Lífið

Outlandish hæstánægðir með KMF

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Outlandish létu vel af Íslandsdvölinni og tónleikunum á Keflavík Music Festival í gærkvöldi.
Outlandish létu vel af Íslandsdvölinni og tónleikunum á Keflavík Music Festival í gærkvöldi. MYND/OUTLANDISH

Danska hiphop hljómsveitin Outlandish steig á stokk í Reykjaneshöllinni á Keflavík Music Festival í gærkvöldi.

„Takk Íslendingar! Þið gerðuð fyrstu tónleikana okkar á fallega landinu ykkar ógleymanlega,“ svona lýstu hljómsveitarmeðlimir yfir ánægju sinni með viðburðinn á Facebook eftir tónleikana. Þá greina þeir frá því að þeir hafi smakkað harðfisk fljótlega eftir að þeir komu til landsins, en bragðið af honum sé eitthvað sem menn þurfi að venjast.

Hljómsveitin er hvað þekktust fyrir slagarann „Aicha“ og ætlaði allt um koll að keyra þegar þeir tóku lagið í Keflavík í gær. Í spilaranum hér að neðan er hægt að sjá myndband sem hljómsveitin deildi á Facebooksíðu sinni eftir tónleikana í gærkvöldi.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×