Lífið

100 ára í fullu fjöri

Ellý Ármanns skrifar

Meðfylgjandi myndir tók Sigurjón Ragnar í gær þegar Seglagerðin Ægir, eitt elsta starfandi fyrirtæki landsins, fagnaði aldarafmæli með því að bjóða öllum fyrrum og núverandi starfsmönnum til veislu.

Eðli málsins samkvæmt hefur eitthvað kvarnast úr upphaflegum starfsmannahópi á einni öld en fyrirtækið hefur þó nánast allan þennan tíma verið í eigu sömu fjölskyldunnar. 

Hátíðarhöldum er þó ekki lokið því á morgun, laugardag, er viðskiptavinum og velunnurum boðið að fagna á opnu húsi að Eyjarslóð 5 en þar verður ýmislegt um að vera fyrir alla fjölskylduna.

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Björgvin Barðdal sem jafnframt er þriðji ættliður framkvæmdastjóra fyrirtækisins var ánægður með afmælishöldin en rúmlega 100 manns mættu til að fagna aldarafmælinu. 

„Dagurinn var stórskemmtilegur og við hæfi að fagna þessum miklu tímamótum með fjölskyldunni og því góða fólki sem hefur gert fyrirtækið að því sem það er, starfsmönnunum. “

 

Smelltu á efstu mynd í frétt til að skoða allar myndirnar.

Amman í fjölskyldunni, Sesselja Barðdal, sem er nýhætt að vinna hjá fyrirtækinu á 93. aldursári stillti sér upp ásamt sonum sínum. Þóri, Reyni og Adda Barðdal.
Ásgeir Ragnarsson, Arnhildur Reynisdóttir, Björn Leifsson og Lúðvík Bergvinsson.
Björgvin Barðdal og kona hans Sigurbjörg Benediktsdóttir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.