„Þetta er ekki réttarríki“ Elísabet Hall skrifar 21. október 2013 18:44 Ómar Ragnarsson Hraunavinir mótmæltu vegaframkvæmdum við Gálgahraun í dag með því að leggjast á jörðina fyrir framan vinnuvélarnar. Fjöldi náttúruverndarsinna voru fjarlægðir af vettvangi og fluttir í fangaklefa þar sem þeir biðu eftir lögfræðiaðstoð. Reynir Ingibjartsson, formaður Hraunavina, segir samstöðuna mikla og þau hafi fullan rétt á að mótmæla vegaframkvæmdunum friðsamlega og það hafi aðeins verið lögreglan sem hafi látið ófriðlega. „Við bara mættum á svæðið sjálfboðaliðarnir eins og við höfum gert undanfarnar vikur og síðan birtast hérna lögreglumenn og stærðarinnar grafa. Hér hafa síðan staðið yfir handtökur og fólk borið í burtu. Við teljum okkur vera hérna í fullum rétti. Við erum hreinlega að verja lögin í landinu. Það eru fleiri lögreglumenn hérna en mótmælendur sem eru að verja landið. Ég hefði aldrei trúað því að það kæmi til atburða eins og þessa hérna. Þetta eru verðmæti fyrir komandi kynslóðir og við erum að reyna að passa það.“ Farið var fram á lögbann við lagningu vegarins en því var synjað á þeim forsendum að þau fjögur umhverfissamtök sem fóru fram á það hefðu ekki aðild að málinu. Hafa samtökin kært úrskurð héraðsdóms um að ekki skuli leitað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um hvort þau eigi hagsmuna að gæta. Ómar Ragnarsson segir ótrúlegt að gripið sé til aðgerða gagnvart mótmælendum á meðan niðurstaða dómstóla liggi ekki fyrir. Ég skil ekki af hverju það er ekki hægt að bíða eftir niðurstöðu Hæstaréttar þessu máli. Mér finnst fáránlegt að koma hér með sveit manna sem byrjar að handtaka fólk vegna þess málið er ennþá í gangi. Þetta er ótrúleg tímasetning að bíða ekki eftir hæstaréttarúrskurði og þetta er ekki réttarríki sem við lifum í ef þetta á að vera svona. Um leið og jarðýta fer hingað inn á hraunið þá verður það ekki aftur tekið. Og það er kannski það sem er ætlunin, að valda nógu miklum skemmdum á hrauninu svo ekki verði aftur snúið.“ Og Ómar var svo skömmu síðar fluttur í fangaklefa eftir að hafa neitað að færa sig af svæðinu. Sumir mótmælendur létu sér þó ekki segjast og voru mætti aftur seinna um daginn eftir að losna úr fangaklefum og færðir aftur í hald lögreglu seinna um daginn. Aðspurður hvort lögregla hafi gengið harkalega fram við handtökuna sagði Ómar svo ekki hafa verið: „Nei, þvert á móti þá var það þannig að ég hefði aldrei getað ímyndað mér það þegar ég var yngri að íslenska lögrelgan ætti eftir að bera mig á höndum sér.“ Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Hraunavinir mótmæltu vegaframkvæmdum við Gálgahraun í dag með því að leggjast á jörðina fyrir framan vinnuvélarnar. Fjöldi náttúruverndarsinna voru fjarlægðir af vettvangi og fluttir í fangaklefa þar sem þeir biðu eftir lögfræðiaðstoð. Reynir Ingibjartsson, formaður Hraunavina, segir samstöðuna mikla og þau hafi fullan rétt á að mótmæla vegaframkvæmdunum friðsamlega og það hafi aðeins verið lögreglan sem hafi látið ófriðlega. „Við bara mættum á svæðið sjálfboðaliðarnir eins og við höfum gert undanfarnar vikur og síðan birtast hérna lögreglumenn og stærðarinnar grafa. Hér hafa síðan staðið yfir handtökur og fólk borið í burtu. Við teljum okkur vera hérna í fullum rétti. Við erum hreinlega að verja lögin í landinu. Það eru fleiri lögreglumenn hérna en mótmælendur sem eru að verja landið. Ég hefði aldrei trúað því að það kæmi til atburða eins og þessa hérna. Þetta eru verðmæti fyrir komandi kynslóðir og við erum að reyna að passa það.“ Farið var fram á lögbann við lagningu vegarins en því var synjað á þeim forsendum að þau fjögur umhverfissamtök sem fóru fram á það hefðu ekki aðild að málinu. Hafa samtökin kært úrskurð héraðsdóms um að ekki skuli leitað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um hvort þau eigi hagsmuna að gæta. Ómar Ragnarsson segir ótrúlegt að gripið sé til aðgerða gagnvart mótmælendum á meðan niðurstaða dómstóla liggi ekki fyrir. Ég skil ekki af hverju það er ekki hægt að bíða eftir niðurstöðu Hæstaréttar þessu máli. Mér finnst fáránlegt að koma hér með sveit manna sem byrjar að handtaka fólk vegna þess málið er ennþá í gangi. Þetta er ótrúleg tímasetning að bíða ekki eftir hæstaréttarúrskurði og þetta er ekki réttarríki sem við lifum í ef þetta á að vera svona. Um leið og jarðýta fer hingað inn á hraunið þá verður það ekki aftur tekið. Og það er kannski það sem er ætlunin, að valda nógu miklum skemmdum á hrauninu svo ekki verði aftur snúið.“ Og Ómar var svo skömmu síðar fluttur í fangaklefa eftir að hafa neitað að færa sig af svæðinu. Sumir mótmælendur létu sér þó ekki segjast og voru mætti aftur seinna um daginn eftir að losna úr fangaklefum og færðir aftur í hald lögreglu seinna um daginn. Aðspurður hvort lögregla hafi gengið harkalega fram við handtökuna sagði Ómar svo ekki hafa verið: „Nei, þvert á móti þá var það þannig að ég hefði aldrei getað ímyndað mér það þegar ég var yngri að íslenska lögrelgan ætti eftir að bera mig á höndum sér.“
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira