landsliðinu eða því bandaríska þar sem ég er með tvöfalt ríkisfang. Ákvörðunin var ekki auðveld eða tekin í flýti enda stóð valið á milli tveggja góðra landsliða," skrifaði Aron í tilkynningunni sem birt var fyrir stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×