Þegar Eyjamenn reyndu að taka völdin af eldfjallinu Kristján Már Unnarsson skrifar 27. janúar 2013 20:09 Eldgosið á Heimaey árið 1973 var til umfjöllunar í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Í síðustu viku var fjallað um upphaf gossins þann 23. janúar en þátturinn í kvöld var um flóttann frá Vestmannaeyjum og baráttuna sem tók við næstu vikur og mánuði. Sjá má þáttinn í heild sinni hér að ofan. Yfir fimm þúsund íbúar voru taldir í yfirvofandi hættu um nóttina. Þótt engin neyðaráætlun væri til fór samt í gang viðamesta björgunaraðgerð Íslandssögunnar, og þykir með ólíkindum að það skyldi takast að rýma eyjuna á nokkrum klukkustundum og að enginn skyldi láta lífið á þessum fyrsta sólarhring hamfaranna. Meginhluti bæjarbúa var kominn upp á fastalandið í öruggt skjól fyrsta morguninn. Eldgosið var hins vegar rétt að byrja. Logandi hraunslettur flugu mörghundruð metra frá gígunum og kveiktu í hverju húsinu á fætur öðru, eftir fyrstu vikuna voru yfir eitthundrað hús brunnin. Ákveðið var að grípa til varna. Eyjamenn neituðu að horfa aðgerðalausir upp á vaxandi eyðilegginguna og ákváðu að reyna að taka völdin af eldfjallinu. Byrjað var á því að negla plötur fyrir alla glugga sem sneru að gosstöðvunum, og tókst þannig að draga verulega úr eldsvoðum. Gegn vellandi hrauninu voru menn heldur ekki tilbúnir að gefast upp mótþróalaust. Varnargörðum var rutt upp og hafin umfangsmikil hraunkæling, bæði til að reyna að bjarga höfninni og innsiglinginni en einnig til að hamla gegn hraunrennsli yfir bæinn. Á sama tíma og björgunaraðgerðir stóðu yfir á Heimaey var gríðarlegt álag á fjölskyldum Eyjamanna á fastalandinu, sem fylgdust með atburðum úr fjarlægð í algerri óvissu um framtíðina, um leið og þeirra tilvera var skyndilega í lausu lofti. Á Stöð 2 næsta sunnudagskvöld, strax að loknum fréttum, verður haldið áfram að fjalla um eldgosið á Heimaey. Einu sinni var... Eldgos og jarðhræringar Um land allt Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum "Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. 20. janúar 2013 19:30 Vitni að upphafi eldgossins - sáu jörðina rifna upp Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu þann 23. janúar árið 1973 vitni að því þegar gossprungan opnaðist austast á Heimaey og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. 20. janúar 2013 11:30 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Eldgosið á Heimaey árið 1973 var til umfjöllunar í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Í síðustu viku var fjallað um upphaf gossins þann 23. janúar en þátturinn í kvöld var um flóttann frá Vestmannaeyjum og baráttuna sem tók við næstu vikur og mánuði. Sjá má þáttinn í heild sinni hér að ofan. Yfir fimm þúsund íbúar voru taldir í yfirvofandi hættu um nóttina. Þótt engin neyðaráætlun væri til fór samt í gang viðamesta björgunaraðgerð Íslandssögunnar, og þykir með ólíkindum að það skyldi takast að rýma eyjuna á nokkrum klukkustundum og að enginn skyldi láta lífið á þessum fyrsta sólarhring hamfaranna. Meginhluti bæjarbúa var kominn upp á fastalandið í öruggt skjól fyrsta morguninn. Eldgosið var hins vegar rétt að byrja. Logandi hraunslettur flugu mörghundruð metra frá gígunum og kveiktu í hverju húsinu á fætur öðru, eftir fyrstu vikuna voru yfir eitthundrað hús brunnin. Ákveðið var að grípa til varna. Eyjamenn neituðu að horfa aðgerðalausir upp á vaxandi eyðilegginguna og ákváðu að reyna að taka völdin af eldfjallinu. Byrjað var á því að negla plötur fyrir alla glugga sem sneru að gosstöðvunum, og tókst þannig að draga verulega úr eldsvoðum. Gegn vellandi hrauninu voru menn heldur ekki tilbúnir að gefast upp mótþróalaust. Varnargörðum var rutt upp og hafin umfangsmikil hraunkæling, bæði til að reyna að bjarga höfninni og innsiglinginni en einnig til að hamla gegn hraunrennsli yfir bæinn. Á sama tíma og björgunaraðgerðir stóðu yfir á Heimaey var gríðarlegt álag á fjölskyldum Eyjamanna á fastalandinu, sem fylgdust með atburðum úr fjarlægð í algerri óvissu um framtíðina, um leið og þeirra tilvera var skyndilega í lausu lofti. Á Stöð 2 næsta sunnudagskvöld, strax að loknum fréttum, verður haldið áfram að fjalla um eldgosið á Heimaey.
Einu sinni var... Eldgos og jarðhræringar Um land allt Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum "Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. 20. janúar 2013 19:30 Vitni að upphafi eldgossins - sáu jörðina rifna upp Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu þann 23. janúar árið 1973 vitni að því þegar gossprungan opnaðist austast á Heimaey og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. 20. janúar 2013 11:30 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum "Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. 20. janúar 2013 19:30
Vitni að upphafi eldgossins - sáu jörðina rifna upp Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu þann 23. janúar árið 1973 vitni að því þegar gossprungan opnaðist austast á Heimaey og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. 20. janúar 2013 11:30