"Tek Helga Hjörvar með mér í fríið næst“ Hjörtur Hjartarson skrifar 21. október 2013 19:00 Vinnan við lausn á skuldavanda heimilanna er á áætlun, segir forsætisráðherra. Hann hefur hinsvegar áhyggjur af því að stjórnarandstaðan muni tefja málið í þinginu. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagði á Alþingi í síðustu viku að hann væri ekki vongóður um að vænta mætti aðgerða vegna skuldavanda heimilanna fyrir áramót. Tvær nefndir vinna nú að tillögum um málið og eiga þær að skila þeim af sér í næsta mánuði. Þær verða í kjölfarið teknar til meðferðar hjá þinginu. „Bjarni var, fannst mér, fyrst og fremst að lýsa áhyggjum af því að það gæti tekið tíma að koma þessu í gegnum þingið og það er í sjálfu sér eðlilegar áhyggjur miðað við hvernig stjórnarandstaðan hefur talað, í það minnsta hluti hennar. Vonandi eru þessar áhyggjur ekki réttmætar, vonandi vinnur stjórnarandstaðan bara með okkur að því að koma þessu sem hraðast í gegn," segir Sigmundur Davíð. Þið gangið semsagt ennþá í takt, þú og Bjarni? „Jájá, enda er þetta skýrt útlistað í stjórnarsáttmálanum og engin ástæða til að ætla að Sjálfstæðisflokkurinn ætli ekki að fylgja stjórnarsáttmálanum."Helgi Hjörvar, þingmaður SamfylkingarinnarSigmundur viðurkennir að hann finni fyrir óþreyju á meðal almennings sem beðið hefur eftir tillögum um hvernig eigi að leysa skuldavanda heimilanna. „Já, auðvitað finnur maður fyrir því. En þá er mikilvægt að hafa í huga að þetta ferli sem er í gangi núna er í samræmi við það sem var rætt fyrir kosningar en ég er bjartsýnn á framhaldið.“ Það vakti athygli í síðustu viku þegar Sigmundur var fjarverandi frá Alþingi og sköpuðust um það töluverðar umræður. Meðal annars gagnrýndi Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar forsætisráðherrann harðlega fyrir að vera ekki viðstaddur í óundirbúnum fyrirspurnartíma. En hvar var Sigmundur? „Þetta var svolítið skrýtið. Fyrrverandi forsætisráðherra hvarf nú oft langtímum saman án þess að við værum mikið að fara á taugum út af því. Ég tók mér fimm daga frí, fyrsta alvöru fríið frá því að ég byrjaði í stjórnmálum. Eftir að hafa fengið að vera í nokkra daga í fríi með konunni minni og barninu mínu sem er að verða tveggja ára get ég fullyrt að ég fer aftur í frí á næsta ári. Ef Helgi Hjörvar er ósáttur við það má hann bara koma með mér í fríið,“ segir Sigmundur. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Vinnan við lausn á skuldavanda heimilanna er á áætlun, segir forsætisráðherra. Hann hefur hinsvegar áhyggjur af því að stjórnarandstaðan muni tefja málið í þinginu. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagði á Alþingi í síðustu viku að hann væri ekki vongóður um að vænta mætti aðgerða vegna skuldavanda heimilanna fyrir áramót. Tvær nefndir vinna nú að tillögum um málið og eiga þær að skila þeim af sér í næsta mánuði. Þær verða í kjölfarið teknar til meðferðar hjá þinginu. „Bjarni var, fannst mér, fyrst og fremst að lýsa áhyggjum af því að það gæti tekið tíma að koma þessu í gegnum þingið og það er í sjálfu sér eðlilegar áhyggjur miðað við hvernig stjórnarandstaðan hefur talað, í það minnsta hluti hennar. Vonandi eru þessar áhyggjur ekki réttmætar, vonandi vinnur stjórnarandstaðan bara með okkur að því að koma þessu sem hraðast í gegn," segir Sigmundur Davíð. Þið gangið semsagt ennþá í takt, þú og Bjarni? „Jájá, enda er þetta skýrt útlistað í stjórnarsáttmálanum og engin ástæða til að ætla að Sjálfstæðisflokkurinn ætli ekki að fylgja stjórnarsáttmálanum."Helgi Hjörvar, þingmaður SamfylkingarinnarSigmundur viðurkennir að hann finni fyrir óþreyju á meðal almennings sem beðið hefur eftir tillögum um hvernig eigi að leysa skuldavanda heimilanna. „Já, auðvitað finnur maður fyrir því. En þá er mikilvægt að hafa í huga að þetta ferli sem er í gangi núna er í samræmi við það sem var rætt fyrir kosningar en ég er bjartsýnn á framhaldið.“ Það vakti athygli í síðustu viku þegar Sigmundur var fjarverandi frá Alþingi og sköpuðust um það töluverðar umræður. Meðal annars gagnrýndi Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar forsætisráðherrann harðlega fyrir að vera ekki viðstaddur í óundirbúnum fyrirspurnartíma. En hvar var Sigmundur? „Þetta var svolítið skrýtið. Fyrrverandi forsætisráðherra hvarf nú oft langtímum saman án þess að við værum mikið að fara á taugum út af því. Ég tók mér fimm daga frí, fyrsta alvöru fríið frá því að ég byrjaði í stjórnmálum. Eftir að hafa fengið að vera í nokkra daga í fríi með konunni minni og barninu mínu sem er að verða tveggja ára get ég fullyrt að ég fer aftur í frí á næsta ári. Ef Helgi Hjörvar er ósáttur við það má hann bara koma með mér í fríið,“ segir Sigmundur.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent